föstudagur, júní 10, 2005
Brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við hjónin fimm ára brúðkaupsafmæli. Ætlum að því tilefni að fara út að borða og gista á hóteli.
Við höfum verið svakalega léleg við að halda upp á svona merkisdaga og ákváðum því að gera eitthvað í þessu núna. Mér veitir heldur ekki af því að komast aðeins í burtu eftir törn síðustu daga...en það er að vísu að styttast í sumarfrí þannig að þá fær maður aðeins að hlaða batteríin.
En þetta verður allaveg ljúft og fín tilbreyting frá hversdagslegu amstri.
***
Annar hamingjudagur var í dag því að nú fékk það endanlega úr því skorið að Liverpool verður í meistaradeildinni. Liðið þarf hins vegar að hefja keppni í 1. umferð forkeppninnar sem mun riðla plönum um æfingaferðir sem til stóð að fara í.
Er ekki málið núna að leggjast bara á bæn og vona að Liverpool mæti FH?? :)
3 comments
Í dag eigum við hjónin fimm ára brúðkaupsafmæli. Ætlum að því tilefni að fara út að borða og gista á hóteli.
Við höfum verið svakalega léleg við að halda upp á svona merkisdaga og ákváðum því að gera eitthvað í þessu núna. Mér veitir heldur ekki af því að komast aðeins í burtu eftir törn síðustu daga...en það er að vísu að styttast í sumarfrí þannig að þá fær maður aðeins að hlaða batteríin.
En þetta verður allaveg ljúft og fín tilbreyting frá hversdagslegu amstri.
***
Annar hamingjudagur var í dag því að nú fékk það endanlega úr því skorið að Liverpool verður í meistaradeildinni. Liðið þarf hins vegar að hefja keppni í 1. umferð forkeppninnar sem mun riðla plönum um æfingaferðir sem til stóð að fara í.
Er ekki málið núna að leggjast bara á bæn og vona að Liverpool mæti FH?? :)
fimmtudagur, júní 09, 2005
Snyrtimennska
...er nokkuð sem ég hef aldrei verið sérstaklega þekktur fyrir. Þeir sem hafa komið inn á skrifstofu mína sjá yfirleitt allt í drasli. Aðalorsökin fyrir því drasli er reyndar sú að dagblöðin eru ótrúlega fljót að safnast fyrir ef maður hendir þeim ekki um leið. Ingi hefur alltaf komið með Fréttablaðið að heim og síðan eru Mogginn, DV og Blaðið borin í vinnuna. Fyrir utan svo eintökin af Víkurfréttum, bæði af mínu svæði og af Suðurnesjunum. Ef maður gáir ekki að sér hækka staflarnir á ótrúlega skömmum tíma.
Nýjasti maðurinn inni á skrifstofunni, Valur Jónatansson, sem er vefstjóri á kylfing.is, hefur kvartað mikið yfir þessu, enda um annálaðan snyrtipinna að ræða. Því fékk ég á endanum snyrtikast, sem fólst í mun meiru en venjulegri tiltekt. Valur var búinn að tala um ýmsa skrifstofuhluti sem hann hafði vantað, m.a. geisladiska og plastmöppum til að geyma þá í. Þá vantaði hann líka bakka til að geyma pappíra. Ég ákvað í kjölfarið að panta aðeins meira af þeim og nota þá undir blöðin.
Nú er komið semsagt bakkasystem sem er þannig að blöðin eru geymd í þremur bökkum og eru blöð dagsins í dag í efsta bakkanum. Síðan eru þau færð neðar þangað til þeim er svo hent. Vonast er til að þetta dragi úr ruslinu.
Tímabundið er þetta farið að hafa þau áhrif að borðið mitt er snyrtilegra en borðið hans Vals núna. Vonandi endist það eitthvað áfram...fyrst og fremst af því að það er betra að hafa snyrtilegt í kringum sig þegar einhver kemur í heimsókn.
