<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Komment frá Gaupa

Er að horfa á endursýningu frá leik FH og Vals á Sýn, þar sem ég var sjálfur að mynda leikinn í dag. Guðjón Guðmundsson og Logi Ólafsson sjá um lýsinguna.

Allan Borgvardt leikmaður FH er dæmdur rangstæður.

Guðjón: Og mér sýnist það vera Pjetur ljósmyndari sem veifar þessa rangstöðu.
Logi: Já, hann þurfti ekki aðdráttarlinsu til að sjá þetta.
Guðjón: Neinei, og ekki er hann með linsur!

Hvað getur maður sagt við svona löguðu??!!

2 comments
Óþarfa áhyggjur

Það er eitt sem fer í taugarnar á mér í sambandi við fótbolta - þegar menn fara að panikka að óþörfu og fara að tala um að það vanti þetta og hitt í liðið þegar einn leikur gengur ekki alveg eins og hann á að ganga.

Ég horfði á leik Liverpool og Sunderland í dag. Bæði í leiknum og eftir hann virtust ansi margir vilja blammera framherjana okkar og benda á frammistöðu þeirra sem skýrt merki um að við þurfum á Owen að halda.

Í fyrsta lagi var ég nokkuð sáttur við Morientes í leiknum. Hann fékk að vísu mjög gott skallafæri sem hann hefði átt að gera meira úr, en hann vann mjög vel frammi og í raun er ekki hægt að saka hann um að hafa ekki reynt. Einn kvartaði yfir því að hann hefði ekkert sést í seinni hálfleik...en ástæðan var einfaldlega sú að hann fékk ekki þær sendingar sem hann þarf að fá...allra síst eftir að Zenden var skipt útaf.

Það virtist líka vera vinsælt að blammera Cisse. Ég get líka samþykkt að hann fékk tvö færi sem hann átti að nýta betur. En í fyrsta lagi þá var hann að spila á kantinum, sem ég er ekki viss um að sé hans staða því að þó að hann sé svakalega fljótur þá er hann ekki nógu góður sendingamaður til að vera hættulegur sem kantmaður. Í öðru lagi skoraði hann mark sem var ranglega dæmt af, og ef það hefði fengið að standa hefðu örugglega allir sem voru að blammera hann farið að tala um að nú væri hann kominn á bragðið og að þetta væri fyrsta markið af tuttugu mörkum hans á tímabilinu.

Menn voru síðan að tala um að leikurinn sem slíkur væri alltof mikið basl. Ég get samþykkt að við hefðum átt að setja annað mark á þá, en ég hafði hins vegar aldrei áhyggjur af leiknum því að Sunderland-menn voru aldrei líklegir til að skora. Aldrei nokkurn tíma.

Það sem ég er einna spenntastur fyrir að sjá núna er hvernig Benitez á eftir að ganga að kaupa hægri kantmanninn sem hann vantar.

Já, ég ætlaði líka að tala um Owen. Ég hefði sannarlega ekkert á móti því að sjá hann aftur í Liverpool-treyju. En mér sýnist Benitez hins vegar vera að taka hárréttan pól í hæðina. Við þurfum hreinlega ekki á framherja að halda, því að þó að við losum okkur við Baros erum við samt ennþá með fimm framherja hjá okkur (Morientes, Cisse, Crouch, Pongolle og Mellor). Það á að hafa forgang að styrkja þær stöður sem þarf að styrkja og því er góður maður á hægri kantinn algjört möst eins og staðan er í dag.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?