fimmtudagur, apríl 21, 2005
Pirraður samkeppnisaðili
Það er skemmtilegt að gera samkeppnisaðilan pirraðan. Og það er sérstaklega skemmtilegt þegar samkeppnisaðilinn tekur pirringinn út á eigin framleiðslu. Þetta er ég að upplifa núna mér til mikillar gleði.
Með samkeppnisaðilanum er ég að sjálfsögðu að tala um Fjarðarpóstinn, en það hefur sést á skrifum hans að hann hefur haft horn í síðu okkar frá því blaðið hóf göngu sína. Fyrir jólinn fór hann m.a. að tala um að Hafnarfjarðarbær styrkti minn fjölmiðil. Í leiðara blaðsins í dag fer hann að tala um að jafnræði í Hafnarfirði sé ólíkt eftir því hvað á í hlut og er þá að taka dæmi um lóðaúthlutanir til lögaðila í kjölfar þess að tillaga kom fram um að breyta úthlutuninni í bæjarstjórn eftir að bæjarráð hafði lagt fram sína tillögu. Ástæðan fyrir því að það var lagt til var að menn vildu skipta út einum utanbæjarmanni fyrir einn Hafnfirðing. Það er í sjálfu sér réttlætanlegt að gagnrýna það, enda ýmislegt í þessari ráðstöfun óvenjulegt.
Leiðarinn endar síðan á þessum orðum: "Sumarið kemur á morgun en bæjarbúar verða að lesa keflvísk blöð til að vita hvernig dagskráin verður vegna þess að aðrar jafnræðisreglur gilda um kaup Hafnarfjarðarbæjar á auglýsingum en gilda um úthlutun á lóðum. Þetta er jafnræði í Hafnarfirði." Ég fékk óstöðvandi hláturskast þegar ég las þessar línur, ég verð að viðurkenna það.
Það sem ritstjóri Fjarðarpóstsins er þarna að vísa í er að Hafnarfjarðarbær skiptir auglýsingum þannig á milli okkar að bærinn auglýsir alltaf eitthvað í hverri viku og skiptir því þannig að hann er aðra hverja viku hjá mér og hina vikuna í Fjarðarpóstinum. Yfirleitt er þetta svipaður skammtur í hvert skipti en í sumum tilvikum getur hann orðið stærri. Í sérstökum tilvikum er svo eitthvað auglýst í báðum blöðum. Blöðin eru því að fá svipaðan skammt hvort um sig af auglýsingum frá Hafnarfjarðarbæ.
Þetta myndu flestir telja nokkuð eðlilega ráðstöfun. Samkeppnin virðist hins vegar fara ósegjanlega í taugarnar á ritstjóra Fjarðarpóstsins og í stað þess að reyna að bregðast við samkeppninni á þann hátt að reyna að taka sig á og gera blaðið betra (sem hann hefur reyndar gert að nokkru leyti) kýs hann að koma með skot á okkur (sem snúast aðallega um að þetta sé keflvískt blað) bæði í miðli sínum og meðal fólks úti í bæ. Okkur hefur hins vegar gengið ágætlega, og Fjarðarpósturinn er bara ekki að höndla það.
Mér er það hreinlega hulin ráðgáta hvað hann heldur að hann græði á svona málflutningi. Hafnfirðingar eru ekki bjánar og sjá í gegnum svona skrif. Blaðið hans fær bara neikvæðan nöldurstimpil við svona skrif...og kannski þess vegna vona ég að hann haldi þessu áfram...þá mun okkur ganga enn betur!
0 comments
Það er skemmtilegt að gera samkeppnisaðilan pirraðan. Og það er sérstaklega skemmtilegt þegar samkeppnisaðilinn tekur pirringinn út á eigin framleiðslu. Þetta er ég að upplifa núna mér til mikillar gleði.
