fimmtudagur, apríl 10, 2003
Puð framundan
Og það er ekki ofsögum sagt. Fyrst þarf ég að klára blað fyrir mánudagskvöldið og síðan þarf að koma út blaði á föstudeginum eftir páska. Jíhaa!!! Bullandi vinna hjá mér framundan semsagt. En til hvers er maður í þessu ef ekki til að upplifa smástress?
Handboltinn
FH-ingar úr leik, voru rassskelltir af Valsmönnum. Átti von á þeim sterkari miðað við á hvaða skrið þeir voru komnir í deildinni. Þar fór vonin um Hafnarfjarðarslag í úrslitum. Haukarnir náðu hins vegar að knýja fram oddaleik eftir framlengdan leik við Fram og fyrst þeim tókst það þá komast þeir áfram, Haukar tapa ekki tvisvar í röð að Ásvöllum. En það verður erfitt fyrir þá að spila við KA í næstu umferð sem verða úthvíldir eftir að hafa tekið HK í tveimur leikjum. En þetta verður spennandi.
Vinstri grænir
Merkilegt að sá flokkur sem virðist hafa sig mest í frammi með kynningu á sér í blaðinu hjá mér eru vinstri grænir. Ég sendi öllum stjórnmálaflokkum ákall í dag um aðsendar kosningagreinar og er VG þeir einu sem hafa svarað mér og sagt að von sé á einhverju frá þeim. Síðan kíkti ég reyndar á kosningaskrifstofuna þeirra í Hafnarfirði sem þeir voru að opna í dag og notaði svo tækifærið til að taka pólitískt viðtal við Þóreyju Eddu. Það var gaman að tala við hana um pólitík og það væri vissulega athyglisvert ef að hún kæmist á þing, þó að það sé frekar ólíklegt eins og staðan er núna. En ég bíð eftir að aðrir flokkar fari að taka við sér, þó að Frjálslyndir hafi að vísu sent inn eina grein.
Spurningkeppni fjölmiðlanna
Maður er nú farinn að setja sig í stellingar fyrr spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana, en ég og Jói blaðamaður á Víkurfréttum munum keppa þar fyrir hönd Víkurfrétta. Þetta verður í þriðja sinn sem ég tek þátt í keppninni, ég tók fyrst þátt fyrir Bændablaðið fyrir tveimur árum og þá duttum við út í fyrstu umferð og svo aftur með DV í fyrra þar sem við komumst í aðra umferð en duttum þar út fyrir Viltu vinna milljón, sem síðan vann keppnina. Spurning hvernig okkur á eftir að ganga núna...ég bíð allavega spenntur.
0 comments
Og það er ekki ofsögum sagt. Fyrst þarf ég að klára blað fyrir mánudagskvöldið og síðan þarf að koma út blaði á föstudeginum eftir páska. Jíhaa!!! Bullandi vinna hjá mér framundan semsagt. En til hvers er maður í þessu ef ekki til að upplifa smástress?
Handboltinn
FH-ingar úr leik, voru rassskelltir af Valsmönnum. Átti von á þeim sterkari miðað við á hvaða skrið þeir voru komnir í deildinni. Þar fór vonin um Hafnarfjarðarslag í úrslitum. Haukarnir náðu hins vegar að knýja fram oddaleik eftir framlengdan leik við Fram og fyrst þeim tókst það þá komast þeir áfram, Haukar tapa ekki tvisvar í röð að Ásvöllum. En það verður erfitt fyrir þá að spila við KA í næstu umferð sem verða úthvíldir eftir að hafa tekið HK í tveimur leikjum. En þetta verður spennandi.
Vinstri grænir
Merkilegt að sá flokkur sem virðist hafa sig mest í frammi með kynningu á sér í blaðinu hjá mér eru vinstri grænir. Ég sendi öllum stjórnmálaflokkum ákall í dag um aðsendar kosningagreinar og er VG þeir einu sem hafa svarað mér og sagt að von sé á einhverju frá þeim. Síðan kíkti ég reyndar á kosningaskrifstofuna þeirra í Hafnarfirði sem þeir voru að opna í dag og notaði svo tækifærið til að taka pólitískt viðtal við Þóreyju Eddu. Það var gaman að tala við hana um pólitík og það væri vissulega athyglisvert ef að hún kæmist á þing, þó að það sé frekar ólíklegt eins og staðan er núna. En ég bíð eftir að aðrir flokkar fari að taka við sér, þó að Frjálslyndir hafi að vísu sent inn eina grein.
