föstudagur, júní 06, 2003
Fótboltinn
Jæja, næstum því tvær vikur síðan ég gerði eitthvað síðast...og ég nýbúinn að skamma Svenna fyrir aðgerðarleysi...sem hann á reyndar skilið því að bloggið hans er orðið álíka úldið og innihaldið í tveggja ára gamalli opinni lýsisflösku (ekki illa meint!).
Tilefni þessara skrifa eru þó aðallega að benda á bloggið hans Stebba sem sér ástæðu til að skrifa um ákveðið atvik sem átti sér stað í fótboltanum á Seltjarnarnesi. Hann lýsir því svo óborganlega að ég ætla ekki að hafa það frekar eftir að öðru leyti en því að mér datt ekki í hug að Stebbi hefði beðið svona mikinn skaða af þessu ákveðna atviki. En ég vona að hann nái sér að fullu eftir þetta.
Það sannast kannski á þessu að þau brot sem líta sakleysislega út til að byrja með eru oft skaðlegust. Ég minnist t.d. þegar Henrik Arnesen, varnarmaður danska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist í leiknum gegn Hollendingum í undanúrslitum EM 1992. Fyrst virtust hann og Ruud Gullit aðeins hafa lent í nettu samstuði en þegar betur var að gáð kom í ljós að hnéskelin á Dananum var nánast komin upp á mitt læri (spurning hvort það sama hefði gerst í gær ef Bjartur hefði ekki verið með hnéhlífina!). Það er margt skrítið.
Pirringur í vinnunni
Varð aðeins pirraður í vinnunni í dag. Það var þegar ég frétti það að einhverjir Suðurnesjamenn væru að kvarta yfir of miklum menningarfréttum úr Hafnarfirði á vef Víkufrétta, www.vf.is. Skrítið að sumir Suðurnesjamenn virðast vera eitthvað ósáttir við að vefirnir hafi verið sameinaðir og að fréttir úr Suðurnesjum og Hafnarfirði birtist á sömu síðunni. Þessir sömu Suðurnesjamenn virðast með öðrum orðum bara vilja fá fréttir af því sem er að gerast nálægt rassgatinu (afsakið orðbragðið) á þeim sjálfum. Merkilegur andskoti (afsakið aftur orðbragðið). En ég vorkenni Suðurnesjamönnum ekki neitt fyrir að þurfa að sætta sig við að sjá fréttir af Björtum dögum í Hafnarfirði...þeir hafa bara gott af því að sjá hvernig menningin á að vera.
KR
Hef ekki ennþá talað almennilega um mitt lið í íslenska boltanum enda hefur ekki verið frá miklu að segja. Ég er þó farinn að óttast að tímabilið verði ekki jafnmikil stormandi lukka og maður hafði vonast eftir. Í það minnsta hefur frammistaðan verið slök hjá liðinu þar sem liðið hefur aðeins leikið þolanlega í einum leik, gegn Skagamönnum (og þá voru Skagamenn líka drullulélegir). Og að brotlenda 3-0 gegn KA er náttúrulega svakalegt, ekki hvað síst þegar maður sér sofandaháttinn sem var í vörninni hjá þeim í öllum þessum mörkum. Eina vonin um einhvern titil núna er að Fylkir klikki á lokasprettinum eina ferðina enn.
0 comments
Jæja, næstum því tvær vikur síðan ég gerði eitthvað síðast...og ég nýbúinn að skamma Svenna fyrir aðgerðarleysi...sem hann á reyndar skilið því að bloggið hans er orðið álíka úldið og innihaldið í tveggja ára gamalli opinni lýsisflösku (ekki illa meint!).
Tilefni þessara skrifa eru þó aðallega að benda á bloggið hans Stebba sem sér ástæðu til að skrifa um ákveðið atvik sem átti sér stað í fótboltanum á Seltjarnarnesi. Hann lýsir því svo óborganlega að ég ætla ekki að hafa það frekar eftir að öðru leyti en því að mér datt ekki í hug að Stebbi hefði beðið svona mikinn skaða af þessu ákveðna atviki. En ég vona að hann nái sér að fullu eftir þetta.
Það sannast kannski á þessu að þau brot sem líta sakleysislega út til að byrja með eru oft skaðlegust. Ég minnist t.d. þegar Henrik Arnesen, varnarmaður danska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist í leiknum gegn Hollendingum í undanúrslitum EM 1992. Fyrst virtust hann og Ruud Gullit aðeins hafa lent í nettu samstuði en þegar betur var að gáð kom í ljós að hnéskelin á Dananum var nánast komin upp á mitt læri (spurning hvort það sama hefði gerst í gær ef Bjartur hefði ekki verið með hnéhlífina!). Það er margt skrítið.
Pirringur í vinnunni
Varð aðeins pirraður í vinnunni í dag. Það var þegar ég frétti það að einhverjir Suðurnesjamenn væru að kvarta yfir of miklum menningarfréttum úr Hafnarfirði á vef Víkufrétta, www.vf.is. Skrítið að sumir Suðurnesjamenn virðast vera eitthvað ósáttir við að vefirnir hafi verið sameinaðir og að fréttir úr Suðurnesjum og Hafnarfirði birtist á sömu síðunni. Þessir sömu Suðurnesjamenn virðast með öðrum orðum bara vilja fá fréttir af því sem er að gerast nálægt rassgatinu (afsakið orðbragðið) á þeim sjálfum. Merkilegur andskoti (afsakið aftur orðbragðið). En ég vorkenni Suðurnesjamönnum ekki neitt fyrir að þurfa að sætta sig við að sjá fréttir af Björtum dögum í Hafnarfirði...þeir hafa bara gott af því að sjá hvernig menningin á að vera.
KR
Hef ekki ennþá talað almennilega um mitt lið í íslenska boltanum enda hefur ekki verið frá miklu að segja. Ég er þó farinn að óttast að tímabilið verði ekki jafnmikil stormandi lukka og maður hafði vonast eftir. Í það minnsta hefur frammistaðan verið slök hjá liðinu þar sem liðið hefur aðeins leikið þolanlega í einum leik, gegn Skagamönnum (og þá voru Skagamenn líka drullulélegir). Og að brotlenda 3-0 gegn KA er náttúrulega svakalegt, ekki hvað síst þegar maður sér sofandaháttinn sem var í vörninni hjá þeim í öllum þessum mörkum. Eina vonin um einhvern titil núna er að Fylkir klikki á lokasprettinum eina ferðina enn.