Með samkeppnisaðilanum er ég að sjálfsögðu að tala um Fjarðarpóstinn, en það hefur sést á skrifum hans að hann hefur haft horn í síðu okkar frá því blaðið hóf göngu sína. Fyrir jólinn fór hann m.a. að tala um að Hafnarfjarðarbær styrkti minn fjölmiðil. Í leiðara blaðsins í dag fer hann að tala um að jafnræði í Hafnarfirði sé ólíkt eftir því hvað á í hlut og er þá að taka dæmi um lóðaúthlutanir til lögaðila í kjölfar þess að tillaga kom fram um að breyta úthlutuninni í bæjarstjórn eftir að bæjarráð hafði lagt fram sína tillögu. Ástæðan fyrir því að það var lagt til var að menn vildu skipta út einum utanbæjarmanni fyrir einn Hafnfirðing. Það er í sjálfu sér réttlætanlegt að gagnrýna það, enda ýmislegt í þessari ráðstöfun óvenjulegt.
Leiðarinn endar síðan á þessum orðum: "Sumarið kemur á morgun en bæjarbúar verða að lesa keflvísk blöð til að vita hvernig dagskráin verður vegna þess að aðrar jafnræðisreglur gilda um kaup Hafnarfjarðarbæjar á auglýsingum en gilda um úthlutun á lóðum. Þetta er jafnræði í Hafnarfirði." Ég fékk óstöðvandi hláturskast þegar ég las þessar línur, ég verð að viðurkenna það.
Það sem ritstjóri Fjarðarpóstsins er þarna að vísa í er að Hafnarfjarðarbær skiptir auglýsingum þannig á milli okkar að bærinn auglýsir alltaf eitthvað í hverri viku og skiptir því þannig að hann er aðra hverja viku hjá mér og hina vikuna í Fjarðarpóstinum. Yfirleitt er þetta svipaður skammtur í hvert skipti en í sumum tilvikum getur hann orðið stærri. Í sérstökum tilvikum er svo eitthvað auglýst í báðum blöðum. Blöðin eru því að fá svipaðan skammt hvort um sig af auglýsingum frá Hafnarfjarðarbæ.
Þetta myndu flestir telja nokkuð eðlilega ráðstöfun. Samkeppnin virðist hins vegar fara ósegjanlega í taugarnar á ritstjóra Fjarðarpóstsins og í stað þess að reyna að bregðast við samkeppninni á þann hátt að reyna að taka sig á og gera blaðið betra (sem hann hefur reyndar gert að nokkru leyti) kýs hann að koma með skot á okkur (sem snúast aðallega um að þetta sé keflvískt blað) bæði í miðli sínum og meðal fólks úti í bæ. Okkur hefur hins vegar gengið ágætlega, og Fjarðarpósturinn er bara ekki að höndla það.
Mér er það hreinlega hulin ráðgáta hvað hann heldur að hann græði á svona málflutningi. Hafnfirðingar eru ekki bjánar og sjá í gegnum svona skrif. Blaðið hans fær bara neikvæðan nöldurstimpil við svona skrif...og kannski þess vegna vona ég að hann haldi þessu áfram...þá mun okkur ganga enn betur!
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Eurovision, taka 4
Jæja, þá tekur þessi yfirreið enda núna.
Þýskaland: Mér finnst þetta ekkert spes lag. Það er eins og lagið sé ekki ákveðið hvort það eigi að vera hægt eða hratt og svo virðist söngkonan ekki almennilega ráða við það. Þetta gerir varla miklar rósir.
Grikkland: Þessu lagi hefur verið spáð góðu gengi og það vissulega með réttu. Ég er nokkuð viss um að þetta nái langt. Hvort það vinni keppnina er ég ekki viss um en þetta verður örugglega ofarlega. Það fær í það minnsta tólf stig frá fleiri þjóðum en Kýpur!
Rússland: Ágætis popplag og gæti lent nokkuð ofarlega. Þokkafull söngkona minnkar í það minnsta ekki líkurnar á því. Ég segi að það endi á topp tíu.
Bosnía: Það er ánægjulegt að sjá að Bosníumenn geta sent eitthvað annað en hallærislega gamla karla í keppnina. Mér finnst þetta lag nefnilega nokkuð sigurstranglegt. Fjörugt og melódían nokkuð skemmtileg.