Spurningkeppni fjölmiðlanna
Maður er nú farinn að setja sig í stellingar fyrr spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana, en ég og Jói blaðamaður á Víkurfréttum munum keppa þar fyrir hönd Víkurfrétta. Þetta verður í þriðja sinn sem ég tek þátt í keppninni, ég tók fyrst þátt fyrir Bændablaðið fyrir tveimur árum og þá duttum við út í fyrstu umferð og svo aftur með DV í fyrra þar sem við komumst í aðra umferð en duttum þar út fyrir Viltu vinna milljón, sem síðan vann keppnina. Spurning hvernig okkur á eftir að ganga núna...ég bíð allavega spenntur.
miðvikudagur, apríl 09, 2003
Meira test
Er nú bara nokkuð sáttur við þetta.
Switzerland -
A neutral power for as long as most can remember,
it has avoided war for several centuries.
However, it is still considered highly advanced
and a global power.
Positives:
Judicial.
Neutrality.
World-Renouned.
Powerful without Force.
Makes Excellent Watches, Etc.
Negatives:
Target of Ridicule.
Constant Struggle to Avoid Conflict.
Target of Criminal Bank Accounts.
Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla
0 comments
Er nú bara nokkuð sáttur við þetta.
Switzerland -
A neutral power for as long as most can remember,
it has avoided war for several centuries.
However, it is still considered highly advanced
and a global power.
Positives:
Judicial.
Neutrality.
World-Renouned.
Powerful without Force.
Makes Excellent Watches, Etc.
Negatives:
Target of Ridicule.
Constant Struggle to Avoid Conflict.
Target of Criminal Bank Accounts.
Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla
þriðjudagur, apríl 08, 2003
Ja hérna
Get ekki stillt mig um að setja þetta inn.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Þú ert jarðbundinn hugsjónamaður, sem kann að
skemmta sér þegar færi gefst.
Taktu "Hvaða frambjóðandi Vinstri - grænna ert þú" prófið
Afar athyglisvert í ljósi þess að ég var með Kolbeini í íslensku í Háskólanum fyrir átta árum. Hann hefur greinilega haft svona mikil áhrif á mig!!
0 comments
Get ekki stillt mig um að setja þetta inn.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Þú ert jarðbundinn hugsjónamaður, sem kann að
skemmta sér þegar færi gefst.
Taktu "Hvaða frambjóðandi Vinstri - grænna ert þú" prófið
Afar athyglisvert í ljósi þess að ég var með Kolbeini í íslensku í Háskólanum fyrir átta árum. Hann hefur greinilega haft svona mikil áhrif á mig!!
mánudagur, apríl 07, 2003
Snöggur
Sko mig. Nú líður ekki sólarhringur á milli færslna. Ótrúlegt. En kannski er þetta af því að Rósa ákvað að fara í bíó, fyrst ég tók upp á því að vera heima að kvöldi til!
Manni finnst þetta annars alltaf jafn merkilegt með þetta blessaða blað. Þegar föstudagurinn er búinn er maður með áhyggjur yfir því að hafa ekki nóg efni, en þegar mánudagurinn er búinn hefur maður áhyggjur a fþví að koma ekki öllu efninu fyrir sem maður þyrfti að koma fyrir. Þannig var þetta allavega í dag. Á morgun verð ég í standandi vandræðum með að púsla öllu efninu inn í blaðið.
Fór að mynda hús í Garðabæ þar sem sprenging hafði orðið. Þar var reyndar lítið annað að sjá en lögreglulínu sem mátti ekki fara yfir þannig að ég veit ekki hversu nothæf sú mynd verður. Svo var ég í óða önn að skrifa viðtalið við frönsku stelpuna og síðan að byrja að setja upp blaðið. Botnleðjuviðtalið verður sennilega að bíða næsta blaðs...þó veit maður aldrei.
