þriðjudagur, júní 01, 2004
Stjóraskipti
Uppgötvaði fyrir nokkrum dögum eftir síðustu færslu að mér hafði láðst að segja nokkuð um stjóraskiptin hjá Liverpool. Mín skoðun á þeim er eiginlega sú að það fer eftir því hver tekur við hvort þetta er gott eða slæmt. Og ef Benitez er að taka við, eins og ýmislegt bendir til samkvæmt fjölmiðlum, yrði ég afar sáttur. Ég sé að hluta til eftir Houllier, en hann er búinn að byggja góða grunn og vonandi ber annar stjóri gæfu til að byggja ofan á þann grunn.
Gönguferð
Við fjölskyldan tókum góða gönguferð í dag. Löbbuðum að heiman niður í Snælandsvídeó til að skila spólu og löbbuðum síðan upp í Hvammablokkina til Ágústu vinkonu Rósu og fengum þar kaffi. Löbbuðum þaðan heim yfir göngubrúna yfir nýju Reykjanesbrautina. Góð gönguferð og ég er bara ekki með neinar harðsperrur eftir þetta, sem er bara mesta furða. Mjög ljúft og gaman að labba um Hafnarfjörð, sérstaklega þar sem eru komnir einhverjir stígar!
Þynka
Þrátt fyrir góð fyrirheit var tekið aðeins á því á laugardagskvöldið. Við buðum nánustu fjölskyldu í síðbúinn afmælismat og smá partý á eftir, og mættu þangað 13 manns. Á þessu kvöldi fór einn og hálfur kassi af bjór, sjö rauðvínsflöskur og tvær hvítvínsflöskur, hálf viskíflasta, hálfur koníakspeli og einn fjórði af Baileys (restin af þeirri flösku, annars hefði örugglega farið meira). Ég slapp með hausverk en Rósa slapp ekki eins vel daginn eftir. Alveg ótrúlegt hvað góð fyrirheit geta farið fyrir lítið. En nú tekur maður pásu í þessum málum...það er bara ekki annað hægt...held ég.
0 comments
Uppgötvaði fyrir nokkrum dögum eftir síðustu færslu að mér hafði láðst að segja nokkuð um stjóraskiptin hjá Liverpool. Mín skoðun á þeim er eiginlega sú að það fer eftir því hver tekur við hvort þetta er gott eða slæmt. Og ef Benitez er að taka við, eins og ýmislegt bendir til samkvæmt fjölmiðlum, yrði ég afar sáttur. Ég sé að hluta til eftir Houllier, en hann er búinn að byggja góða grunn og vonandi ber annar stjóri gæfu til að byggja ofan á þann grunn.
Gönguferð
Við fjölskyldan tókum góða gönguferð í dag. Löbbuðum að heiman niður í Snælandsvídeó til að skila spólu og löbbuðum síðan upp í Hvammablokkina til Ágústu vinkonu Rósu og fengum þar kaffi. Löbbuðum þaðan heim yfir göngubrúna yfir nýju Reykjanesbrautina. Góð gönguferð og ég er bara ekki með neinar harðsperrur eftir þetta, sem er bara mesta furða. Mjög ljúft og gaman að labba um Hafnarfjörð, sérstaklega þar sem eru komnir einhverjir stígar!
Þynka
Þrátt fyrir góð fyrirheit var tekið aðeins á því á laugardagskvöldið. Við buðum nánustu fjölskyldu í síðbúinn afmælismat og smá partý á eftir, og mættu þangað 13 manns. Á þessu kvöldi fór einn og hálfur kassi af bjór, sjö rauðvínsflöskur og tvær hvítvínsflöskur, hálf viskíflasta, hálfur koníakspeli og einn fjórði af Baileys (restin af þeirri flösku, annars hefði örugglega farið meira). Ég slapp með hausverk en Rósa slapp ekki eins vel daginn eftir. Alveg ótrúlegt hvað góð fyrirheit geta farið fyrir lítið. En nú tekur maður pásu í þessum málum...það er bara ekki annað hægt...held ég.