<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 27, 2003

Hvað er þetta?

Blogger bara búinn að breyta um lúkk. Spurningin hvort mér takist að senda það sem ég ætla að senda. Það verður að koma í ljós.

Slysafótbolti

Í fótboltanum í síðustu viku urðu sennilega alvarlegustu meiðslin sem hafa orðið í sögu þessa bolta. Bjartur og Þórir hoppuðu saman upp í skallaeinvígi, en þeir eru í raun þeir einu sem hoppa af verulegum krafti upp í slíka bolta. Þetta gat auðvitað ekki endað með öðru en ósköpum, hausarnir skullu saman með hrikalegum smelli með þeim afleiðingum að skurður kom milli augnanna á Þóri svo að blæddi óhuggulega mikið. Frétti svo að það þurfti að suma sjö spor.

Í tímanum í gær mætti síðan Eyvi, sem var með okkur fyrir nokkrum árum. Og það er ekki hægt að segja að hann hafi verið boðinn sérstaklega velkominn. Fyrst meiddist hann tvisvar á sömu löppinni, síðan fékk hann boltann í eyrað (reyndar frá mér) og síðan framan í sig frá Gunnari. Afar athyglisvert. Hann sagðist þó ætla að mæta næst, þ.e. ef húsið verður ekki komið í sumarfrí þá.

Víkingahátíð

VIð fjölskyldan kíktum á víkingahátíð Fjörukráarinnar á laugardaginn og þar var mikið í gangi. Ekki spilti fyrir að ég var að taka myndir og gat því komið fjölskyldunni frítt inn! En þar gerðist það að Rósa fór til spákonu sem spáði því að húsið okkar myndi seljast fyrir mánaðamótin (fyrir þá sem ekki vissu það þá er húsið okkar á sölu). Ég á afar bágt með að trúa þessu því við vorum búin að setja okkur í stellingar um að ekkert gerðist fyrr en í haust (sem er allt í lagi því að okkur liggur ekkert á). En tveim dögum eftir þennan spádóm var hringt frá fasteignasölunni þar sem við vorum spurð hvort að við hefðum áhuga á skiptum á fjögurra herbergja íbúð uppi á Holti. Þetta var fólk sem hafði skoðað fyrir nokkrum vikum og var mjög jákvætt. Við höfum vel að merkja ekki áhuga á að flytja upp á holt og sögðum fasteignasölunni það. En þetta þýðir að ef þessi spádómur á að ganga eftir verður húsið að seljast á mánudaginn...sem er afar hæpið. En ef það gerist þá ætla ég að panta tíma hjá þessari spákonu!!

Blaðið

Sá aðsenda grein í Fjarðarpóstinum í gær þar sem Víkurfréttir í Hafnarfirði er kallað "Suðurnesjablað". Get reyndar ekki trúað öðru en að þetta sé að undirlagi ritstjóra þess blaðs. Það er í það minnsta ekki mikið af Suðurnesjafréttum í blaðinu mínu, ég held bara ekki neitt. Merkilegt hvað fólk getur verið ómerkilegt í því sem það segir. Ritstjórinn ætti frekar að reyna að einbeita sér að því að gera blaðið sitt skárra.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?