fimmtudagur, október 16, 2003
Nethörmungarsagan heldur áfram
Síminn og netið komst í lag í íbúðinni minni á föstudaginn. Á mánudaginn hætti svo netsambandið að virka þar sem ég virtist ekki komast í samband við Og Vodafone. Það var hringt í þá og þeir sögðu að vandamálið væri í módeminu. Fyrst létu þeir mig setja það upp aftur og þegar það bar ekki tilætlaðan árangur sögðu þeir að módemið værí líklega bilað og að ég þyrfti að fá nýtt. Ég hef reyndar grun um að bilun sé hjá þeim og mágur minn, sem er ágætlega inni í tölvum, var sama sinnis. Ég mun allavega reyna að fá það staðfest áður en ég fer að brölta með allt draslið til þeirra. Ef grunur minn reynist réttur er það enn ein "rósin" í hnappagat þessa fyrirtækis.
Lárus Guðmundsson
Það var aðeins eitt sem pirraði mig meira við landsleikinn á laugardaginn en dómaraskandallinn. Það var Lárus Guðmundsson. Hann opinberaði það endanlega í þessari lýsingu að hann hefur ekki hundsvit á fótbolta. Ekki bara að hann skyldi réttlæta það að markið var dæmt af Íslendingum. Það sem var líka málið var að í hvert sinn sem einhverj Þjóðverji kom við Íslending þá kom "Þetta ætti nú að vera aukaspyrna, það á nú að dæma brot á þetta," en þó að Íslendingarnir væru að tækla eins og þeirra er von og vísa var ekkert sagt. Fyrir utan það að það er eitthvað við þennan mann sem fer svakalega í taugarnar á mér. Hvernig Lárus varð einhver sérfræðingur í fótbolta hjá RÚV er mér gjörsamlega óskiljanlegt því miðað við hvað hann spilaði þessa íþrótt lengi hefur hann ótrúlega lítið vit á henni.
0 comments
Síminn og netið komst í lag í íbúðinni minni á föstudaginn. Á mánudaginn hætti svo netsambandið að virka þar sem ég virtist ekki komast í samband við Og Vodafone. Það var hringt í þá og þeir sögðu að vandamálið væri í módeminu. Fyrst létu þeir mig setja það upp aftur og þegar það bar ekki tilætlaðan árangur sögðu þeir að módemið værí líklega bilað og að ég þyrfti að fá nýtt. Ég hef reyndar grun um að bilun sé hjá þeim og mágur minn, sem er ágætlega inni í tölvum, var sama sinnis. Ég mun allavega reyna að fá það staðfest áður en ég fer að brölta með allt draslið til þeirra. Ef grunur minn reynist réttur er það enn ein "rósin" í hnappagat þessa fyrirtækis.
Lárus Guðmundsson
Það var aðeins eitt sem pirraði mig meira við landsleikinn á laugardaginn en dómaraskandallinn. Það var Lárus Guðmundsson. Hann opinberaði það endanlega í þessari lýsingu að hann hefur ekki hundsvit á fótbolta. Ekki bara að hann skyldi réttlæta það að markið var dæmt af Íslendingum. Það sem var líka málið var að í hvert sinn sem einhverj Þjóðverji kom við Íslending þá kom "Þetta ætti nú að vera aukaspyrna, það á nú að dæma brot á þetta," en þó að Íslendingarnir væru að tækla eins og þeirra er von og vísa var ekkert sagt. Fyrir utan það að það er eitthvað við þennan mann sem fer svakalega í taugarnar á mér. Hvernig Lárus varð einhver sérfræðingur í fótbolta hjá RÚV er mér gjörsamlega óskiljanlegt því miðað við hvað hann spilaði þessa íþrótt lengi hefur hann ótrúlega lítið vit á henni.