miðvikudagur, desember 10, 2003
Gleymska
Ég er alveg hrikalega gleyminn stundum. Ég var t.d. búinn að hugsa upp marga gáfulega hluti til að blogga um næst þegar ég tæki mig til og henti einhverri færslu inn, en er búinn að gleyma því sem næst öllu sem mér datt í hug, ef ekki öllu. Í morgun gleymdi ég svo að fara með blöð til Keflavíkur eins og ég var búinn að lofa þegar ég fór þangað til að klára blaðið.
Við erum að treysta á ansi margt til að muna. Ég nota t.d. stóra dagbók en Borghildur vinnufélagi minn notaði póstforritið Entourage til að nótera hjá sér hvenær hún ætti að hafa samband við hina og þessa. Nú krassaði það forrit hjá henni í síðustu viku og hún talar um að þetta sé stórtjón fyrir blaðið þar sem hún þurfi nánast að byrja á núlli. Svona getur tölvutæknin, og þar af leiðandi minni sumar, verið víðsjárvert, sérstaklega þegar maður er ekki með backup.
Búinn að gleyma öllu gáfulegu sem ég ætlaði að blogga um....gleymdi nefnilega að skrifa það niður.
0 comments
Ég er alveg hrikalega gleyminn stundum. Ég var t.d. búinn að hugsa upp marga gáfulega hluti til að blogga um næst þegar ég tæki mig til og henti einhverri færslu inn, en er búinn að gleyma því sem næst öllu sem mér datt í hug, ef ekki öllu. Í morgun gleymdi ég svo að fara með blöð til Keflavíkur eins og ég var búinn að lofa þegar ég fór þangað til að klára blaðið.
Við erum að treysta á ansi margt til að muna. Ég nota t.d. stóra dagbók en Borghildur vinnufélagi minn notaði póstforritið Entourage til að nótera hjá sér hvenær hún ætti að hafa samband við hina og þessa. Nú krassaði það forrit hjá henni í síðustu viku og hún talar um að þetta sé stórtjón fyrir blaðið þar sem hún þurfi nánast að byrja á núlli. Svona getur tölvutæknin, og þar af leiðandi minni sumar, verið víðsjárvert, sérstaklega þegar maður er ekki með backup.
Búinn að gleyma öllu gáfulegu sem ég ætlaði að blogga um....gleymdi nefnilega að skrifa það niður.