miðvikudagur, júní 18, 2003
Bloggládeyða
Alveg agalega skrítið að þessar bloggsíður sem ég sæki hvað mest hafa verið hálf dauðar upp á síðkastið. Er sumardoðinn farinn að gera vart við sig hjá mönnum? Veit ekki. Gæti hugsanlega verið þannig hjá mér þar sem ég hef verið hálf slappur við þetta upp á síðkastið.
17. júní
Afar athyglisverður 17. júní að mörgu leyti. Sá niðurskurð bæjarins í hátíðahöldunum þegar myndaðist löng biðröð við þau tvö tæki sem komið var upp í bænum. Þetta var semsagt allt tívolíið. Stelpan mín var afar vonsvikin yfir því að fara ekki í nein tæki en við nenntum hreinlega ekki að fara í þessa löngu biðröð.
Skemmtiatriðin lyktuðu líka dálítið af sparnaði. Kór Flensborgarskólans (ath. ég sagði ekki Flensborgarkórinn!) stendur reyndar alltaf fyrir sínu en hefur varla fengið mikið borgað fyrir að syngja. Efast heldur um að Hafnarfjarðarleikhúsið hafi fengið mikið fyrir sitt sýnishorn af barnaleikritinu Gaggalagú. Síðan kom Eiríkur Fjalar sem atriði sem maður hefur séð hundrað sinnum áður hjá Ladda. Nú er ég almennt aðdáandi Ladda en ef hann getur ekki farið að uppgötva eitthvað nýtt þá á hann að hætta þessu. En dóttir mín hafði þó gaman af honum. Það sem bar skemmtidagskrána uppi var hins vegar atriði Halla í Botnleðju með börnunum sjö frá Hörðuvöllum. Þetta var hrein snilld frá upphafi til enda og undirstrikar enn frekar hversu mikill snillingur þessi maður er.
Síðan var farið að sjá FH og Hauka þar sem sambland af slakri frammistöðu Hauka og arfaslakri dómgæslu varð til þess að FH vann leikinn með einu marki. En það er svosem allt í lagi að leyfa FH-ingum að vinna eitthvað, þeir gera það ekki að öðru leyti í handboltanum!
Um kvöldið var svo kíkt á kvöldskemmtunina...reyndar ekki fyrr en eftir níu...og þá var beðið eftir Birgittu, sem Líf er alveg ægilega hrifin af. Biðin var löng, sérstaklega þegar langdregið magadansatriði stóð yfir, en allt trylltist þegar Birgitta kom á sviðið. Það var stórkostleg skemmtun að heyra Líf syngja og dilla sér hástöfum yfir tónlistinni og hlýtur hún að vera með dyggustu aðdáendum hennar. Spurning hvort maður eigi að bjóða henni í afmælið hennar í haust!
Afmæli
Amma mín á afmæli í dag. Hún er 82 ára. Ég hringdi í hana áðan en hún býr fyrir norðan. Var bara hin hressasta. Til hamingju, amma!
0 comments
Alveg agalega skrítið að þessar bloggsíður sem ég sæki hvað mest hafa verið hálf dauðar upp á síðkastið. Er sumardoðinn farinn að gera vart við sig hjá mönnum? Veit ekki. Gæti hugsanlega verið þannig hjá mér þar sem ég hef verið hálf slappur við þetta upp á síðkastið.
17. júní
Afar athyglisverður 17. júní að mörgu leyti. Sá niðurskurð bæjarins í hátíðahöldunum þegar myndaðist löng biðröð við þau tvö tæki sem komið var upp í bænum. Þetta var semsagt allt tívolíið. Stelpan mín var afar vonsvikin yfir því að fara ekki í nein tæki en við nenntum hreinlega ekki að fara í þessa löngu biðröð.
Skemmtiatriðin lyktuðu líka dálítið af sparnaði. Kór Flensborgarskólans (ath. ég sagði ekki Flensborgarkórinn!) stendur reyndar alltaf fyrir sínu en hefur varla fengið mikið borgað fyrir að syngja. Efast heldur um að Hafnarfjarðarleikhúsið hafi fengið mikið fyrir sitt sýnishorn af barnaleikritinu Gaggalagú. Síðan kom Eiríkur Fjalar sem atriði sem maður hefur séð hundrað sinnum áður hjá Ladda. Nú er ég almennt aðdáandi Ladda en ef hann getur ekki farið að uppgötva eitthvað nýtt þá á hann að hætta þessu. En dóttir mín hafði þó gaman af honum. Það sem bar skemmtidagskrána uppi var hins vegar atriði Halla í Botnleðju með börnunum sjö frá Hörðuvöllum. Þetta var hrein snilld frá upphafi til enda og undirstrikar enn frekar hversu mikill snillingur þessi maður er.
Síðan var farið að sjá FH og Hauka þar sem sambland af slakri frammistöðu Hauka og arfaslakri dómgæslu varð til þess að FH vann leikinn með einu marki. En það er svosem allt í lagi að leyfa FH-ingum að vinna eitthvað, þeir gera það ekki að öðru leyti í handboltanum!
Um kvöldið var svo kíkt á kvöldskemmtunina...reyndar ekki fyrr en eftir níu...og þá var beðið eftir Birgittu, sem Líf er alveg ægilega hrifin af. Biðin var löng, sérstaklega þegar langdregið magadansatriði stóð yfir, en allt trylltist þegar Birgitta kom á sviðið. Það var stórkostleg skemmtun að heyra Líf syngja og dilla sér hástöfum yfir tónlistinni og hlýtur hún að vera með dyggustu aðdáendum hennar. Spurning hvort maður eigi að bjóða henni í afmælið hennar í haust!
Afmæli
Amma mín á afmæli í dag. Hún er 82 ára. Ég hringdi í hana áðan en hún býr fyrir norðan. Var bara hin hressasta. Til hamingju, amma!