***
Kíkti í kvöld örsnöggt á tvo viðburði á Björtum dögum. Fyrst fór ég á fönkkvöld í Gamla bókasafninu. Ég hafði greinilega ekki lesið kynninguna alveg nógu vel því að ég hélt að þar ættu að fara fram tónleikar (kannski fóru þeir fram seinna, eftir að ég var farinn). Þetta reyndist hins vegar vera fyrirlestur frá Samma í Jagúar, sem var reyndar skemmtilegur og ég hefði gjarnan viljað hlusta á hann lengur. Hafði líka gaman af að sjá Samma. Við vorum saman í tónlistarskóla FÍH á sínum tíma og vorum á svipuðu róli þann tíma sem ég var í skólanum. Ég hélt einhvern veginn aldrei að hann myndi leggja tónlistina fyrir sig en hann hefur gert það svo um munar, því hann hefur verið að gera frábæra hluti.
Kíkti síðan á ljóðakvöld í Hafnarfjarðarleikhúsinu og það er líka eitthvað sem ég hefði viljað vera á bara til að njóta þess sem boðið var upp á. Skáld sem ég þekkti ekki var þar að fara með einhvers konar prósaljóð sem hljómaði ágætlega. Verst að geta bara droppað inn á svona viðburði.
Frábært annars hvað Bjartir dagar eru farnir að festa sig vel í sessi í Hafnarfirði. Þeir sem hafa komið þessu á koppinn eiga mikið hrós skilið og dagskráin er orðin mjög metnaðarfull. Maður er stoltur Hafnfirðingur á svona stundum.
0 comments
...er nokkuð sem ég hef aldrei verið sérstaklega þekktur fyrir. Þeir sem hafa komið inn á skrifstofu mína sjá yfirleitt allt í drasli. Aðalorsökin fyrir því drasli er reyndar sú að dagblöðin eru ótrúlega fljót að safnast fyrir ef maður hendir þeim ekki um leið. Ingi hefur alltaf komið með Fréttablaðið að heim og síðan eru Mogginn, DV og Blaðið borin í vinnuna. Fyrir utan svo eintökin af Víkurfréttum, bæði af mínu svæði og af Suðurnesjunum. Ef maður gáir ekki að sér hækka staflarnir á ótrúlega skömmum tíma.
Nýjasti maðurinn inni á skrifstofunni, Valur Jónatansson, sem er vefstjóri á kylfing.is, hefur kvartað mikið yfir þessu, enda um annálaðan snyrtipinna að ræða. Því fékk ég á endanum snyrtikast, sem fólst í mun meiru en venjulegri tiltekt. Valur var búinn að tala um ýmsa skrifstofuhluti sem hann hafði vantað, m.a. geisladiska og plastmöppum til að geyma þá í. Þá vantaði hann líka bakka til að geyma pappíra. Ég ákvað í kjölfarið að panta aðeins meira af þeim og nota þá undir blöðin.
Nú er komið semsagt bakkasystem sem er þannig að blöðin eru geymd í þremur bökkum og eru blöð dagsins í dag í efsta bakkanum. Síðan eru þau færð neðar þangað til þeim er svo hent. Vonast er til að þetta dragi úr ruslinu.
Tímabundið er þetta farið að hafa þau áhrif að borðið mitt er snyrtilegra en borðið hans Vals núna. Vonandi endist það eitthvað áfram...fyrst og fremst af því að það er betra að hafa snyrtilegt í kringum sig þegar einhver kemur í heimsókn.
***
Kíkti í kvöld örsnöggt á tvo viðburði á Björtum dögum. Fyrst fór ég á fönkkvöld í Gamla bókasafninu. Ég hafði greinilega ekki lesið kynninguna alveg nógu vel því að ég hélt að þar ættu að fara fram tónleikar (kannski fóru þeir fram seinna, eftir að ég var farinn). Þetta reyndist hins vegar vera fyrirlestur frá Samma í Jagúar, sem var reyndar skemmtilegur og ég hefði gjarnan viljað hlusta á hann lengur. Hafði líka gaman af að sjá Samma. Við vorum saman í tónlistarskóla FÍH á sínum tíma og vorum á svipuðu róli þann tíma sem ég var í skólanum. Ég hélt einhvern veginn aldrei að hann myndi leggja tónlistina fyrir sig en hann hefur gert það svo um munar, því hann hefur verið að gera frábæra hluti.