Frakkland: Eins og takturinn er fínn í laginu er laglínan sjálf ömurleg. Vissulega hefur ekki alltaf þurft flotta laglínu til að vinna þessa keppni en ég held að hún verði samt Frökkum að falli þetta árið. Lagið er bara ekki nógu grípandi af þessum sökum.
Jæja, þá er þessu lokið og maður getur loksins farið að tala um eitthvað annað :)
0 comments
Jæja, þá tekur þessi yfirreið enda núna.
Þýskaland: Mér finnst þetta ekkert spes lag. Það er eins og lagið sé ekki ákveðið hvort það eigi að vera hægt eða hratt og svo virðist söngkonan ekki almennilega ráða við það. Þetta gerir varla miklar rósir.
Grikkland: Þessu lagi hefur verið spáð góðu gengi og það vissulega með réttu. Ég er nokkuð viss um að þetta nái langt. Hvort það vinni keppnina er ég ekki viss um en þetta verður örugglega ofarlega. Það fær í það minnsta tólf stig frá fleiri þjóðum en Kýpur!
Rússland: Ágætis popplag og gæti lent nokkuð ofarlega. Þokkafull söngkona minnkar í það minnsta ekki líkurnar á því. Ég segi að það endi á topp tíu.
Bosnía: Það er ánægjulegt að sjá að Bosníumenn geta sent eitthvað annað en hallærislega gamla karla í keppnina. Mér finnst þetta lag nefnilega nokkuð sigurstranglegt. Fjörugt og melódían nokkuð skemmtileg.
Frakkland: Eins og takturinn er fínn í laginu er laglínan sjálf ömurleg. Vissulega hefur ekki alltaf þurft flotta laglínu til að vinna þessa keppni en ég held að hún verði samt Frökkum að falli þetta árið. Lagið er bara ekki nógu grípandi af þessum sökum.
Jæja, þá er þessu lokið og maður getur loksins farið að tala um eitthvað annað :)
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Eurovision, taka 3
Áfram með yfirferðina:
Búlgaría: Ég fékk bjánahroll við fyrstu tóna lagsins. Virtist pínlegt fyrir söngvarann að standa í því að flytja þetta lag. Ferlega slappt.
Írland: Við fyrstu tóna lagsins hugsaði ég: "Nú, þetta gæti orðið ág;tis ballaða." Síðan æstust leikar, og lagið datt við það niður í algjöran ófrumleika. Mér dettur helst í hug að þetta lag hafi verið soðið saman í algjörum fljótheitum og lítið fyrir því haft. Annars er mesta furða hvað Írar hafa komist langt með ömurleg lög, þó að flest sigurlög þeirra hafi verið prýðileg.
Slóvenía: Lagið er ágætt en finnst það svolítið samhengislaust til að byrja með. Nær þó upp góðum dampi þegar líður á. Hugsa samt að það verði fyrir ofan miðju.
Danmörk: Alltof dæmigert og ófrumlegt lag, þó að það sé alls ekki versta lagið í keppninni. Á samt ekki von á því að þetta fari í gegnum forkeppnina.
Pólland: Hressilegt, fjörugt og frumlegt, en samt finnst mér eitthvað vanta upp á það til að það sé líklegt til árangurs í keppninni.
Og þá að lögunum sem fara beint.
Bretland: "Hey, sendum einhverja flotta stelpu sem getur hreyft sig og heldur þokkalega lagi, þá skiptir engu máli hvað lagið er ömurlegt." Þetta virðist hafa verið hugmyndin frá Bretum. Ég vona að hún virki ekki.
Malta: Vantar smá upp á lagið til að það fari úr því að verða sæmilegt yfir í að verða gott. Því miður er það bara sæmilegt.
Tyrkland: Alltaf þjóðlegir, þessir Tyrkir. En mér finnst þessi útkoma ágæt og nokkuð áheyrileg. Þetta ætti alveg að ná topp tíu.
