<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 01, 2006

Vinna

Rúm vika liðin af veru minni hjá RÚV og ég get ekki annað sagt en að mér líki vistin vel. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og skemmtilegt og maður er búinn að lenda nokkrum sinnum í stressi fyrir fréttatíma. Sem er bara gaman. Svo á vaktavinna líka vel við mig. Ráðningin mín er út ágúst og síðan er séð til með framhaldið...en stefnan auðvitað sett á að það verði lengra.

Í þessu samhengi er reyndar gaman að rifja upp ummæli á þessari síðu þegar ég byrjaði að vinna í mínu fyrra starfi hjá Víkurfréttum. Þá skrifaði ég þessi ummæli:

Það sem verður helst hjá mér að gera er að koma mér upp einhverjum kontöktum sem ég get reitt á að muni segja mér frá því ef eitthvað er að gerast. Það er spurning hvernig það á eftir að ganga og ljóst að ég verð að yfirstíga ákveðna eiginlega hjá mér sjálfum, og það verður fróðlegt að sjá hvernig það tekst. Vonandi tekst það vel, því þetta starf er mjög spennandi.

Ég held að þetta eigi líka fullkomlega við þetta starf núna. Munurinn er bara sá að ég ætla mér að vera lengur á núverandi vinnustað en þeim síðasta.

***

Sif heldur áfram að stækka og er nú orðin tveggja mánaða. Það merkilega er eiginlega að mér finnst Líf allt í einu orðin svo stór eftir að Sif kom til sögunnar. Líf hefur reyndar tekið smá ábyrgð líka og er mjög duglega að hjálpa til. Alveg eins og stórar systur eiga að vera!

2 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?