Kíkti síðan á ljóðakvöld í Hafnarfjarðarleikhúsinu og það er líka eitthvað sem ég hefði viljað vera á bara til að njóta þess sem boðið var upp á. Skáld sem ég þekkti ekki var þar að fara með einhvers konar prósaljóð sem hljómaði ágætlega. Verst að geta bara droppað inn á svona viðburði.
Frábært annars hvað Bjartir dagar eru farnir að festa sig vel í sessi í Hafnarfirði. Þeir sem hafa komið þessu á koppinn eiga mikið hrós skilið og dagskráin er orðin mjög metnaðarfull. Maður er stoltur Hafnfirðingur á svona stundum.
miðvikudagur, júní 08, 2005
Blind sker
Við Rósa horfðum á Blind sker, myndina um Bubba Morthens, á sunnudag.
Mér fannst þetta fín mynd. Hún var nokkuð upplýsandi og ýmislegt í henni sem maður vissi ekki. Skildi reyndar ekki alveg þessi innskot inn á milli, eins og þegar Markús Örn átti að vera að tala við Bubba þegar hann var lítill, en í heild fannst mér hún fín. Bubbi er alltaf flottur.
***
Reyndi að taka til á skrifstofunni í dag, en draslið er ótrúlega fljótt að safnast þar fyrir. Það kemur svo mikið af blöðum, þrjú dagblöð á dag auk þess sem þarf að halda utan um okkar eigin blað og henda af þeim skammti. Ef maður slugsar við þetta safnast bunkarnir fyrir á borðinu. Nú á hins vegar að reyna að koma systemi á þetta og henda reglulega blöðunum. Annað eins hefur að vísu verið reynt án árangurs þannig að það þarf að koma í ljós hvernig til tekst núna.
***
Liverpool-blað er komið á rekspöl, en ég hafði stefnt að því að það færi í prentun á mánudaginn var. Það gekk ekki eftir og nú er stefnt á næsta mánudag. Það er svosem í lagi, enda á að gera mikið úr Evrópumeistaratitlinum og miklu skiptir að þetta verði gert vel. Það verður samt gaman að sjá útkomuna þegar að því kemur.
***
Ræddi við Sigga fyrrverandi nágranna um hljómsveitarmál. Allt strandar á því að það fæst hvergi æfingahúsnæði. Var á hverfafundi með Lúðvíki bæjarstjóra í síðustu viku og hann upplýsti að þetta væri vandamál...það væri ekki til húsnæði fyrir allar þær hljómsveitir sem þess óskuðu eftir að gamla bæjarútgerðin var rifin. Og ég sem hélt að allt væri fullt af tómu atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði...eða það hefur kannski eitthvað breyst?
0 comments
Við Rósa horfðum á Blind sker, myndina um Bubba Morthens, á sunnudag.
Mér fannst þetta fín mynd. Hún var nokkuð upplýsandi og ýmislegt í henni sem maður vissi ekki. Skildi reyndar ekki alveg þessi innskot inn á milli, eins og þegar Markús Örn átti að vera að tala við Bubba þegar hann var lítill, en í heild fannst mér hún fín. Bubbi er alltaf flottur.
***
Reyndi að taka til á skrifstofunni í dag, en draslið er ótrúlega fljótt að safnast þar fyrir. Það kemur svo mikið af blöðum, þrjú dagblöð á dag auk þess sem þarf að halda utan um okkar eigin blað og henda af þeim skammti. Ef maður slugsar við þetta safnast bunkarnir fyrir á borðinu. Nú á hins vegar að reyna að koma systemi á þetta og henda reglulega blöðunum. Annað eins hefur að vísu verið reynt án árangurs þannig að það þarf að koma í ljós hvernig til tekst núna.
***
Liverpool-blað er komið á rekspöl, en ég hafði stefnt að því að það færi í prentun á mánudaginn var. Það gekk ekki eftir og nú er stefnt á næsta mánudag. Það er svosem í lagi, enda á að gera mikið úr Evrópumeistaratitlinum og miklu skiptir að þetta verði gert vel. Það verður samt gaman að sjá útkomuna þegar að því kemur.
