fimmtudagur, janúar 13, 2005
Gleðilegt ár
Jæja, nýtt ár komið fyrir lifandis löngu. Ég strengi yfirleitt aldrei áramótaheit, og geri það ekki núna, en ég ætla mér að vera duglegri í blogginu á þessu ári og vinna minna en ég gerði á síðasta ári. En það er ekki heit, því að ég veit ekki hvort ég get staðið við það. Það kemur bara í ljós.
Nýr bíll
Helstu persónulegu stórtíðindi ársins eru án efa kaup fjölskyldunnar á nýju Toyota Corolla Wagon. Það hefur lengi verið draumur okkar að eignast station-bíl og nú þegar ég er búinn að vinna mér inn svo miklar aukatekjur þótti tilvalið að nota þær í þetta.
Þetta er eitt dæmið um hvernig maður endar með því að gera eitthvað sem maður ætlaði alls ekki að gera. Við höfðum alltaf hugsað okkur að kaupa tveggja ára bíl, vitandi það að nýr bíll fellur um 200 þúsund í verði um leið og hann er keyrður út af bílasölunni. Hins vegar er Toyota með tilboð þessa dagana á nýjum bílum, auk þess sem það er þriggja ára ábyrgð á honum sem felur í sér visst öryggi. Því skelltum við okkur á þetta með bílaláni til þriggja ára. Bíllinn er auðvitað algjör draumur og verður mest spennandi að keyra á honum út á land í sumar.
Morientes
Nú eru kaupin á Fernando Morientes til Liverpool loksins orðin klár. Það er langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir kaupum á leikmanni eins og þessum. Nú er loksins kominn leikmaður í staðinn fyrir Owen og þetta er einmitt sú týpa af framherja sem okkur vantaði. Ef hann skorar tvö á móti Man. Utd. á laugardag á ég eftir að brjálast af fögnuði. En ég er mjög bjartsýnn og þetta á eftir að koma okkur til mjög góða. Það verður allaveg einhver brjálæðislegur tilfinningapistill skrifaður hér eftir leikinn ef þetta verður raunin!
Djamm
Ég hef verið í djammfríi frá áramótum, enda veitti ekki af þar sem ég var orðinn full duglegur í drykkjunni milli jóla og nýárs. Á þriðjudeginum var nefnilega spilakvöld og bjór hjá vinahjónum, á miðvikudeginum var bjór og pool með vinnufélögunum og á fimmtudeginum var bjór, viskí og póker með Jóni Heiðar, Jóa og Arnari í einu sveiflukenndasta spilakvöldi sem ég hef orðið vitni af, þar sem Arnar hafði fyrst allt af okkur og endaði svo með því að tapa öllu. Ég var frekar rólegur um áramótin og hef ekkert farið út í ofneyslu áfengis síðan, og veit reyndar ekki hvenær það stendur til næst. Herrakvöld Hauka er að vísu um aðra helgi....spurning hvort maður leggur í það.
Skaupið...
Þó að langt sé um liðið verð ég að minnast á áramótaskaup sjónvarpsins, sem var að mínu mati eitt það besta í mörg ár. Mjög sniðugt að láta marga leika sjálfa sig og Davíð Oddsson átti sérstakan stórleik. Greinilegt að þeir Spaugstofumenn eru ekki dauðir úr öllum æðum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi þeirra.
0 comments
Jæja, nýtt ár komið fyrir lifandis löngu. Ég strengi yfirleitt aldrei áramótaheit, og geri það ekki núna, en ég ætla mér að vera duglegri í blogginu á þessu ári og vinna minna en ég gerði á síðasta ári. En það er ekki heit, því að ég veit ekki hvort ég get staðið við það. Það kemur bara í ljós.
Nýr bíll
Helstu persónulegu stórtíðindi ársins eru án efa kaup fjölskyldunnar á nýju Toyota Corolla Wagon. Það hefur lengi verið draumur okkar að eignast station-bíl og nú þegar ég er búinn að vinna mér inn svo miklar aukatekjur þótti tilvalið að nota þær í þetta.
Þetta er eitt dæmið um hvernig maður endar með því að gera eitthvað sem maður ætlaði alls ekki að gera. Við höfðum alltaf hugsað okkur að kaupa tveggja ára bíl, vitandi það að nýr bíll fellur um 200 þúsund í verði um leið og hann er keyrður út af bílasölunni. Hins vegar er Toyota með tilboð þessa dagana á nýjum bílum, auk þess sem það er þriggja ára ábyrgð á honum sem felur í sér visst öryggi. Því skelltum við okkur á þetta með bílaláni til þriggja ára. Bíllinn er auðvitað algjör draumur og verður mest spennandi að keyra á honum út á land í sumar.
Morientes
Nú eru kaupin á Fernando Morientes til Liverpool loksins orðin klár. Það er langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir kaupum á leikmanni eins og þessum. Nú er loksins kominn leikmaður í staðinn fyrir Owen og þetta er einmitt sú týpa af framherja sem okkur vantaði. Ef hann skorar tvö á móti Man. Utd. á laugardag á ég eftir að brjálast af fögnuði. En ég er mjög bjartsýnn og þetta á eftir að koma okkur til mjög góða. Það verður allaveg einhver brjálæðislegur tilfinningapistill skrifaður hér eftir leikinn ef þetta verður raunin!
Djamm
Ég hef verið í djammfríi frá áramótum, enda veitti ekki af þar sem ég var orðinn full duglegur í drykkjunni milli jóla og nýárs. Á þriðjudeginum var nefnilega spilakvöld og bjór hjá vinahjónum, á miðvikudeginum var bjór og pool með vinnufélögunum og á fimmtudeginum var bjór, viskí og póker með Jóni Heiðar, Jóa og Arnari í einu sveiflukenndasta spilakvöldi sem ég hef orðið vitni af, þar sem Arnar hafði fyrst allt af okkur og endaði svo með því að tapa öllu. Ég var frekar rólegur um áramótin og hef ekkert farið út í ofneyslu áfengis síðan, og veit reyndar ekki hvenær það stendur til næst. Herrakvöld Hauka er að vísu um aðra helgi....spurning hvort maður leggur í það.
Skaupið...
Þó að langt sé um liðið verð ég að minnast á áramótaskaup sjónvarpsins, sem var að mínu mati eitt það besta í mörg ár. Mjög sniðugt að láta marga leika sjálfa sig og Davíð Oddsson átti sérstakan stórleik. Greinilegt að þeir Spaugstofumenn eru ekki dauðir úr öllum æðum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi þeirra.