<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Annað bloggfall

Jæja, nú eru næstum því tvær vikur frá síðasta bloggi. Ástæðan fyrir því er sambland af önnum í vinnunni og því að ég hef ekki komið mér nógu tímanlega á lappir. En akkúrat í dag er hvorugt uppi á teningnum.

Hillur og skúffur

Annirnar í vinnunni hafa m.a. falist í því að setja saman hillur og skúffur sem við vorum loks að fá í hús eftir að hafa kvabbað lengi um slíkt. Það hefur lent á mér að setja þetta saman og er ég nú búinn að setja saman báða hillusamstæðurnar og eina af þremur skúffusamstæðum. Það er ferlega leiðinlegt að setja saman það fyrst en svo miklu skemmtilegra með þá næstu því að þá veit maður hvernig þetta er gert og er miklu fljótari að því. En síðan verður maður að læra að nota þetta og þar með minnka draslið, sem hefur verið yfirdrifið í þessu herbergi sem ég er með starfsaðstöðu í.

Maður er ekkert sérstaklega innblásinn núna...greinilegt að maður er kominn úr bloggæfingu...vonandi gef ég mér tækifæri til að komast í hana aftur.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?