þriðjudagur, apríl 22, 2003
Páskaeggjaátið búið
Og þó fyrr hefði verið. Varð samt ægilega feginn eftirá að hafa ekki keypt eitthvað stærra.
Páskarnir voru annars ljúfir. Byrjuðu á þátttöku í spurningakeppni fjölmiðlanna þar sem við Jói töpuðum fyrir DV í fyrstu umferð. Hefði ekkert haft á móti því að vinna þessa gömlu félaga mína en það átti ekki fyrir mér að liggja. DV komst hins vegar í úrslit keppninnar þannig að ætli við getum ekki vel við unað að hafa aðeins tapað 9-6 fyrir þeim.
Fór síðan í sumarbústað í Úthlíð í Biskupstungum yfir eina nótt. Tengapabbi og konan hans voru með bústaðinn og tóku Líf með sér á miðvikudeginum og síðan fórum við þangað á föstudeginum og komum til baka á laugardeginum. Það var ljúft að komast aðeins út fyrir bæinn og skella sér í heita pottinn í bústaðnum, grilla og drekka bjór. Það klikkar aldrei.
Páskarnir sjálfir gengu svo sinn vanagang. Matur hjá mömmu á páskadag en að öðru leyti algjör leti. Sem mér fannst ég eiga alveg skilið eftir allt puðið í kringum blaðið.
Og talandi um blaðið, þá má auðvitað ekki gleyma að segja frá stórskemmtilegu partýi sem var haldið fyrir starfsmenn Víkurfrétta. Hélt að ég ætti aldrei eftir að skemmta mér svona vel á djammi í Keflavík...en með skemmtilegu fólki er greinilega allt hægt!!
Frjálslyndir
Verð að hrósa þeim fyrir einkar skemmtilegt PR-spin þegar þeir opnuðu kosningarskrifstofu sína í Hafnarfirði með því að gefa fólki fisk í soðið. Þetta varð til þess að það mætti ógrynni af fólki til að fá sér nýveiddan fisk. Þeir fá prik fyrir þetta.
0 comments
Og þó fyrr hefði verið. Varð samt ægilega feginn eftirá að hafa ekki keypt eitthvað stærra.
Páskarnir voru annars ljúfir. Byrjuðu á þátttöku í spurningakeppni fjölmiðlanna þar sem við Jói töpuðum fyrir DV í fyrstu umferð. Hefði ekkert haft á móti því að vinna þessa gömlu félaga mína en það átti ekki fyrir mér að liggja. DV komst hins vegar í úrslit keppninnar þannig að ætli við getum ekki vel við unað að hafa aðeins tapað 9-6 fyrir þeim.
Fór síðan í sumarbústað í Úthlíð í Biskupstungum yfir eina nótt. Tengapabbi og konan hans voru með bústaðinn og tóku Líf með sér á miðvikudeginum og síðan fórum við þangað á föstudeginum og komum til baka á laugardeginum. Það var ljúft að komast aðeins út fyrir bæinn og skella sér í heita pottinn í bústaðnum, grilla og drekka bjór. Það klikkar aldrei.
Páskarnir sjálfir gengu svo sinn vanagang. Matur hjá mömmu á páskadag en að öðru leyti algjör leti. Sem mér fannst ég eiga alveg skilið eftir allt puðið í kringum blaðið.
Og talandi um blaðið, þá má auðvitað ekki gleyma að segja frá stórskemmtilegu partýi sem var haldið fyrir starfsmenn Víkurfrétta. Hélt að ég ætti aldrei eftir að skemmta mér svona vel á djammi í Keflavík...en með skemmtilegu fólki er greinilega allt hægt!!
Frjálslyndir
Verð að hrósa þeim fyrir einkar skemmtilegt PR-spin þegar þeir opnuðu kosningarskrifstofu sína í Hafnarfirði með því að gefa fólki fisk í soðið. Þetta varð til þess að það mætti ógrynni af fólki til að fá sér nýveiddan fisk. Þeir fá prik fyrir þetta.