mánudagur, júní 27, 2005
Blaut útilega
Já, sumt er týpískt. Haldiði ekki að við fjölskyldan höfum verið í útilegu á Flúðum þegar slegið er rigningamet í ár?!
Við vorum semsagt á ættarmóti um helgina á Flúðum þar sem allir voru í tjöldum. Mjög athyglisvert þegar það fór að rigna eins og ég veit ekki hvað á laugardeginum. Þetta hafði auðvitað áhrif á hvernig mál þróuðust í þessari útilegu því ekki var mikil samvera milli fólks í gangi. Það bjargaði þó ýmsu að einhverjir höfðu haft vit á að koma með partýtjald, þannig að menn gátu setið úti undir einhverju skjóli.
Það er orðin hefði að ég spili á gítar undir einhverjum fjöldasöng. Það var gert bæði kvöldin en á föstudagskvöldinu gerðu að vísu einhverjir Grindvíkingar tilraun til að yfirtaka partýið. Það fyndna var reyndar að einn þeirra henti 400 kalli ofan í gítarkassann og annar henti kveikjara þangað, sen hann svo reyndar bað um að fá aftur. Þetta er kannski leið til að krækja sér í aukapening í útilegum :) Þessir sömu menn buðu mér svo að koma með þeim á Útlagann, skemmtistaðinn á Flúðum, með gítarinn og að ég fengi að drekka frítt í staðinn. Ákvað að hafna þessu kostaboði, enda er mér annt um gítarinn minn.
Eftir þessa miklu rigningu var þó léttir að það var stytt upp og komin sól á sunnudeginum, sem þýddi að tjaldið var þurrt þegar við pökkuðum því. Mikill léttir!
***
Nú er að styttast í sumarfrí hjá mér. Það mun að mestu samanstanda að flakki um landið og það stendur m.a. til að fara á Snæfellsnesið um miðjan júlí. Það gæti þó sett einhverjar áætlanir úr skorðum ef ég þarf að fara til Liverpool einhvern tíma í júlí í pre-season ferð. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður. En mikið verður gott að komast í sumarfrí.
2 comments
Já, sumt er týpískt. Haldiði ekki að við fjölskyldan höfum verið í útilegu á Flúðum þegar slegið er rigningamet í ár?!
Við vorum semsagt á ættarmóti um helgina á Flúðum þar sem allir voru í tjöldum. Mjög athyglisvert þegar það fór að rigna eins og ég veit ekki hvað á laugardeginum. Þetta hafði auðvitað áhrif á hvernig mál þróuðust í þessari útilegu því ekki var mikil samvera milli fólks í gangi. Það bjargaði þó ýmsu að einhverjir höfðu haft vit á að koma með partýtjald, þannig að menn gátu setið úti undir einhverju skjóli.
Það er orðin hefði að ég spili á gítar undir einhverjum fjöldasöng. Það var gert bæði kvöldin en á föstudagskvöldinu gerðu að vísu einhverjir Grindvíkingar tilraun til að yfirtaka partýið. Það fyndna var reyndar að einn þeirra henti 400 kalli ofan í gítarkassann og annar henti kveikjara þangað, sen hann svo reyndar bað um að fá aftur. Þetta er kannski leið til að krækja sér í aukapening í útilegum :) Þessir sömu menn buðu mér svo að koma með þeim á Útlagann, skemmtistaðinn á Flúðum, með gítarinn og að ég fengi að drekka frítt í staðinn. Ákvað að hafna þessu kostaboði, enda er mér annt um gítarinn minn.
Eftir þessa miklu rigningu var þó léttir að það var stytt upp og komin sól á sunnudeginum, sem þýddi að tjaldið var þurrt þegar við pökkuðum því. Mikill léttir!
***
Nú er að styttast í sumarfrí hjá mér. Það mun að mestu samanstanda að flakki um landið og það stendur m.a. til að fara á Snæfellsnesið um miðjan júlí. Það gæti þó sett einhverjar áætlanir úr skorðum ef ég þarf að fara til Liverpool einhvern tíma í júlí í pre-season ferð. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður. En mikið verður gott að komast í sumarfrí.