laugardagur, nóvember 12, 2005
Hitt og þetta
Helstu fréttir síðan ég bloggaði síðast:
Aukaverkefninu margumtalaða hefur verið frestað til næsta árs af óviðráðanlegum orsökum. Aldrei að vita nema að greint verði frá því hér þegar það kemst á rekspöl aftur.
***
Við Rósa fórum til Kaupmannahafnar um síðustu helgi ásamt megninu af starfsfólki Víkurfrétta í nokkurs konar árshátíðarferð. Hafði ekki komið til Köben síðan ég var 14 ára en er afar sáttur við þessar ferð. Mun vilja koma aftur þangað, finnst þetta skemmtileg en róleg borg og kann í raun prýðilega við mig þar. Manni leið að vísu ekki eins og maður væri í útlöndum þessa helgi. Það var ekki þverfótað þarna fyrir Íslendingum, bæði vegna þess að margir voru að fara á tónleika með Sálinni og þarna var líka fullt af Haukamönnum sem voru að fara til Århus að sjá Hauka steinliggja þar.
Sálartónleikarnir voru líka hinir skemmtilegustu. Ég var kannski aðallega stoltur af Rósu, komin tæpa sjö mánuði á leið en náði samt að halda út til að verða hálf þrjú. Kannski hefur það gefið aukinn kraft að Hulda Rún og Vignir skelltu sér á Sálina líka og var mikil gleði að hitta þau þar. En ferðin var í það minnsta mjög fín.
***
Vinnan brjáluð eins og venjulega. Nú er allt á fullu vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þeir eru töluvert öflugri en Samfylkingin í kynningum, aðallega af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi var Samfylkingarmönnum bannað að auglýsa fyrir sitt prófkjör á meðan Sjálfstæðismenn mega gera það og í öðru lagi eru tveir að berjast um fyrsta sætið og fjórir um annað sætið hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan engin barátta var um þrjú efstu sætin hjá Samfylkingunni, og reyndar ekki heldur um sjötta sætið. Það er því töluvert meiri spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna og nánast ógjörningur að segja til um úrslit.
***
Viskíbyrgðirnar eru farnar að aukast hjá mér eftir síðustu utanlandsferðir...meira að segja svo mikið að konan er farin að kvarta. Spurning hvort það sé þá ekki kominn tími til að maður fari að halda næsta pókerkvöld?
2 comments
Helstu fréttir síðan ég bloggaði síðast:
Aukaverkefninu margumtalaða hefur verið frestað til næsta árs af óviðráðanlegum orsökum. Aldrei að vita nema að greint verði frá því hér þegar það kemst á rekspöl aftur.
***
Við Rósa fórum til Kaupmannahafnar um síðustu helgi ásamt megninu af starfsfólki Víkurfrétta í nokkurs konar árshátíðarferð. Hafði ekki komið til Köben síðan ég var 14 ára en er afar sáttur við þessar ferð. Mun vilja koma aftur þangað, finnst þetta skemmtileg en róleg borg og kann í raun prýðilega við mig þar. Manni leið að vísu ekki eins og maður væri í útlöndum þessa helgi. Það var ekki þverfótað þarna fyrir Íslendingum, bæði vegna þess að margir voru að fara á tónleika með Sálinni og þarna var líka fullt af Haukamönnum sem voru að fara til Århus að sjá Hauka steinliggja þar.
Sálartónleikarnir voru líka hinir skemmtilegustu. Ég var kannski aðallega stoltur af Rósu, komin tæpa sjö mánuði á leið en náði samt að halda út til að verða hálf þrjú. Kannski hefur það gefið aukinn kraft að Hulda Rún og Vignir skelltu sér á Sálina líka og var mikil gleði að hitta þau þar. En ferðin var í það minnsta mjög fín.
***
Vinnan brjáluð eins og venjulega. Nú er allt á fullu vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þeir eru töluvert öflugri en Samfylkingin í kynningum, aðallega af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi var Samfylkingarmönnum bannað að auglýsa fyrir sitt prófkjör á meðan Sjálfstæðismenn mega gera það og í öðru lagi eru tveir að berjast um fyrsta sætið og fjórir um annað sætið hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan engin barátta var um þrjú efstu sætin hjá Samfylkingunni, og reyndar ekki heldur um sjötta sætið. Það er því töluvert meiri spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna og nánast ógjörningur að segja til um úrslit.
***
Viskíbyrgðirnar eru farnar að aukast hjá mér eftir síðustu utanlandsferðir...meira að segja svo mikið að konan er farin að kvarta. Spurning hvort það sé þá ekki kominn tími til að maður fari að halda næsta pókerkvöld?