<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Leyndarmál afhjúpað

Jæja, ætli það sé ekki best að koma þessu á framfæri. Vildi ekki henda þessu inn hér þar sem þeir sem ég þekki mest og best eiga náttúrulega að heyra svona hluti beint frá okkur. En ég held að allir slíkir aðilar séu búnir að frétta þetta þannig að það er allt í lagi að henda þessu inn núna.

Rósa er ólétt og á að eiga í janúar. Og að sjálfsögðu er mikil gleði yfir þessu á heimilinu, hjá okkur öllum þremur.

Er nokkuð meira um það að segja?

2 comments

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Aftur í vinnu

Mætti aftur í vinnu í morgun. Reyndar aðeins seinna en ég ætlaði, því að ég þurfti óvænt að taka hinn suðurafríska Andrew, sem er mikill Liverpoolmaður og ég hef aðeins kynnst á ferðum mínum þar, í skoðunarferð um Reykjavík. Andrew þessi kom til Íslands til að fara á tónlistarhátið en sú hátíð reyndist vera þjóðhátíð í Eyjum. Enda sagðist hann ekki hafa hlustað mikið á tónlist við þetta tækifæri.

Ég fór með hann m.a. upp í Hallgrímskirkjuturn, en þangað hafði ég ekki komið sjálfur síðan ég var strákur. Upplifunin var í raun ekkert mikið öðruvísi og það hafði í raun ekki mikið breyst. Umhverfið jafn hrátt og það var áður...en mér finnst samt alltaf sjarmi yfir góðu útsýni. Enda get ég hangið endalaust úti á svölunum heima á útsýnið þar.

***

Verslunarmannahelgin leið annars í miklum rólegheitum. Helsta skemmtunin þá helgi voru tónleikar stuðmanna í húsdýragarðinum. Mjög skemmtilegir og það kom mér á óvart hvað Hildur Vala féll vel inn í þetta, og tók Röggu Gísla lögin bara nokkuð vel, þó að hún komi auðvitað ekki í staðinn fyrir hana. En Egill er alltaf flottur og það var líka gaman að sjá Valgeir með þeim. Hann virtist greinilega fíla sig vel.

***

Merkilegt hvað maður hefur annars lítið að segja þó að ekkert hafi verið bloggað í viku. Held samt að þetta sé ládeiðan sem hangir alltaf yfir mann þegar maður mætir til vinnu eftir frí. Segjum það bara!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?