miðvikudagur, júní 23, 2004
Annir
Bara þetta venjulega eftir blogghlé sem er lengra en góðu hófi gegnir. Var að skila af mér öðru 24 síðna blaðinu í röð...og er frekar lúinn eftir þetta!
Kosningar
Var rétt áðan að kjósa utan kjörfundar í forsetakosningunum og er það í fyrsta sinn sem ég geri það. Þegar ég beið í röðinni hjá Sýslumanninum labbaði ungur maður út sem virtist vera að tala við mömmu sína og sagði frekar reiðilega: "Ég hélt að það væri bannað að tengja nafn við atkvæði!" Ég skildi ekki alveg viðkvæmnina og eftir að ég var búinn að kjósa skyldi ég hana ennþá síður.
Þannig er að þegar maður kemur á kjörstað er maður spurður um skilríki, nafnið svo skrifað niður, maður verður að kvitta undir eitthvað og svo fær maður umslag og kjörseðil. Þegar maður er svo búinn að fylla kjörseðilinn út er miðinn sem maður kvittar á brotinn saman utan um umslagið og síðan stingur maður þessu í kjörkassann.
Og hvað í ósköpunum er svona rangt við þetta? Það verður auðvitað að sjást hverjir hafa kosið utan kjörfundar og einnig hvenær síðasta atkvæðinu var skilað því að maður má víst kjósa eins oft og maður vill utan kjörfundar. Hvaða líkur eru á því að einhver fari að garfa í þessum atkvæðum og hugsa "aha, þessi kaus Ástþór. Hann getur ekki verið með öllum mjalla, við ráðum ekki svona menn í vinnu!" Skil bara ekki svona viðkvæmni.
EM og Liverpool
Það er ekki fyrr búið að létta af einum áhyggjum af Liverpool (ráðningu Rafael Benitez, sem reyndar var búið að liggja fyrir lengi), en aðrar áhyggjur taka við, þ.e. hvort Gerrard fari til Chelsea. Eins hræðilegt og það yrði nú að sjá Gerrard í Chelski-búningnum þá er ég þeirrar skoðunar að Liverpool hafi ekkert að gera við leikmenn sem vilja ekki spila fyrir félagið. Ef Gerrard vill fara, þá má hann það. Það þýðir að hann vill ekki spila fyrir Liverpool. Einfalt mál í mínum huga. En ég bíð með alla sleggjudóma þangað til eitthvað hefur heyrst um þetta mál frá Gerrard og/eða Liverpool. Finnst þessi þögn reyndar dálítið áhyggjuefni.
Hvað varðar EM þá kom ekkert á óvart að Ítalir væru með samsæriskenningar eftir 2-2 jafntefli Svía og Dana í gær. Mér finnst þetta bara lýsa því að ef Ítalir hefðu sjálfir verið í stöðu annaðhvort Dana eða Svía þá myndu þeir reyna að semja um þessi úrslit. Ég persónulega var hins vegar himinsæll með þetta. Í fyrsta lagi leiðist mér hvernig Ítalar spila, sérstaklega eftir að vera komnir 1-0 yfir, og var mjög ánægður með hversu flatt þeir fóru á taktíkinni gegn Svíum. Í öðru lagi var augljóst á leiknum að bæði Danir og Svíar vildu vinna þennan leik. Ég er ánægður með það hingað til hvaða lið hafa komist áfram í milliriðla nema að ég hefði viljað sjá Spánverja áfram fremur en Grikki. Nú vona ég að Hollendingar komist áfram í kvöld með Tékkum.
0 comments
Bara þetta venjulega eftir blogghlé sem er lengra en góðu hófi gegnir. Var að skila af mér öðru 24 síðna blaðinu í röð...og er frekar lúinn eftir þetta!
Kosningar
Var rétt áðan að kjósa utan kjörfundar í forsetakosningunum og er það í fyrsta sinn sem ég geri það. Þegar ég beið í röðinni hjá Sýslumanninum labbaði ungur maður út sem virtist vera að tala við mömmu sína og sagði frekar reiðilega: "Ég hélt að það væri bannað að tengja nafn við atkvæði!" Ég skildi ekki alveg viðkvæmnina og eftir að ég var búinn að kjósa skyldi ég hana ennþá síður.
Þannig er að þegar maður kemur á kjörstað er maður spurður um skilríki, nafnið svo skrifað niður, maður verður að kvitta undir eitthvað og svo fær maður umslag og kjörseðil. Þegar maður er svo búinn að fylla kjörseðilinn út er miðinn sem maður kvittar á brotinn saman utan um umslagið og síðan stingur maður þessu í kjörkassann.
Og hvað í ósköpunum er svona rangt við þetta? Það verður auðvitað að sjást hverjir hafa kosið utan kjörfundar og einnig hvenær síðasta atkvæðinu var skilað því að maður má víst kjósa eins oft og maður vill utan kjörfundar. Hvaða líkur eru á því að einhver fari að garfa í þessum atkvæðum og hugsa "aha, þessi kaus Ástþór. Hann getur ekki verið með öllum mjalla, við ráðum ekki svona menn í vinnu!" Skil bara ekki svona viðkvæmni.
EM og Liverpool
Það er ekki fyrr búið að létta af einum áhyggjum af Liverpool (ráðningu Rafael Benitez, sem reyndar var búið að liggja fyrir lengi), en aðrar áhyggjur taka við, þ.e. hvort Gerrard fari til Chelsea. Eins hræðilegt og það yrði nú að sjá Gerrard í Chelski-búningnum þá er ég þeirrar skoðunar að Liverpool hafi ekkert að gera við leikmenn sem vilja ekki spila fyrir félagið. Ef Gerrard vill fara, þá má hann það. Það þýðir að hann vill ekki spila fyrir Liverpool. Einfalt mál í mínum huga. En ég bíð með alla sleggjudóma þangað til eitthvað hefur heyrst um þetta mál frá Gerrard og/eða Liverpool. Finnst þessi þögn reyndar dálítið áhyggjuefni.
Hvað varðar EM þá kom ekkert á óvart að Ítalir væru með samsæriskenningar eftir 2-2 jafntefli Svía og Dana í gær. Mér finnst þetta bara lýsa því að ef Ítalir hefðu sjálfir verið í stöðu annaðhvort Dana eða Svía þá myndu þeir reyna að semja um þessi úrslit. Ég persónulega var hins vegar himinsæll með þetta. Í fyrsta lagi leiðist mér hvernig Ítalar spila, sérstaklega eftir að vera komnir 1-0 yfir, og var mjög ánægður með hversu flatt þeir fóru á taktíkinni gegn Svíum. Í öðru lagi var augljóst á leiknum að bæði Danir og Svíar vildu vinna þennan leik. Ég er ánægður með það hingað til hvaða lið hafa komist áfram í milliriðla nema að ég hefði viljað sjá Spánverja áfram fremur en Grikki. Nú vona ég að Hollendingar komist áfram í kvöld með Tékkum.