mánudagur, ágúst 25, 2003
Íbúðin
Fjölmargir hafa óskað okkur hjónunum til hamingju með nýju íbúðina, þó að enginn hafi gert það á þessum vettvangi. Það er óneitanlega kominn smá spenningur vegna flutningsins, og það ferlegasta við þetta er að húsið sem ég er að flytja í blasir alltaf við mér þegar ég keyri heim úr vinnunni. Ég á því eftir að horfa á þetta í rúman mánuð í viðbót áður en við fáum þetta afhent. Það verður erfitt - en maður þraukar þetta.
Annars var skrifað undir kaupsamning í dag vegna sölunnar á Holtsgötunni svo að það er allt komið í höfn, fyrir utan einhverjar peningaupphæðir sem koma í skömmtum eins og alltaf í svona kaupsamningum.
Fótboltinn
Gengi minna liða á Íslandi og í Englandi er ólíkt þessa dagana. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með ótrúlega sannfærandi sigri á skelfilega lélegum Fylkismönnum en fyrr um daginn gerði Liverpool jafntefli við Aston Villa í ekkert alltof góðum leik. Það verður nú eitthvað að fara að gerast hjá mínum mönnum fljótlega...þó ekki væri nema til að lyfta aðeins móralnum í þessum síröflandi spjallborðsnotendum á liverpool.is!!
0 comments
Fjölmargir hafa óskað okkur hjónunum til hamingju með nýju íbúðina, þó að enginn hafi gert það á þessum vettvangi. Það er óneitanlega kominn smá spenningur vegna flutningsins, og það ferlegasta við þetta er að húsið sem ég er að flytja í blasir alltaf við mér þegar ég keyri heim úr vinnunni. Ég á því eftir að horfa á þetta í rúman mánuð í viðbót áður en við fáum þetta afhent. Það verður erfitt - en maður þraukar þetta.
Annars var skrifað undir kaupsamning í dag vegna sölunnar á Holtsgötunni svo að það er allt komið í höfn, fyrir utan einhverjar peningaupphæðir sem koma í skömmtum eins og alltaf í svona kaupsamningum.
Fótboltinn
Gengi minna liða á Íslandi og í Englandi er ólíkt þessa dagana. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með ótrúlega sannfærandi sigri á skelfilega lélegum Fylkismönnum en fyrr um daginn gerði Liverpool jafntefli við Aston Villa í ekkert alltof góðum leik. Það verður nú eitthvað að fara að gerast hjá mínum mönnum fljótlega...þó ekki væri nema til að lyfta aðeins móralnum í þessum síröflandi spjallborðsnotendum á liverpool.is!!