Kókosbollur
Þessu merkilega fyrirbæri kynntist ég á ný í dag og það var auðvitað dæmi um það hversu líkt við hjónin eigum það til að hugsa. Ég kem heim í hádeginu eins og ég geri gjarnan, opna einn skápinn og við blasir kókosbolla í pakka. Þar var aðeins ein bolla eftir af fjórum sem höfðu verið í pakkanum einhvern tíman. Mig fer samstundis að langa í þetta, stenst ekki freistinguna og fæ mér hana í eftirmat. Seinna um daginn þegar ég tala við Rósu lýsir hún því yfir að hún hafi verið hálf sár út í mig því að hún hafi verið að hugsa um þessa kókosbollu í allan dag en síðan gripið í tómt þegar hún ætlaði að gæða sér á henni. Það er allavega nokkuð ljóst að næstu vikurnar getur hún keypt kókosbollur í friði fyrir mér...ég get ekki étið þetta nema með löngu millibili. Ótrúlegt hvernig maður getur fengið margra vikna skammt af einhverju svona. Þetta er svipað með kókosbollur og bjúgu...maður getur ekki borðað þetta nema á nokkra vikna fresti.
Sumafrí
Ég fæ reyndar ekki langt frí í sumar, en vika er þó betra en ekkert. Erum að reyna að fá sumarbústað leigðan einhvern tíman í sumar en það ætlar ekki að reynast auðvelt, í það minnsta ekki bústað með heitum potti. Rósa sótti um hjá kennurum en við erum ekki sérstaklega bjartsýn á að fá þar...hún er ekki búin að vinna það lengi sem kennari. Svo er það spurning um að reyna að sækja um bústaði annarra aðildarfélaga Fjölmiðlasambandsins...langar ekki sérstaklega í Blaðamannafélagsbústaðina vegna heita-pott-leysis.
Spennandi pælingar, ekki satt?
0 comments
Sko mig. Nú líður ekki sólarhringur á milli færslna. Ótrúlegt. En kannski er þetta af því að Rósa ákvað að fara í bíó, fyrst ég tók upp á því að vera heima að kvöldi til!
Manni finnst þetta annars alltaf jafn merkilegt með þetta blessaða blað. Þegar föstudagurinn er búinn er maður með áhyggjur yfir því að hafa ekki nóg efni, en þegar mánudagurinn er búinn hefur maður áhyggjur a fþví að koma ekki öllu efninu fyrir sem maður þyrfti að koma fyrir. Þannig var þetta allavega í dag. Á morgun verð ég í standandi vandræðum með að púsla öllu efninu inn í blaðið.
Fór að mynda hús í Garðabæ þar sem sprenging hafði orðið. Þar var reyndar lítið annað að sjá en lögreglulínu sem mátti ekki fara yfir þannig að ég veit ekki hversu nothæf sú mynd verður. Svo var ég í óða önn að skrifa viðtalið við frönsku stelpuna og síðan að byrja að setja upp blaðið. Botnleðjuviðtalið verður sennilega að bíða næsta blaðs...þó veit maður aldrei.
Kókosbollur
Þessu merkilega fyrirbæri kynntist ég á ný í dag og það var auðvitað dæmi um það hversu líkt við hjónin eigum það til að hugsa. Ég kem heim í hádeginu eins og ég geri gjarnan, opna einn skápinn og við blasir kókosbolla í pakka. Þar var aðeins ein bolla eftir af fjórum sem höfðu verið í pakkanum einhvern tíman. Mig fer samstundis að langa í þetta, stenst ekki freistinguna og fæ mér hana í eftirmat. Seinna um daginn þegar ég tala við Rósu lýsir hún því yfir að hún hafi verið hálf sár út í mig því að hún hafi verið að hugsa um þessa kókosbollu í allan dag en síðan gripið í tómt þegar hún ætlaði að gæða sér á henni. Það er allavega nokkuð ljóst að næstu vikurnar getur hún keypt kókosbollur í friði fyrir mér...ég get ekki étið þetta nema með löngu millibili. Ótrúlegt hvernig maður getur fengið margra vikna skammt af einhverju svona. Þetta er svipað með kókosbollur og bjúgu...maður getur ekki borðað þetta nema á nokkra vikna fresti.
