<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 12, 2003

Litið upp úr önnunum
Það er orðið einum of langt um liðið síðan ég henti einhverju inn síðast og bið lesendur, ef einhverjir eru, afsökunar á því. En nýja djobbið hefur tekið sinn toll.
Ég er semsagt farinn að sjá um hafnfirskt staðarblað (sem reyndar er líka dreift í Garðabæ og á Álftanesi) sem kallast Vikulega í Firðinum, eða VF. Eins og lesendur hafa tekið eftir hef ég verið að skrifa eitt og eitt viðtal í blaðið en nú er ég tekinn við því að fullu og sé þar um öll skrif. Þetta er í senn spennandi, krefjandi og ögrandi verkefni.Fyrsta blaðið sem ég sá um kom út á fimmtudaginn og heppnaðist ágætlega þó að ég segi sjálfur frá, sérstaklega þar sem ég skrifaði efnið í það á tveimur dögum (reyndar var eitthvað smávegis til áður, en þó bara smávegis!). Það sem verður helst hjá mér að gera er að koma mér upp einhverjum kontöktum sem ég get reitt á að muni segja mér frá því ef eitthvað er að gerast. Það er spurning hvernig það á eftir að ganga og ljóst að ég verð að yfirstíga ákveðna eiginlega hjá mér sjálfum, og það verður fróðlegt að sjá hvernig það tekst. Vonandi tekst það vel, því þetta starf er mjög spennandi.
En meðal fylgifiska er það að þurfa að eltast við ýmis mannamót. Ég sá mig m.a. knúinn til að skreppa á Fjörukránna eftir miðnætti í gærkvöldi þar sem ellismellirnir í Pops héldu sína allra, allra, allra síðustu tónleika. Það var reyndar gaman að sjá hvað þeir héldu uppi miklu stuði og ég hef alltaf veirð svolítið gamal dags í tónlistarsmekk þannig að mér fannst þetta að mörgu leyti skemmtilegt. En ég var þarna aðeins í hálftíma enda búinn að ná nóg af myndum eftir það.
Liverpool? Ég nenni ekki að tala um það núna!!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?