Albanía: Annað lag á þjóðlegum nótum en þetta lag er ekki alveg að gera sig. Viðlagið er reyndar ágætt en erindin inn á milli eru þess eðlis að mann langar til að gera eitthvað annað á meðan þau eru í gangi.
Kýpur: Enn á þjóðlegum nótum, en núna sætur Kýpurstrákur. Gæti verið uppskriftin af velgengni. Lagið er hins vegar ekkert meira en skítsæmilegt.
Spánn: Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hata þetta lag eða elska það og skipti í raun um skoðun þrisvar meðan ég hlustaði á þetta. Nei, ok, endanlega skoðun: Of miklar umbúðir um of lítið innihald!
Serbía og Svartfjallaland: Fínt lag sem gæti náð langt. Gæti þó liðið fyrir það að þurfa ekki að fara í gegnum forkeppni. En þetta er nokkuð sigurstranglegt.
Svíþjóð: Leið fyrst eins og ég hefði heyrt lagið áður. Síðan tók lagið öðruvísi stefnu. Held samt að þetta sé lag sem gleymist auðveldlega.
Úkraína: Svona svakaleg stefnubreyting er algeng eftir sigurár, og það virðist alltaf gerast að það skili takmörkuðum árangri. Þetta mun þó örugglega fá einhver stig frá rappörum Evrópu og fá einhvern plús fyrir stríðsádeiluna í textanum en þetta mun ekki ná neitt gríðarlega langt.
Fimm lönd eftir....verða tekin fyrir fljótlega.
0 comments
Áfram með yfirferðina:
Búlgaría: Ég fékk bjánahroll við fyrstu tóna lagsins. Virtist pínlegt fyrir söngvarann að standa í því að flytja þetta lag. Ferlega slappt.
Írland: Við fyrstu tóna lagsins hugsaði ég: "Nú, þetta gæti orðið ág;tis ballaða." Síðan æstust leikar, og lagið datt við það niður í algjöran ófrumleika. Mér dettur helst í hug að þetta lag hafi verið soðið saman í algjörum fljótheitum og lítið fyrir því haft. Annars er mesta furða hvað Írar hafa komist langt með ömurleg lög, þó að flest sigurlög þeirra hafi verið prýðileg.
Slóvenía: Lagið er ágætt en finnst það svolítið samhengislaust til að byrja með. Nær þó upp góðum dampi þegar líður á. Hugsa samt að það verði fyrir ofan miðju.
Danmörk: Alltof dæmigert og ófrumlegt lag, þó að það sé alls ekki versta lagið í keppninni. Á samt ekki von á því að þetta fari í gegnum forkeppnina.
Pólland: Hressilegt, fjörugt og frumlegt, en samt finnst mér eitthvað vanta upp á það til að það sé líklegt til árangurs í keppninni.
Og þá að lögunum sem fara beint.
Bretland: "Hey, sendum einhverja flotta stelpu sem getur hreyft sig og heldur þokkalega lagi, þá skiptir engu máli hvað lagið er ömurlegt." Þetta virðist hafa verið hugmyndin frá Bretum. Ég vona að hún virki ekki.
Malta: Vantar smá upp á lagið til að það fari úr því að verða sæmilegt yfir í að verða gott. Því miður er það bara sæmilegt.
Tyrkland: Alltaf þjóðlegir, þessir Tyrkir. En mér finnst þessi útkoma ágæt og nokkuð áheyrileg. Þetta ætti alveg að ná topp tíu.
Albanía: Annað lag á þjóðlegum nótum en þetta lag er ekki alveg að gera sig. Viðlagið er reyndar ágætt en erindin inn á milli eru þess eðlis að mann langar til að gera eitthvað annað á meðan þau eru í gangi.
Kýpur: Enn á þjóðlegum nótum, en núna sætur Kýpurstrákur. Gæti verið uppskriftin af velgengni. Lagið er hins vegar ekkert meira en skítsæmilegt.
