miðvikudagur, október 06, 2004
Rólegur í blogginu
Í gærkvöldi í fótboltanum minntist Svenni á það við mig að ég hefði verið rólegur í blogginu upp á síðkastið. Hann er reyndar sjálfur hættur að blogga (að ég held) en þetta þýðir greinilega að ég verð að setja eitthvað þarna inn. Enda ekki vanþörf á, þar sem ýmislegt hefur verið að gerast.
Fartölva
Nokkurra mánaða löngu baráttumáli lauk í vinnunni fyrir tæpum hálfum mánuði þegar ég fékk fartölvu frá vinnunni. Það hefur verið mjög óþægilegt að þurfa að fara alltaf í vinnuna til að t.d. setja myndir inn á netið en nú horfir það allt til betri vegar. Þetta er gríðarleg þægilegt...ég get t.d. unnið meira heima, jafnvel jafnóðum um helgar, sem er mikil framför. Tölvan er líka mjög öflug, mun betri en heimilistölvan...sem þarf reynar að fara að skipta út fljótlega. Það kemur jafnvel til greina að nota aðeins fartölvur hér eftir.
Barnleysi
Ég er þessa dagana barnlaus, er búinn að vera það síðan á laugardagsmorgun og verð það fram á sunnudag. Henni bauðst nefnilega að fara til Noregs með tengdapabba og konunni hans, en sú síðarnefnda verður þar í viku að heimsækja dóttur sína sem býr það. Tengdapabbi verður hins vegar þar í fimm vikur í rafskautameðferð sem hefur gagnast honum vel, en hann fékk heilablóðfall fyrir sex árum og hefur síðan þá verið með skerta málgetu og hreyfigetu hægra megin. En það er annað mál.
Líf bauðst semsagt að fara með í viku og eftir smá umhugsun sáum við að það væri bara gott mál fyrir hana. Hún hefur nefnilega nokkuð þurft að hanga með mömmu sinni á verkfallsvöktum og líka þurft að vera eitthvað hjá mér í vinnunni meðan á verkfalli kennara stendur og henni var farið að hundleiðast. Það er því mjög gott fyrir hana að skipta um umhverfi meðan á verkfallinu stendur. Við höfum heyrt frá henni daglega síðan og það virðist mjög gaman hjá henni og Ölmu frænku hennar sem er tveimur árum yngri en hún.
Það hefur verið nokkuð skrítin tilfinning að vera án hennar þessa daga og maður er farinn að sakna hennar töluvert. Síðan er það spurning hvort við Rósa getum nýtt okkur þetta með því að gera eitthvað saman t.d. um helgina. Við þurfum að finna tíma í eitthvað svoleiðis.
Fjölmiðlaferð
Ég fór á fimmtudag í fjölmiðlabúðir sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir og buðu fjölmiðlum á. Þetta var haldið á stórglæsilegu hóteli á Snæfellsnesi, Hótel Búðum. Mörg fróðleg erindi voru flutt og um kvöldið var svo kvöldverður og opinn bar, sem menn nýttu sér óspart. Ég tel mig hafa orðið ýmsu vísari um iðnaðinn en það var líka gaman að hitta aðra fjölmiðlamenn og spjalla við þá. Hitti þar m.a. gamla vinnufélaga á borð við Hauk Lárus Hauksson og Sigmund Erni. Heilsan var kannski ekki alveg nógu góð morguninn eftir en ferðin var engu að síður skemmtileg.
Ætli mér takist svo hér eftir að skrifa oftar? Veit það ekki? Kannski.
0 comments
Í gærkvöldi í fótboltanum minntist Svenni á það við mig að ég hefði verið rólegur í blogginu upp á síðkastið. Hann er reyndar sjálfur hættur að blogga (að ég held) en þetta þýðir greinilega að ég verð að setja eitthvað þarna inn. Enda ekki vanþörf á, þar sem ýmislegt hefur verið að gerast.
Fartölva
Nokkurra mánaða löngu baráttumáli lauk í vinnunni fyrir tæpum hálfum mánuði þegar ég fékk fartölvu frá vinnunni. Það hefur verið mjög óþægilegt að þurfa að fara alltaf í vinnuna til að t.d. setja myndir inn á netið en nú horfir það allt til betri vegar. Þetta er gríðarleg þægilegt...ég get t.d. unnið meira heima, jafnvel jafnóðum um helgar, sem er mikil framför. Tölvan er líka mjög öflug, mun betri en heimilistölvan...sem þarf reynar að fara að skipta út fljótlega. Það kemur jafnvel til greina að nota aðeins fartölvur hér eftir.
Barnleysi
Ég er þessa dagana barnlaus, er búinn að vera það síðan á laugardagsmorgun og verð það fram á sunnudag. Henni bauðst nefnilega að fara til Noregs með tengdapabba og konunni hans, en sú síðarnefnda verður þar í viku að heimsækja dóttur sína sem býr það. Tengdapabbi verður hins vegar þar í fimm vikur í rafskautameðferð sem hefur gagnast honum vel, en hann fékk heilablóðfall fyrir sex árum og hefur síðan þá verið með skerta málgetu og hreyfigetu hægra megin. En það er annað mál.
Líf bauðst semsagt að fara með í viku og eftir smá umhugsun sáum við að það væri bara gott mál fyrir hana. Hún hefur nefnilega nokkuð þurft að hanga með mömmu sinni á verkfallsvöktum og líka þurft að vera eitthvað hjá mér í vinnunni meðan á verkfalli kennara stendur og henni var farið að hundleiðast. Það er því mjög gott fyrir hana að skipta um umhverfi meðan á verkfallinu stendur. Við höfum heyrt frá henni daglega síðan og það virðist mjög gaman hjá henni og Ölmu frænku hennar sem er tveimur árum yngri en hún.
Það hefur verið nokkuð skrítin tilfinning að vera án hennar þessa daga og maður er farinn að sakna hennar töluvert. Síðan er það spurning hvort við Rósa getum nýtt okkur þetta með því að gera eitthvað saman t.d. um helgina. Við þurfum að finna tíma í eitthvað svoleiðis.
Fjölmiðlaferð
Ég fór á fimmtudag í fjölmiðlabúðir sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir og buðu fjölmiðlum á. Þetta var haldið á stórglæsilegu hóteli á Snæfellsnesi, Hótel Búðum. Mörg fróðleg erindi voru flutt og um kvöldið var svo kvöldverður og opinn bar, sem menn nýttu sér óspart. Ég tel mig hafa orðið ýmsu vísari um iðnaðinn en það var líka gaman að hitta aðra fjölmiðlamenn og spjalla við þá. Hitti þar m.a. gamla vinnufélaga á borð við Hauk Lárus Hauksson og Sigmund Erni. Heilsan var kannski ekki alveg nógu góð morguninn eftir en ferðin var engu að síður skemmtileg.
Ætli mér takist svo hér eftir að skrifa oftar? Veit það ekki? Kannski.