<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 13, 2004

Ehh???

Janice jpeg
You are Janice.
You dig the groove man, nothing can bum you out.
Too bad you're too stoned to notice.

INSTRUMENT:
Like, you know, guitar, fer sure.
LAST BOOK READ:
"Finding Your Past Lives on the Web"

FAVORITE EXPRESSION:
"Fer sure, like, fer sure."

FAVORITE THINGS:
Peace, love and, like, granola, totally.

NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
Her inner child.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

0 comments
Eitt og annað

Það er gaman að koma í vinnuna og heyra barsmíðar Inga vinnufélaga míns á tölvuskjánum. Skjárinn hjá honum er þannig innrættur að það kemur græn slikja yfir hann allan. Ingi þarf að lemja á skjáinn til að fá hann eðlilegan og stundum gengur þetta það erfiðlega að þar er eins og byggingarframkvæmdir séu í gangi við hliðina á mér. En ætli þetta fari ekki að venjast.

***

Liverpool er komið í forkeppni meistaradeildinnar!! Jibbíí!!! Þá verður maður allavega ekki á nálum í leiknum gegn Newcastle á laugardaginn. Auðvitað eru þetta tímabil vonbrigði þar sem við vorum aldrei í neinni titilbaráttu en þetta er nokkurs konar sárabót.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi tvö tilboð sem hafa borist í hlut í félaginu. Þau eru í eðli sínu frekar ólík þannig að maður veit ekki hvort er betra fyrir klúbbinn. En óháð ráðgjafarfyrirtæki er nú að meta tilboðin svo að maður verður að treysta þeim til þess.

***

Horfði á Eurovision í gær þann tíma sem ég var ekki á stjórnarfundi Liverpool-klúbbsins. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um þessa keppni og því er alltaf viss spenna hjá mér fyrir hana. Veit ekki af hverju þessi áhugi stafar - en eitthvað er það. Ég sá eftir íslenska Dananum út, mér fannst hann vera með ágætis lag. Ég hefði líka viljað sjá Eistland og Andorra áfram en keppandinn frá Andorra klúðraði þessu kannski með því að líta út eins og hún væri nýkomin af djamminu. Að sama skapi skil ég ekki hvernig lög eins og Makedónía og Bosnía komust áfram. En annars er ég bara nokkuð sáttur við hvernig þetta fór.

Á laugardaginn er okkur Rósu síðan boðið í ógurlegt Eurovision-partý með mat og öllu tilheyrandi. Gargandi snilld!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?