miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Svefn
Svefn getur skipt miklu máli. Ef maður sefur ekki nógu mikið hefur það þau áhrif að maður verður að pína sig til að ganga í verkefni dagsins...og þá er erfitt að vinna þessi verkefni almennilega.
Þetta hefur einmitt verið vandamál hjá mér síðustu daga. Ég hef ekki sofið nógu mikið, því orðið fljótt þreyttur á daginn og fyllst einhverju sleni. Þetta hefur ekki bara átt við um þriðjudagana, þegar ég er nánast alltaf að vinna langt fram eftir kvöldi, heldur einnig aðra daga þar sem ég hef viljað dunda mér við eitthvað frameftir kvöldi með þeim afleiðingum að ég fer of seint að sofa.
Á mánudag var þetta slen orðið ansi mikið þannig að ég ákvað að fara snemma að sofa. Ég hafði fyrst uppi göfug plön um að fara að sofa rúmlega níu en það féll fljótlega um sjálft sig. Mér tókst síðan að koma mér í rúmið um hálf ellefu og sofnaði frekar fljótlega eftir það. Þetta hefði átt að skila mér ágætis svefni en klukkan fimm vaknaði ég við það að dóttir mín var komin upp í til okkar og var að bylta sér. Ég átti erfitt með að sofna aftur eftir það og því fóru þessi göfugu plön fyrir lítið.
Nú er planið að leggja sig í dag til að vera ferskur í kvöld, því að þá er leikur gegn Man. City og síðan stjórnarfundur hjá Liverpool-klúbbnum. Hvort eitthvað verður úr þeim svefnplönum frekar en öðrum verður að koma í ljós.
0 comments
Svefn getur skipt miklu máli. Ef maður sefur ekki nógu mikið hefur það þau áhrif að maður verður að pína sig til að ganga í verkefni dagsins...og þá er erfitt að vinna þessi verkefni almennilega.
Þetta hefur einmitt verið vandamál hjá mér síðustu daga. Ég hef ekki sofið nógu mikið, því orðið fljótt þreyttur á daginn og fyllst einhverju sleni. Þetta hefur ekki bara átt við um þriðjudagana, þegar ég er nánast alltaf að vinna langt fram eftir kvöldi, heldur einnig aðra daga þar sem ég hef viljað dunda mér við eitthvað frameftir kvöldi með þeim afleiðingum að ég fer of seint að sofa.
Á mánudag var þetta slen orðið ansi mikið þannig að ég ákvað að fara snemma að sofa. Ég hafði fyrst uppi göfug plön um að fara að sofa rúmlega níu en það féll fljótlega um sjálft sig. Mér tókst síðan að koma mér í rúmið um hálf ellefu og sofnaði frekar fljótlega eftir það. Þetta hefði átt að skila mér ágætis svefni en klukkan fimm vaknaði ég við það að dóttir mín var komin upp í til okkar og var að bylta sér. Ég átti erfitt með að sofna aftur eftir það og því fóru þessi göfugu plön fyrir lítið.
Nú er planið að leggja sig í dag til að vera ferskur í kvöld, því að þá er leikur gegn Man. City og síðan stjórnarfundur hjá Liverpool-klúbbnum. Hvort eitthvað verður úr þeim svefnplönum frekar en öðrum verður að koma í ljós.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Skrítin helgi
Þessi helgi var að ýmsu leyti óvenjuleg. Heimsókn Jón og Jóa sem fyrirhuguð var á föstudaginn féll niður þannig að ég sat yfir sjónvarpinu með snakkpokann min og horfði á American Idol og svínasúpuna. Þegar ég sat við þessa iðju áttaði ég mig á því hvað var gríðarlega langt síðan ég hafði gert þetta síðast. Miðað við hvað þetta getur bætt mörgum kílóum á mann er vonandi langt þangað til ég geri það aftur. En þetta er notalegt öðru hverju.
Dagurinn eftir fór í að mynda 60 ára afmæli hestamannafélagsins Sörla, fara á bikarúrslitaleik í körfubolta sem Jói bauð mér á (því miður náði hann ekki að skora þriggja stiga körfu og vinna 100 þúsund kall en það gengur bara betur næst!!) og síðan að mynda ball með Brimkló og Pöpunum um kvöldið. Mikið stuð þar...en ég hefði ekki verið í stuði til að skemmta mér þar.
Sunnudagurinn var ljúfari og var ég búinn að sjá fyrir mér notalegt sjónvarpskvöld þar sem ég myndi horfa á helgarsportið, 24 og Popppunkt. Þetta klikkaði hins vegar þegar ég þurfti að fara niður í Álver og mynda vatnsleka. Þar sem ég er búinn að vera mjög spenntur fyrir 24 varð ég hins vegar að horfa á upptöku af þættinum áður en ég færi að sofa...og því sofnaði ég seint og vaknaði grútsyfjaður í morgun. Gaman gaman!
Syfjan er að ná tökum á mér...orka ekki meira í bili
0 comments
Þessi helgi var að ýmsu leyti óvenjuleg. Heimsókn Jón og Jóa sem fyrirhuguð var á föstudaginn féll niður þannig að ég sat yfir sjónvarpinu með snakkpokann min og horfði á American Idol og svínasúpuna. Þegar ég sat við þessa iðju áttaði ég mig á því hvað var gríðarlega langt síðan ég hafði gert þetta síðast. Miðað við hvað þetta getur bætt mörgum kílóum á mann er vonandi langt þangað til ég geri það aftur. En þetta er notalegt öðru hverju.
Dagurinn eftir fór í að mynda 60 ára afmæli hestamannafélagsins Sörla, fara á bikarúrslitaleik í körfubolta sem Jói bauð mér á (því miður náði hann ekki að skora þriggja stiga körfu og vinna 100 þúsund kall en það gengur bara betur næst!!) og síðan að mynda ball með Brimkló og Pöpunum um kvöldið. Mikið stuð þar...en ég hefði ekki verið í stuði til að skemmta mér þar.
Sunnudagurinn var ljúfari og var ég búinn að sjá fyrir mér notalegt sjónvarpskvöld þar sem ég myndi horfa á helgarsportið, 24 og Popppunkt. Þetta klikkaði hins vegar þegar ég þurfti að fara niður í Álver og mynda vatnsleka. Þar sem ég er búinn að vera mjög spenntur fyrir 24 varð ég hins vegar að horfa á upptöku af þættinum áður en ég færi að sofa...og því sofnaði ég seint og vaknaði grútsyfjaður í morgun. Gaman gaman!
Syfjan er að ná tökum á mér...orka ekki meira í bili