<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 18, 2003

Ný íbúð í höfn

Jæja, þá er húsnæðisleitinni lokið. Tilboði var tekið í fjögurra herbergja íbúð í Þrastarásnum. Allt nýtt. Topp staður. Frábært útsýni. Fáum afhent 1. október. Allt gekk upp. Maður er liggur við ekki ennþá búinn að ná sér. En spenningurinn er mikill að flytja inn í þetta.

Það hefur skiljanlega lítið verið um annað að hugsa þessa helgi. Tap Liverpool gegn Chelsea skyggði þó heldur á helgina, ekki hvað síst þar sem mér fannst mínir menn síst eiga minna í leiknum og jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit. En þetta CHelsea-lið er gott og vel mannað og verður erfitt í vetur, það er nokkuð ljóst.

Nú er nóg komið af næturbrölti...var að fara yfir skráningar í Liverpool-klúbbinn sem streyma inn. Mun væntanlega gera mikið af því næstu daga og vikur.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?