Spánn: Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hata þetta lag eða elska það og skipti í raun um skoðun þrisvar meðan ég hlustaði á þetta. Nei, ok, endanlega skoðun: Of miklar umbúðir um of lítið innihald!
Serbía og Svartfjallaland: Fínt lag sem gæti náð langt. Gæti þó liðið fyrir það að þurfa ekki að fara í gegnum forkeppni. En þetta er nokkuð sigurstranglegt.
Svíþjóð: Leið fyrst eins og ég hefði heyrt lagið áður. Síðan tók lagið öðruvísi stefnu. Held samt að þetta sé lag sem gleymist auðveldlega.
Úkraína: Svona svakaleg stefnubreyting er algeng eftir sigurár, og það virðist alltaf gerast að það skili takmörkuðum árangri. Þetta mun þó örugglega fá einhver stig frá rappörum Evrópu og fá einhvern plús fyrir stríðsádeiluna í textanum en þetta mun ekki ná neitt gríðarlega langt.
Fimm lönd eftir....verða tekin fyrir fljótlega.
mánudagur, apríl 18, 2005
Draumur
Mig dreymdi Auðun Georg Ólafsson í fyrrinótt. Ekkert drastísk gerðist þó í þessum draumi, mig dreymdi aðeins að ég tæki þátt í innihaldslitlum samræðum við hann og einn í viðbót sem ég þekkti ekki neitt. Ætli einhver treysti sér til að ráða í þetta?
Þetta rifjaði reyndar upp fyrir mér að ég hafði ekkert bloggað um þetta mál á meðan á því stóð...aðallega af því að það var svo mikið að gera hjá mér þá. Vissulega fylgdist maður með þessu máli, en maður hefur frekar lítið um það að segja núna, annað en að þetta fór allt saman vel á endanum. Er samt ekki sammála þeim röddum sem segja að Fréttastofa Útvarpsins hafi flæmt hann í burtu. Hann sá algjörlega um það sjálfur í viðtalinu sem hann tók á sínum fyrsta og eina starfsdegi.
Ætla að reyna að klára Eurovision-lögin á morgun og hinn, ef einhver hefur áhuga á því :)
0 comments
Mig dreymdi Auðun Georg Ólafsson í fyrrinótt. Ekkert drastísk gerðist þó í þessum draumi, mig dreymdi aðeins að ég tæki þátt í innihaldslitlum samræðum við hann og einn í viðbót sem ég þekkti ekki neitt. Ætli einhver treysti sér til að ráða í þetta?
Þetta rifjaði reyndar upp fyrir mér að ég hafði ekkert bloggað um þetta mál á meðan á því stóð...aðallega af því að það var svo mikið að gera hjá mér þá. Vissulega fylgdist maður með þessu máli, en maður hefur frekar lítið um það að segja núna, annað en að þetta fór allt saman vel á endanum. Er samt ekki sammála þeim röddum sem segja að Fréttastofa Útvarpsins hafi flæmt hann í burtu. Hann sá algjörlega um það sjálfur í viðtalinu sem hann tók á sínum fyrsta og eina starfsdegi.
Ætla að reyna að klára Eurovision-lögin á morgun og hinn, ef einhver hefur áhuga á því :)
sunnudagur, apríl 17, 2005
Eurovision, taka 2
Jæja, áfram skal haldið með álitsgjöf á Eurovision.
Belgía: Óspennandi ballaða sem gleymist fljótt. Á varla eftir að njóta mikillar velgengni.
Eistland: Eini kosturinn við þetta lag umfram það belgíska er að það er kraftmikið og fjörugt og það er sungið af nokkuð sætum stelpum. Gæði lagsins eru því miður ekki í samræmi við það.
Noregur: Verð að viðurkenna að ég átti seint von á því að Norðmenn myndu senda harða rokkara í Eurovision. Gat reyndar ekki séð betur á myndbandinu en að einhverjir norskir fjölmiðlar hefðu orðið hissa á þessu líka. En þetta gæti alveg fleytt þeim langt og lagið er ágætt. Minnir kannski fullmikið á Bon Jovi en það getur verið erfitt að minna ekki á einhvern annan í þessum bransa.
