föstudagur, september 22, 2006
Anfield framundan
Nú laust fyrir kl. 17:30 sest ég upp í flugvél sem flýgur til Manchester. Ég mun hins vegar ekki dvelja í þeirri aumu borg lengur en nauðsynlegt er því tilgangurinn er að dvelja í Liverpool fram á mánudag og sjá Liverpool rústa Tottenham á Anfield á morgun.
Og ég er ekki einu sinni byrjaður að pakka. Mér líður bara alls ekki eins og ég sé að fara neitt. Enda er ég ekki búinn að fá farmiðann í hendur...fæ hann eftir hádegið.
Þetta verður áttunda skiptið sem ég fer á Anfield - og maður verður aldrei leiður á því.
***
Af hverju er allt í einu þögn núna um framtíð NFS? Það kom í fréttum í fyrradag að það yrði tilkynnt um uppsagnir í gær, en ekkert gerðist.
Ég vorkenni verulega þessu fólki sem vinnur þarna, einkum þar sem ég veit hvernig það er að vera í óvissu um starfið. Mér var sagt upp störfum þegar ég vann á DV á sínum tíma vorið 2002, fékk þau skilaboð að kannski myndi þetta allt verða dregið til baka en svo gerðist það ekki. Sá tími var í raun skelfilegt limbó og staða sem ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum.
Hvað sem gerist þá vona ég að það verði áfram öflug fréttaþjónusta á Stöð 2 eða NFS eða hvað þetta nú mun heita. Það er nefnilega ekkert varið í þennan bransa ef samkeppnin er ekki til staðar. Ég er líka mjög sammála G. Pétri þegar hann talar um hversu fáránlegt það er að barma sér undan samkeppninni við RÚV. Menn eiga að nýta samkeppnina til að gera betur, ekki til að væla.
0 comments
Nú laust fyrir kl. 17:30 sest ég upp í flugvél sem flýgur til Manchester. Ég mun hins vegar ekki dvelja í þeirri aumu borg lengur en nauðsynlegt er því tilgangurinn er að dvelja í Liverpool fram á mánudag og sjá Liverpool rústa Tottenham á Anfield á morgun.
Og ég er ekki einu sinni byrjaður að pakka. Mér líður bara alls ekki eins og ég sé að fara neitt. Enda er ég ekki búinn að fá farmiðann í hendur...fæ hann eftir hádegið.
Þetta verður áttunda skiptið sem ég fer á Anfield - og maður verður aldrei leiður á því.
***
Af hverju er allt í einu þögn núna um framtíð NFS? Það kom í fréttum í fyrradag að það yrði tilkynnt um uppsagnir í gær, en ekkert gerðist.
Ég vorkenni verulega þessu fólki sem vinnur þarna, einkum þar sem ég veit hvernig það er að vera í óvissu um starfið. Mér var sagt upp störfum þegar ég vann á DV á sínum tíma vorið 2002, fékk þau skilaboð að kannski myndi þetta allt verða dregið til baka en svo gerðist það ekki. Sá tími var í raun skelfilegt limbó og staða sem ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum.
Hvað sem gerist þá vona ég að það verði áfram öflug fréttaþjónusta á Stöð 2 eða NFS eða hvað þetta nú mun heita. Það er nefnilega ekkert varið í þennan bransa ef samkeppnin er ekki til staðar. Ég er líka mjög sammála G. Pétri þegar hann talar um hversu fáránlegt það er að barma sér undan samkeppninni við RÚV. Menn eiga að nýta samkeppnina til að gera betur, ekki til að væla.
mánudagur, september 18, 2006
Börnin, Bónus og NFS
Var einn með börnin frá fimmtudegi til sunnudags þar sem Rósa fór í saumaklúbbsferð til Kaupmannahafnar. Fannst frábært að fá þennan tíma með þeim, sérstaklega með Sif. En það er ofar mínum skilningi hvernig Rósa hefur farið að því að halda heimili þannig að það sé alltaf snyrtilegt og fínt á sama tíma og hún er að læra á fullu fyrir skólann. Ég er reyndar ekkert svakalega klár í að halda hlutum snyrtilegum og því átti ég fullt í fangi með að gera allt sem ég þurfti að gera. Rósa hlýtur að vera algjör ofurkona...en ég vissi það svosem fyrir.
***
Fór í Bónus á Vellina á sunnudaginn. Sú ferð var óvenjuleg að mörgu leyti, og jafnvel upplýsandi að einhverju leyti.
Í fyrsta lagi var ég þarna á ferðinni rétt fyrir lokun, um sex-leytið. Ég hef aldrei séð jafn mikið af fólki í versluninni og þennan dag. Yfirleitt er frekar rólegt að gera í þessari búð, en nú var alveg snarvitlaust að gera. Sem mér finnst skrítið á þessum tíma. Hvaða skýring ætli sé á þessu?