Sumafrí
Ég fæ reyndar ekki langt frí í sumar, en vika er þó betra en ekkert. Erum að reyna að fá sumarbústað leigðan einhvern tíman í sumar en það ætlar ekki að reynast auðvelt, í það minnsta ekki bústað með heitum potti. Rósa sótti um hjá kennurum en við erum ekki sérstaklega bjartsýn á að fá þar...hún er ekki búin að vinna það lengi sem kennari. Svo er það spurning um að reyna að sækja um bústaði annarra aðildarfélaga Fjölmiðlasambandsins...langar ekki sérstaklega í Blaðamannafélagsbústaðina vegna heita-pott-leysis.
Spennandi pælingar, ekki satt?
sunnudagur, apríl 06, 2003
Bloggfall
Þetta er búin að vera dálítið löng fjarvera. Tímaleysi? Kannski....eða þreyta....mikil vinna....eitthvað bara.
Það hefur reyndar verið mikið að gera upp á síðkastið, sumt ánægjulegt og annað mjög ánægjulegt. Það ánægjulegasta er trúlega að taka þátt í að koma Ingibjörgu konunni hans tengdapabba á óvart með því að halda henni óvænt fimmtugsafmæli. Það er reyndar Vignir mágur minn sem á mestan heiðurinn af þessu en þetta var virkilega gaman, ekki hvað síst að sjá hvað hún var innilega glöð yfir þessu og átti innilega ekki von á þessu. Veislan var síðan hin skemmtilegasta...maður var ekki einu sinni þunnur daginn eftir!!
Liverpool
Þrátt fyrir úrslit gærdagsins ætla ég ekki að sleppa þessari umræðu núna. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, þ.e. þetta stór sigur United, þó að þeir hafi vissulega átt skilið að vinna leikinn. En að missa fyrirliðann útaf með rautt spjald á þriðju mínútu á Old Trafford og fá vítaspyrnu í ofanálag sem skorað var úr er nokkuð sem ég efast um að nokkurt lið geti komið sér út úr. Og samt vorum við ótrúlega nálægt því í fyrri hálfleik. Eftir að við fengum svo annað víti á okkur var þetta endanlega búið og ekkert skrítið að menn gæfust upp yfir þessu. Það sem fer svo í taugarnar á mér eru alls kyns vitleysingar sem kalla sig stuðningsmenn Liverpool sem eru að glotta yfir þessu tapi og segja að nú verði að fara að reka Houllier. Þessir svokölluðu stuðningsmenn eru ekki að sýna mikinn stuðning með svona háttalagi og ættu í raun bara að fara að halda með Everton eða einhverjum álíka ófögnuði. Þið afsakið stóru orðin, en þetta fór verulega í taugarnar á mér.
Boltafall
Það hefur ekki verið mikið um fína drætti í Sheffield Sunday frá þynkutímanum ógurlega fyrir hálflum mánuði. Heldur fámennt var í tímanum í síðustu viku, ég mætti einn og var ekki hress með að þurfa að fara í fýluferð frá Hafnarfirði. Í dag féll svo tími niður vegna móts í íþróttahúsinu. Maður er því búinn að vera hreyfingarlaus ansi lengi og spurning hvernig formið verður á manni eftir viku.
Vinnan
Brjáluð eins og venjulega. Viðtal við Halla í Botnleðju í dag, viðtal við franska stelpu í gær (sjá næsta blað :)) og myndataka á lokadögum íþróttaskóla FH og Hauka. Annars þetta venjulega, en jafnframt skemmtilega puð. Fengum m.a. bankarán að skrifa um sem virðist reyndar vera að upplýsast, fyrst og fremst vegna þess að ræninginn eyddi víst drjúgri stund daginn áður í að skoða aðstæður og það náðist líka á eftirlitsmyndavélunum! Minnir hálfpartinn á þegar nokkrir menn tóku sig til og rændu hraðbanka við Kennaraháskólann fyrir nokkrum árum. Allt var þaulskipulagt, lyftari var notaður við verknaðinn og þeir óku á brott með stútfullann hraðbanka. Ræningjarnir náðust síðan þar sem einn þeirra hafði notað debetkortið sitt til að komast inn að hraðbankanum. Stórskemmtilegt!