***
Ræddi við Sigga fyrrverandi nágranna um hljómsveitarmál. Allt strandar á því að það fæst hvergi æfingahúsnæði. Var á hverfafundi með Lúðvíki bæjarstjóra í síðustu viku og hann upplýsti að þetta væri vandamál...það væri ekki til húsnæði fyrir allar þær hljómsveitir sem þess óskuðu eftir að gamla bæjarútgerðin var rifin. Og ég sem hélt að allt væri fullt af tómu atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði...eða það hefur kannski eitthvað breyst?
mánudagur, júní 06, 2005
Olíssport
Var að horfa á Olíssport núna. Hálfur þátturinn fór í að heimsækja íslenska landsliðið í fótbolta og gekk þátturinn aðallega út á að kanna hvernig heiti potturinn var sem þeir voru í, hver væri loðnastur á bringunni og hvað þeir borðuðu. Það er allt í lagi að hafa fimm mínútna innslag af svona efni, en ekki 15 mínútur - það verður asskoti leiðingjarnt.
Ég sé svo að ég hefði átt að sækja um sumarafleysingadjobb á Sýn miðað við gaurinn sem þeir eru að bjóða upp á sem umsjónarmann þáttarins. Hann vaggar sér til og frá í stólnum og virðist varla geta komið setningu frá sérskammlaust. Menn geta auðvitað verið í einhverjum byrjunarörðugleikum þegar menn eru að byrja í sjónvarpi en menn ættu þó að geta í það minnsta talað almennilega til að fá vinnu í ljósvakamiðlum.
***
Datt inn í þáttinn með Silvíu Nótt á Skjá einum. Þátturinn er þannig að eftir fimm mínútur liður manni svo illa að maður verður hreinlega að skipta um stöð. Þegar ég sá hins vegar þættinum hrósað í hástert í fjölmiðlapistli í Fréttablaðinu fór ég að velta því fyrir mér hvort að þetta gæti orðið einn af þessum þáttum sem enginn skilur í byrjun en allir fara svo að fíla eftir nokkur skipti. Ég sé það reyndar ekki gerast með þennan þátt...en ég hef reyndar aldrei verið mjög spámannlega vaxinn.
***
Tveir dagar í að ákvörðun liggi fyrir um hvort Liverpool fái að vera með í meistaradeildinni. Ef það er vilji til þess hjá UEFA þá finna menn leið til þess.
2 comments
Var að horfa á Olíssport núna. Hálfur þátturinn fór í að heimsækja íslenska landsliðið í fótbolta og gekk þátturinn aðallega út á að kanna hvernig heiti potturinn var sem þeir voru í, hver væri loðnastur á bringunni og hvað þeir borðuðu. Það er allt í lagi að hafa fimm mínútna innslag af svona efni, en ekki 15 mínútur - það verður asskoti leiðingjarnt.
Ég sé svo að ég hefði átt að sækja um sumarafleysingadjobb á Sýn miðað við gaurinn sem þeir eru að bjóða upp á sem umsjónarmann þáttarins. Hann vaggar sér til og frá í stólnum og virðist varla geta komið setningu frá sérskammlaust. Menn geta auðvitað verið í einhverjum byrjunarörðugleikum þegar menn eru að byrja í sjónvarpi en menn ættu þó að geta í það minnsta talað almennilega til að fá vinnu í ljósvakamiðlum.
***
Datt inn í þáttinn með Silvíu Nótt á Skjá einum. Þátturinn er þannig að eftir fimm mínútur liður manni svo illa að maður verður hreinlega að skipta um stöð. Þegar ég sá hins vegar þættinum hrósað í hástert í fjölmiðlapistli í Fréttablaðinu fór ég að velta því fyrir mér hvort að þetta gæti orðið einn af þessum þáttum sem enginn skilur í byrjun en allir fara svo að fíla eftir nokkur skipti. Ég sé það reyndar ekki gerast með þennan þátt...en ég hef reyndar aldrei verið mjög spámannlega vaxinn.
***
Tveir dagar í að ákvörðun liggi fyrir um hvort Liverpool fái að vera með í meistaradeildinni. Ef það er vilji til þess hjá UEFA þá finna menn leið til þess.