<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 27, 2006

Kvef

Það var frábært á Anfield. 3-0 sigur og frábær stemning, en það er alltaf toppurinn að upplif stemninguna á Park fyrir leikinn. Hún er alltaf ótrúleg.

Það kom ýmislegt vesen upp í ferðinni, mest af því minniháttar en sumt hefði getað farið mun verr.

* Einn týndi vegabréfinu sínu og farseðlinum á fylleríi fyrsta kvöldið. Farseðillinn fannst daginn eftir en vegabréfið var ekki fundið á mánudagsmorgninum, en við fórum þá um kvöldið. Ég setti hann í að hafa samband við sýslumannsembættið sitt, sem vísaði honum á ræðismann í Liverpool. Áður en til þess kom fannst vegabréfið. Mikið var ég feginn.

* Annar maður gleymdi veskinu sínu í sætisvasa flugvélarinnar. Hann var þar með konu og tveimur dætrum. Allur gjaldeyririnn var í veskinu auk korta. Það bjargaðist með því að dóttir hans var með kort, og var millifært inn á hana.

* Á sunnudagsmorgninum hringdi einn gestur í mig þar sem bróðir hans hafði ekki skilað sér heim um nóttina. Hringdi í sjúkrahús og löggu sem hafði ekki fengið hann á sitt borð. Bað hann um að hinkra þar til síðdegis hvort hann myndi ekki skila sér. Hann gerði það, og hafði þá farið heim með einhverri dömu af skemmtistaðnum sem hann hafði farið á.

* Peningum var stolið af einu herberginu. Það varð að lögreglumáli en verður sennilega ekkert meira.

* Einn strákur lenti í því að glerbrot fundust í morgunmatnum hjá honum.

Það eina sem ég lenti í var að koma með kvef frá Liverpool. Kenni því aðeins um að ég var ekki með viskíið við hendina þegar ég fann að ég var að stíflast!

3 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?