<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Phil Neal að koma!!

Nú fer árshátíðin að vera verulega spennandi. Phil Neal heiðrar okkur með nærveru sinni. Þetta er auðvitað einn af þeim sem var í gullaldarliði Liverpool í lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda og hann var hægri bakvörður í liðinu þegar ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum. Nú fer hann að bætast í safn þeirra leikmanna sem ég er búinn að hitta frá þessu gullaldarliði, en ég hef nú þegar hitt Ian Rush og Sammy Lee. Þetta verður mikil upplifun og líka frábært fyrir íslenska Púllara að fá svona mann.

Stóra vélhjólamálið

Það hefur mikið verið rætt og ritað um málefni akstursíþrótta í Hafnarfirði, einkum í DV og Fjarðarpóstinum. Ég verð auðvitað að bplanda mér í umfjöllun um þetta líka og verð með frétt um þetta í blaðinu á morgun ásamt grein frá formanni Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar um aðstöðu fyrir vélhjólamenn í Hafnarfirði, sem er í raun ekki til. Þetta er ansi margslungið mál þar sem staða akstursíþrótta á landsvísu er m.a. að gera vélhjólamönnum í Hafnarfirði erfitt fyrir. En meira um þetta í blaðinu á morgun.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?