Ég keypti meðal annars Gerber barnamauk. En Bónus ætlaði að gera mér það erfitt fyrir að nálgast þær. Þær voru nefnilega geymdar efst uppi þannig að ég þurfti að teygja mig verulega langt til að ná í þær. Á meðan var allt fullt af Semper-krukkum á mjög áberandi stöðum. Gerber-krukkurnar eru mun ódýrari svo að ég lagði það á mig að teygja mig í þær. Glotti síðan í laumi og hugsaði: "Þessi aðferð til neyslustýringar dugar allavega ekki á mig!"
Þegar ég var svo að renna vörunum í gegn á kassanum taldi ég að ég þyrfti þrjá poka fyrir vörurnar og var viðbúinn að svara kassadömunni samviskusamlega þegar hún myndi spyrja mig hvað ég vildi fá marga poka. Ég var að setja í poka númer tvö þegar búið er að renna þessu í gegn og daman spyr: "Eru þetta tveir pokar?" Þar sem þessi spurning var alls ekki eftir planinu mínu varð mér bilt við, þannig að það eina sem ég gat stunið upp úr mér var: "Ha?" Þessu hefur hún tekið sem játandi svari, því það næsta sem hún sagði var hvað þetta kostaði.
Ég borgaði og velti því svo fyrir mér hvort að ég ætti að stela þriðja pokanum. En til þess kom ekki - því að ég kom vörunum fyrir í tveimur pokum! Hvaða æðri máttarvöld ætli hafi þarna komið mér til bjargar í þessum sérstaka vandamáli?
Já, það getur verið spennandi að fara í Bónus!!
***
Í opnu bréfi Róberts Marshalls í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag gefur hann það í skyn að mönnum hafi verið boðið að vinna hjá RÚV 12 daga í mánuði á fullum launum. Jafnframt segir hann að starfsmenn NFS vinni meira en starfsmenn RÚV. Í viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2 segir hann að hann hafi þessar upplýsingar frá mönnum sem hafa farið frá NFS yfir á RÚV. Hann sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar frá formannstíð sinni í Blaðamannafélagi Íslands að hinn almenni fréttamaður RÚV ynni 137-140 tíma á mánuði á meðan þeir hjá Stöð 2 og blöðunum ynnu að jafnaði um 170-180 tíma.
Þó að gera megi ýmsar athugasemdir við þetta bréf Róberts ætla ég að láta duga að taka þetta fyrir. Það mátti skilja það á bréfi Róberts að starfsmenn RÚV væru almennt að vinna 12 daga á mánuði á fullum launum. Ef hann var bara að tala um suma starfsmenn þá kom það ekkert sérstaklega skýrt fram. En ef hann hefur þetta frá þeim sem hafa farið frá NFS yfir á RÚV þá koma þrjú nöfn þar til greina (hugsanlega 4-5, en Eva María vann aldrei á NFS og Brynja Þorgeirs er í allt öðrum verkefnum hjá RÚV en í fréttum).
Þórhallur og Helgi Seljan fóru í Kastljósið og ég hef ekki minnstu hugmynd um á hvaða kjörum þeir eru ráðnir. Þórhallur hefur þó sést oftar en 12 daga á mánuði í Útvarpshúsinu. Ingólfur Bjarni er hins vegar á fréttastofu Sjónvarpsins og ég get alveg borið vitni um að hann vinnur meira en 12 daga, enda sú fréttastofa á sama gangi og fréttastofa Útvarpsins.
Hvað vinnutímann hjá fréttamönnum varðar að öðru leyti þá bendi ég á að vinnuskylda mín í ágúst var 160 tímar, en ekki um 140 eins og Róbert heldur fram að sé normið hjá fréttamönnum RÚV. Og minn vinnutími almennt hefur verið mun nær 180 tímum en 140 tímum.
Ég vona að NFS lifi og virði það við Róbert að hann sé að berjast fyrir lífi hennar, þó að deila megi um þessa aðferðafræði við það. En það er afar ósmekklegt að gera það með því að gefa það í skyn að starfsmenn RÚV séu ekki að vinna fyrir kaupinu sínu.
0 comments
Var einn með börnin frá fimmtudegi til sunnudags þar sem Rósa fór í saumaklúbbsferð til Kaupmannahafnar. Fannst frábært að fá þennan tíma með þeim, sérstaklega með Sif. En það er ofar mínum skilningi hvernig Rósa hefur farið að því að halda heimili þannig að það sé alltaf snyrtilegt og fínt á sama tíma og hún er að læra á fullu fyrir skólann. Ég er reyndar ekkert svakalega klár í að halda hlutum snyrtilegum og því átti ég fullt í fangi með að gera allt sem ég þurfti að gera. Rósa hlýtur að vera algjör ofurkona...en ég vissi það svosem fyrir.