Rúmenía: Lagið ófrumlegt og skilur ekkert eftir sig. Synd, því söngkonan er prýðisgóð og flytur lagið vel. Það er hins vegar ansi hætt við því að það dugi skammt.
Ungverjaland: Var búinn að heyra að þessu lagi væri spáð góðu gengi og skil það vel eftir að hafa heyrt þetta. Lagið er ekki týpískt Eurovision-lag en mjög áheyrilegt og fínt og klárlega einn af sigurkandídötunum. Fannst að vísu á stundum að verið væri að stæla Ruslönu frá Úkraínu fullmikið.
Finnland: Finnar hafa aldrei gert neinar rósir í þessari keppni og þó að þetta lag sé með skárra móti miðað við hvaðan það kemur þá nær þetta ekki langt. Þetta er ljúft, en leiðinlegt lag.
Makedónía: Ömurlegt. Eyði ekki frekari orðum á það.
Andorra: Mér líst ekki illa á þetta lag. Þetta er kannski ekki með bestu lögum keppninnar, en langt frá því það versta. Spái þessu fyrir ofan miðju.
Sviss: Þetta finnst mér nokkuð sigurstranglegt lag. Stelpuband, kraftmikið lag og laglínan nokkuð grípandi. Eitt af bestu lögum keppninnar.
Króatía: Svona hvorki-né lag. Þokkalega áheyrilegt og gæti skriðið í gegnum forkeppnina. Sker sig hins vegar ekki úr að nokkru leyti.
Næstu 10 lög koma síðar.
0 comments
Jæja, áfram skal haldið með álitsgjöf á Eurovision.
Belgía: Óspennandi ballaða sem gleymist fljótt. Á varla eftir að njóta mikillar velgengni.
Eistland: Eini kosturinn við þetta lag umfram það belgíska er að það er kraftmikið og fjörugt og það er sungið af nokkuð sætum stelpum. Gæði lagsins eru því miður ekki í samræmi við það.
Noregur: Verð að viðurkenna að ég átti seint von á því að Norðmenn myndu senda harða rokkara í Eurovision. Gat reyndar ekki séð betur á myndbandinu en að einhverjir norskir fjölmiðlar hefðu orðið hissa á þessu líka. En þetta gæti alveg fleytt þeim langt og lagið er ágætt. Minnir kannski fullmikið á Bon Jovi en það getur verið erfitt að minna ekki á einhvern annan í þessum bransa.
Rúmenía: Lagið ófrumlegt og skilur ekkert eftir sig. Synd, því söngkonan er prýðisgóð og flytur lagið vel. Það er hins vegar ansi hætt við því að það dugi skammt.
Ungverjaland: Var búinn að heyra að þessu lagi væri spáð góðu gengi og skil það vel eftir að hafa heyrt þetta. Lagið er ekki týpískt Eurovision-lag en mjög áheyrilegt og fínt og klárlega einn af sigurkandídötunum. Fannst að vísu á stundum að verið væri að stæla Ruslönu frá Úkraínu fullmikið.
Finnland: Finnar hafa aldrei gert neinar rósir í þessari keppni og þó að þetta lag sé með skárra móti miðað við hvaðan það kemur þá nær þetta ekki langt. Þetta er ljúft, en leiðinlegt lag.
Makedónía: Ömurlegt. Eyði ekki frekari orðum á það.
Andorra: Mér líst ekki illa á þetta lag. Þetta er kannski ekki með bestu lögum keppninnar, en langt frá því það versta. Spái þessu fyrir ofan miðju.
Sviss: Þetta finnst mér nokkuð sigurstranglegt lag. Stelpuband, kraftmikið lag og laglínan nokkuð grípandi. Eitt af bestu lögum keppninnar.
Króatía: Svona hvorki-né lag. Þokkalega áheyrilegt og gæti skriðið í gegnum forkeppnina. Sker sig hins vegar ekki úr að nokkru leyti.
Næstu 10 lög koma síðar.