fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Ferðalög, húsasala og (kannski) íbúðarkaup
Það hefur mikið gengið á síðan ég bloggaði síðast. Fyrst var farið til Akureyrar yfir verslunarmannahelgina og þegar ég var búinn að vera heima í þrjá daga héldum við hjónin til Liverpool ásamt tveimur stjórnarmönnum í klúbbnum. Á meðan við vorum úti seldist húsið mitt og í kvöld vorum við Rósa síðan að skoða íbúð sem er mjög líklegt að við gerum tilboð í. En tökum þetta nú fyrir lið fyrir lið.
Akureyri
Árleg pílagrímsför mín til Akureyrar, þar sem Rósa og Líf voru með í för, heppnaðist vel. Við lögðum af stað á fimmtudeginum fyrir verslunarmannahelgi og gistum hjá Heiðu, vinkonu Rósu. Bæði kvöldin sem við vorum þarnar kíktum við aðeins út á lífið, og þá vildi svo til að Elín frænka mín, sem býr hér ásamt Siggu kærustunni sinni, fékk tvær systur sínar í heimsókn og þá var auðvitað tilefni til að fá sér bjór. Á föstudeginum hitti ég þær á Græna hattinum þar sem kántrísöngvarinn Gis var að leika fyrir dansi (hafði verið forvitinn að sjá hann en nú hefur þeirri forvitni verið svalað til eilífðar) og á laugardeginum var slegið upp í partý heima hjá Elínu þar sem var mikið stuð.
Þá þurfti auðvitað að heimsækja ættingjana; ömmu mína, föðursystur og þar fram eftir götunum.
Liverpool
Ferðin til Liverpool var hin skemmtilegasta fyrir utan tvennt. Í fyrsta lagi náði ég engum viðtölum við leikmenn Liverpool þar sem þeir voru ekki á æfingasvæðinu þessa daga sem við vorum þar. Við sáum hins vegar tvær æfingar með liðinu, eina sem var ætluð fyrir fjölmiðla og aðra fyrir aðdáendur. Verð með efni úr því í blaðinu,
Hitt sem var miður skemmtilegt í Liverpool var hitinn. Það hefur verið hitabylgja í Englandi eins og annars staðar og maður varð kyrfilega var við það. Það var mjög heitt á laugardeginum þegar við skelltum okkur á leik Liverpool og Valencia, sem því miður tapaðist 2-0. En það sem var ennþá verra var að á sunnudeginum þegar við komum á Heathrow var slegið hitamet þar, 37 stig, og flugstöðin var ekki loftkæld. Hrein hörmung. En ferðin var annars ánægjuleg og verslanir í Liverpool fóru ekki varhluta af komu Rósu þangað því hún var ansi dugleg í búðunum...sem er gott því þá á Líf loksins föt sem passa almennilega á hana!
Húsið
Við fengum tilboð í húsið okkar á þriðjudag, daginn áður en við fórum út. Tilboðin gengu á víxl þann dag en loks á föstudag, eftir að hafa verið í miklu símasambandi heima, var sæst á kaupverð.
Í kjölfarið var farið að skoða íbúðir á fullu og í gær var meðal annars kíkt í tvær sem okkur leist ekkert á. En í kvöld skoðuðum við íbúð í Áslandinu sem okkur leist vel á. Aðalkosturinn er að það þarf ekkert að gera við hana, þar er allt nýtt og ekkert að spá í viðhald...bara að flytja inn. Og það væri hægt að fá hana afhenta fljótlega, þ.e. áður en við eigum að afhenda húsið, sem er 1. nóvember. Það er ekki ósennilegt að við munum gera tilboð en þetta verður auðvitað nokkuð dýrt....en samt fullkomlega þess virði. Það kemur í ljós hvað af verður.
0 comments
Það hefur mikið gengið á síðan ég bloggaði síðast. Fyrst var farið til Akureyrar yfir verslunarmannahelgina og þegar ég var búinn að vera heima í þrjá daga héldum við hjónin til Liverpool ásamt tveimur stjórnarmönnum í klúbbnum. Á meðan við vorum úti seldist húsið mitt og í kvöld vorum við Rósa síðan að skoða íbúð sem er mjög líklegt að við gerum tilboð í. En tökum þetta nú fyrir lið fyrir lið.
Akureyri
Árleg pílagrímsför mín til Akureyrar, þar sem Rósa og Líf voru með í för, heppnaðist vel. Við lögðum af stað á fimmtudeginum fyrir verslunarmannahelgi og gistum hjá Heiðu, vinkonu Rósu. Bæði kvöldin sem við vorum þarnar kíktum við aðeins út á lífið, og þá vildi svo til að Elín frænka mín, sem býr hér ásamt Siggu kærustunni sinni, fékk tvær systur sínar í heimsókn og þá var auðvitað tilefni til að fá sér bjór. Á föstudeginum hitti ég þær á Græna hattinum þar sem kántrísöngvarinn Gis var að leika fyrir dansi (hafði verið forvitinn að sjá hann en nú hefur þeirri forvitni verið svalað til eilífðar) og á laugardeginum var slegið upp í partý heima hjá Elínu þar sem var mikið stuð.
Þá þurfti auðvitað að heimsækja ættingjana; ömmu mína, föðursystur og þar fram eftir götunum.
Liverpool
Ferðin til Liverpool var hin skemmtilegasta fyrir utan tvennt. Í fyrsta lagi náði ég engum viðtölum við leikmenn Liverpool þar sem þeir voru ekki á æfingasvæðinu þessa daga sem við vorum þar. Við sáum hins vegar tvær æfingar með liðinu, eina sem var ætluð fyrir fjölmiðla og aðra fyrir aðdáendur. Verð með efni úr því í blaðinu,
Hitt sem var miður skemmtilegt í Liverpool var hitinn. Það hefur verið hitabylgja í Englandi eins og annars staðar og maður varð kyrfilega var við það. Það var mjög heitt á laugardeginum þegar við skelltum okkur á leik Liverpool og Valencia, sem því miður tapaðist 2-0. En það sem var ennþá verra var að á sunnudeginum þegar við komum á Heathrow var slegið hitamet þar, 37 stig, og flugstöðin var ekki loftkæld. Hrein hörmung. En ferðin var annars ánægjuleg og verslanir í Liverpool fóru ekki varhluta af komu Rósu þangað því hún var ansi dugleg í búðunum...sem er gott því þá á Líf loksins föt sem passa almennilega á hana!
Húsið
Við fengum tilboð í húsið okkar á þriðjudag, daginn áður en við fórum út. Tilboðin gengu á víxl þann dag en loks á föstudag, eftir að hafa verið í miklu símasambandi heima, var sæst á kaupverð.
Í kjölfarið var farið að skoða íbúðir á fullu og í gær var meðal annars kíkt í tvær sem okkur leist ekkert á. En í kvöld skoðuðum við íbúð í Áslandinu sem okkur leist vel á. Aðalkosturinn er að það þarf ekkert að gera við hana, þar er allt nýtt og ekkert að spá í viðhald...bara að flytja inn. Og það væri hægt að fá hana afhenta fljótlega, þ.e. áður en við eigum að afhenda húsið, sem er 1. nóvember. Það er ekki ósennilegt að við munum gera tilboð en þetta verður auðvitað nokkuð dýrt....en samt fullkomlega þess virði. Það kemur í ljós hvað af verður.