***
Fór í Bónus á Vellina á sunnudaginn. Sú ferð var óvenjuleg að mörgu leyti, og jafnvel upplýsandi að einhverju leyti.
Í fyrsta lagi var ég þarna á ferðinni rétt fyrir lokun, um sex-leytið. Ég hef aldrei séð jafn mikið af fólki í versluninni og þennan dag. Yfirleitt er frekar rólegt að gera í þessari búð, en nú var alveg snarvitlaust að gera. Sem mér finnst skrítið á þessum tíma. Hvaða skýring ætli sé á þessu?
Ég keypti meðal annars Gerber barnamauk. En Bónus ætlaði að gera mér það erfitt fyrir að nálgast þær. Þær voru nefnilega geymdar efst uppi þannig að ég þurfti að teygja mig verulega langt til að ná í þær. Á meðan var allt fullt af Semper-krukkum á mjög áberandi stöðum. Gerber-krukkurnar eru mun ódýrari svo að ég lagði það á mig að teygja mig í þær. Glotti síðan í laumi og hugsaði: "Þessi aðferð til neyslustýringar dugar allavega ekki á mig!"
Þegar ég var svo að renna vörunum í gegn á kassanum taldi ég að ég þyrfti þrjá poka fyrir vörurnar og var viðbúinn að svara kassadömunni samviskusamlega þegar hún myndi spyrja mig hvað ég vildi fá marga poka. Ég var að setja í poka númer tvö þegar búið er að renna þessu í gegn og daman spyr: "Eru þetta tveir pokar?" Þar sem þessi spurning var alls ekki eftir planinu mínu varð mér bilt við, þannig að það eina sem ég gat stunið upp úr mér var: "Ha?" Þessu hefur hún tekið sem játandi svari, því það næsta sem hún sagði var hvað þetta kostaði.
Ég borgaði og velti því svo fyrir mér hvort að ég ætti að stela þriðja pokanum. En til þess kom ekki - því að ég kom vörunum fyrir í tveimur pokum! Hvaða æðri máttarvöld ætli hafi þarna komið mér til bjargar í þessum sérstaka vandamáli?
Já, það getur verið spennandi að fara í Bónus!!
***
Í opnu bréfi Róberts Marshalls í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag gefur hann það í skyn að mönnum hafi verið boðið að vinna hjá RÚV 12 daga í mánuði á fullum launum. Jafnframt segir hann að starfsmenn NFS vinni meira en starfsmenn RÚV. Í viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2 segir hann að hann hafi þessar upplýsingar frá mönnum sem hafa farið frá NFS yfir á RÚV. Hann sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar frá formannstíð sinni í Blaðamannafélagi Íslands að hinn almenni fréttamaður RÚV ynni 137-140 tíma á mánuði á meðan þeir hjá Stöð 2 og blöðunum ynnu að jafnaði um 170-180 tíma.
Þó að gera megi ýmsar athugasemdir við þetta bréf Róberts ætla ég að láta duga að taka þetta fyrir. Það mátti skilja það á bréfi Róberts að starfsmenn RÚV væru almennt að vinna 12 daga á mánuði á fullum launum. Ef hann var bara að tala um suma starfsmenn þá kom það ekkert sérstaklega skýrt fram. En ef hann hefur þetta frá þeim sem hafa farið frá NFS yfir á RÚV þá koma þrjú nöfn þar til greina (hugsanlega 4-5, en Eva María vann aldrei á NFS og Brynja Þorgeirs er í allt öðrum verkefnum hjá RÚV en í fréttum).
Þórhallur og Helgi Seljan fóru í Kastljósið og ég hef ekki minnstu hugmynd um á hvaða kjörum þeir eru ráðnir. Þórhallur hefur þó sést oftar en 12 daga á mánuði í Útvarpshúsinu. Ingólfur Bjarni er hins vegar á fréttastofu Sjónvarpsins og ég get alveg borið vitni um að hann vinnur meira en 12 daga, enda sú fréttastofa á sama gangi og fréttastofa Útvarpsins.
Hvað vinnutímann hjá fréttamönnum varðar að öðru leyti þá bendi ég á að vinnuskylda mín í ágúst var 160 tímar, en ekki um 140 eins og Róbert heldur fram að sé normið hjá fréttamönnum RÚV. Og minn vinnutími almennt hefur verið mun nær 180 tímum en 140 tímum.
Ég vona að NFS lifi og virði það við Róbert að hann sé að berjast fyrir lífi hennar, þó að deila megi um þessa aðferðafræði við það. En það er afar ósmekklegt að gera það með því að gefa það í skyn að starfsmenn RÚV séu ekki að vinna fyrir kaupinu sínu.