<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 10, 2006

Þreyttur

Ég er merkilega lúinn eftir þessa helgi þó að ég hafi ekki tekið neitt tiltakanlega á því. Veit ekki hvort að tapið á móti Everton hafi tekið svona mikinn kraft úr mér.

Fór með Jóni Heiðari á föstudaginn á myndina um Jón Pál. Mæli hiklaust með henni, bæði þar sem hún sýnir þessa goðsögn að mörgu leyti í nýju ljósi og vegna þess að maður áttar sig þá á því hversu stórt nafn hann var í aflraunaheiminum. Sérstaklega mögnuð er lýsingin á síðustu mánuðum og árum ævi hans, þar sem ýmislegt hefur greinilega gengið á.

Eftir myndina kíktum við Jón á Ölstofuna í bjór og viskí. Það klikkar náttúrulega aldrei.

***

Síðan kom blessaður laugardagurinn með þessum ömurlega leik á móti Everton. Sem við förum ekkert nánar út í.

***

Í dag var ég að lýsa leik í Keflavík á Rás 2 og síðan taka viðtal fyrir Sjónvarpið. Svo "skemmtilega" vildi til að ég tók viðtal við Leif Garðarsson þjálfara Fylkis, sem ég þekki ágætlega, en hann er skólarstjóri Áslandsskóla, sem dóttir mín er í, og ég var í ágætum samskiptum við hann þegar ég var á Víkurfréttum. Það versta við þetta var hins vegar að Leifur er harðasti Everton-maður landsins og þurfti því að minnast á leikinn í gær. En það var svosem við því að búast.

***

Nú er hins vegar Liverpool-blað að klárast og eins og venjulega er ég að klára það á síðustu stundu og með það í algjörum skít. En við sjáumst hvernig þetta kemur út.

***

Jæja, best að fara að hvíla sig eftir þessa áreinslulitlu helgi, eða þannig.

5 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?