Nú er að sjá hvort maður geti gert þetta eitthvað reglulegar framvegis...ekki treysta því samt!
0 comments
Þetta er búin að vera dálítið löng fjarvera. Tímaleysi? Kannski....eða þreyta....mikil vinna....eitthvað bara.
Það hefur reyndar verið mikið að gera upp á síðkastið, sumt ánægjulegt og annað mjög ánægjulegt. Það ánægjulegasta er trúlega að taka þátt í að koma Ingibjörgu konunni hans tengdapabba á óvart með því að halda henni óvænt fimmtugsafmæli. Það er reyndar Vignir mágur minn sem á mestan heiðurinn af þessu en þetta var virkilega gaman, ekki hvað síst að sjá hvað hún var innilega glöð yfir þessu og átti innilega ekki von á þessu. Veislan var síðan hin skemmtilegasta...maður var ekki einu sinni þunnur daginn eftir!!
Liverpool
Þrátt fyrir úrslit gærdagsins ætla ég ekki að sleppa þessari umræðu núna. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, þ.e. þetta stór sigur United, þó að þeir hafi vissulega átt skilið að vinna leikinn. En að missa fyrirliðann útaf með rautt spjald á þriðju mínútu á Old Trafford og fá vítaspyrnu í ofanálag sem skorað var úr er nokkuð sem ég efast um að nokkurt lið geti komið sér út úr. Og samt vorum við ótrúlega nálægt því í fyrri hálfleik. Eftir að við fengum svo annað víti á okkur var þetta endanlega búið og ekkert skrítið að menn gæfust upp yfir þessu. Það sem fer svo í taugarnar á mér eru alls kyns vitleysingar sem kalla sig stuðningsmenn Liverpool sem eru að glotta yfir þessu tapi og segja að nú verði að fara að reka Houllier. Þessir svokölluðu stuðningsmenn eru ekki að sýna mikinn stuðning með svona háttalagi og ættu í raun bara að fara að halda með Everton eða einhverjum álíka ófögnuði. Þið afsakið stóru orðin, en þetta fór verulega í taugarnar á mér.
Boltafall
Það hefur ekki verið mikið um fína drætti í Sheffield Sunday frá þynkutímanum ógurlega fyrir hálflum mánuði. Heldur fámennt var í tímanum í síðustu viku, ég mætti einn og var ekki hress með að þurfa að fara í fýluferð frá Hafnarfirði. Í dag féll svo tími niður vegna móts í íþróttahúsinu. Maður er því búinn að vera hreyfingarlaus ansi lengi og spurning hvernig formið verður á manni eftir viku.
Vinnan
Brjáluð eins og venjulega. Viðtal við Halla í Botnleðju í dag, viðtal við franska stelpu í gær (sjá næsta blað :)) og myndataka á lokadögum íþróttaskóla FH og Hauka. Annars þetta venjulega, en jafnframt skemmtilega puð. Fengum m.a. bankarán að skrifa um sem virðist reyndar vera að upplýsast, fyrst og fremst vegna þess að ræninginn eyddi víst drjúgri stund daginn áður í að skoða aðstæður og það náðist líka á eftirlitsmyndavélunum! Minnir hálfpartinn á þegar nokkrir menn tóku sig til og rændu hraðbanka við Kennaraháskólann fyrir nokkrum árum. Allt var þaulskipulagt, lyftari var notaður við verknaðinn og þeir óku á brott með stútfullann hraðbanka. Ræningjarnir náðust síðan þar sem einn þeirra hafði notað debetkortið sitt til að komast inn að hraðbankanum. Stórskemmtilegt!
Nú er að sjá hvort maður geti gert þetta eitthvað reglulegar framvegis...ekki treysta því samt!