fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Viggó hættur
Nú er Viggó hættur að þjálfa Hauka. Ákvörðun hans verður að teljast skiljanleg, því það hlýtur að vera erfitt að stjórna liði vitandi það að stjórnin treystir manni ekki. Það er í raun eins og að vinna uppsagnarfrest...ég hef reynslu af því og veit að það er gríðarlega erfitt að mótívera sig í að vinna sína vinnu þegar maður er með slíkt á bakinu. Og það er jafnvel enn nauðsynlegra í þjálfarastarfinu að vera mótíveraður.
Ég þykist samt vita að Viggó sé þannig maður að það líkar ekki öllum að vinna með honum. Ég man líka eftir því þegar hann kenndi mér leikfimi í Melaskóla þegar ég var 12 ára að þá komst maður ekki upp með neitt múður þegar hann var annars vegar. Og það líkaði ekki öllum við það.
Snjór
Það er aftur byrjað að snjóa. Ég var ekkert sérstaklega ánægður þegar ég þurfti að brjótast um á litlu gulu tíkinni í morgun í umferð sem silaðist áfram en nú er maður einhvern veginn sáttari þegar maður lítur út um gluggann og sér hvernig birtir til. Dóttir mín var í það minnsta mjög spennt í morgun að fara að leika sér í snjónum í leikskólanum.
0 comments
Nú er Viggó hættur að þjálfa Hauka. Ákvörðun hans verður að teljast skiljanleg, því það hlýtur að vera erfitt að stjórna liði vitandi það að stjórnin treystir manni ekki. Það er í raun eins og að vinna uppsagnarfrest...ég hef reynslu af því og veit að það er gríðarlega erfitt að mótívera sig í að vinna sína vinnu þegar maður er með slíkt á bakinu. Og það er jafnvel enn nauðsynlegra í þjálfarastarfinu að vera mótíveraður.
Ég þykist samt vita að Viggó sé þannig maður að það líkar ekki öllum að vinna með honum. Ég man líka eftir því þegar hann kenndi mér leikfimi í Melaskóla þegar ég var 12 ára að þá komst maður ekki upp með neitt múður þegar hann var annars vegar. Og það líkaði ekki öllum við það.
Snjór
Það er aftur byrjað að snjóa. Ég var ekkert sérstaklega ánægður þegar ég þurfti að brjótast um á litlu gulu tíkinni í morgun í umferð sem silaðist áfram en nú er maður einhvern veginn sáttari þegar maður lítur út um gluggann og sér hvernig birtir til. Dóttir mín var í það minnsta mjög spennt í morgun að fara að leika sér í snjónum í leikskólanum.