miðvikudagur, janúar 19, 2005
Traore
...er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn þessa dagana. Hvað í ósköpunum var hann að hugsa í þessu sjálfsmarki? Ég vissi hreinlega ekki að þetta væri hægt.
En það þýðir ekkert að kvarta yfir þessu. Ekki er ég allavega ósáttur við að ungu strákunum var gefið tækifæri í þessum leik. En það er líka jafn ljóst að meistaradeildin skiptir Benitez meira máli en bikarkeppnin og það réði að einhverju leyti uppstillingunni. En nú þýðir ekkert annað en að taka Southampton á laugardaginn.
Blaðið
...kláraðist á mettíma...ég var nánast búinn með það um kvöldmatarleytið í gær. Sérlega ánægjulegt að fá meira en þriggja tíma svefn aðfararnótt miðvikudags. Er því óvenju hress í dag miðað við að það er miðvikudagur.
Fótboltinn
Innanhússfótbolti í gærkvöldi. Ég fæ oft boltann fast í mig í þessum tímum, en það hefur sennilega ekki gerst eins oft og í þessum tíma. Ég taldi þrjú boltaför á vinstra fæti eftir tímann og þá eru ótalin nokkur skot í ökkla og aðra staði sem skilja ekki eftir sig för, m.a. eitt gott í hausinn. Takmarkið er hins vegar að reyna að byggja upp aðeins meira úthald í þessa tíma, allavega svo að ég sé ekki alveg búinn þegar tíminn er hálfnaður.
0 comments
...er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn þessa dagana. Hvað í ósköpunum var hann að hugsa í þessu sjálfsmarki? Ég vissi hreinlega ekki að þetta væri hægt.
En það þýðir ekkert að kvarta yfir þessu. Ekki er ég allavega ósáttur við að ungu strákunum var gefið tækifæri í þessum leik. En það er líka jafn ljóst að meistaradeildin skiptir Benitez meira máli en bikarkeppnin og það réði að einhverju leyti uppstillingunni. En nú þýðir ekkert annað en að taka Southampton á laugardaginn.
Blaðið
...kláraðist á mettíma...ég var nánast búinn með það um kvöldmatarleytið í gær. Sérlega ánægjulegt að fá meira en þriggja tíma svefn aðfararnótt miðvikudags. Er því óvenju hress í dag miðað við að það er miðvikudagur.
Fótboltinn
Innanhússfótbolti í gærkvöldi. Ég fæ oft boltann fast í mig í þessum tímum, en það hefur sennilega ekki gerst eins oft og í þessum tíma. Ég taldi þrjú boltaför á vinstra fæti eftir tímann og þá eru ótalin nokkur skot í ökkla og aðra staði sem skilja ekki eftir sig för, m.a. eitt gott í hausinn. Takmarkið er hins vegar að reyna að byggja upp aðeins meira úthald í þessa tíma, allavega svo að ég sé ekki alveg búinn þegar tíminn er hálfnaður.
mánudagur, janúar 17, 2005
Góð og slæm helgi
Helgin var í rólegra lagi, en átti sínar góðu og slæmu hliðar.
Sú slæma er auðvitað tapið gegn Man. Utd., en það er ekkert sem ég þoli minna en tap gegn þessu liði. Við vorum síst lakari aðilinn en nýttum sóknarfæri okkar herfilega. Og það er líka alveg merkilegt að Dudek kjósi alltaf þennan leik til að gera slæm mistök. Við þurfum að koma okkur á mikla sigurtörn núna ef við ætlum að gera eitthvað tilkall til þriðja sætisins.
Að öðru leyti var helgin hin rólegasta. Hæst bar bíóferð á laugardagskvöldið, en við hjónin fórum ásamt vinahjónum á Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Sú mynd kom þægilega á óvart og margt sem hægt var að hlæja að. Maður skemmti sér í það minnsta konunglega þegar litið var framhjá skorti á söguþræði og smá samhengisleysi milli atriða. Menn voru mikið að gera grín að sjálfum sér og sjarminn við þessa mynd er einmitt fyrst og fremst sá að menn voru ekki að taka sig of hátíðlega. Mæli með myndinni sem prýðis afþreyingu.
0 comments
Helgin var í rólegra lagi, en átti sínar góðu og slæmu hliðar.
Sú slæma er auðvitað tapið gegn Man. Utd., en það er ekkert sem ég þoli minna en tap gegn þessu liði. Við vorum síst lakari aðilinn en nýttum sóknarfæri okkar herfilega. Og það er líka alveg merkilegt að Dudek kjósi alltaf þennan leik til að gera slæm mistök. Við þurfum að koma okkur á mikla sigurtörn núna ef við ætlum að gera eitthvað tilkall til þriðja sætisins.
Að öðru leyti var helgin hin rólegasta. Hæst bar bíóferð á laugardagskvöldið, en við hjónin fórum ásamt vinahjónum á Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Sú mynd kom þægilega á óvart og margt sem hægt var að hlæja að. Maður skemmti sér í það minnsta konunglega þegar litið var framhjá skorti á söguþræði og smá samhengisleysi milli atriða. Menn voru mikið að gera grín að sjálfum sér og sjarminn við þessa mynd er einmitt fyrst og fremst sá að menn voru ekki að taka sig of hátíðlega. Mæli með myndinni sem prýðis afþreyingu.