<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 20, 2005

Og þá varð allt vitlaust

Þjóðin stendur á öndinni eftir að Selma datt úr forkeppninni í gær. Þetta var hins vegar alltaf eitthvað sem hefði getað gerst. Það var ekkert út á atriðið hjá Selmu að setja, enda er hún frábær á sviði, sem og frábær söngkona. Mér fannst þetta dress reyndar hörmulegt en það er nú bara mín skoðun.

En menn hafa svo gjörsamlega farið framúr sér í samsæriskenningum í kjölfarið og talað um að við eigum greinilega ekki séns í þetta fyrst að svona fór...og að það sé allt þessu austantjaldsbaktjaldamakki að kenna.

Ég er hins vegar á því að það hafi í raun bara eitt verulega vont lag farið áfram, og annað lag sem var ekkert spes. Mér er gjörsamlega óskiljanlegt af hverju Makedónía komst áfram á svona ömurlegri lagasmíð, en ég heyrði svo reyndar einhvern segja einhvers staðar að þessi söngvari væri mjög vinsæll í Austur-Evrópu og eflaust hefur það sitt að segja. En lagið var engu að síður ömurlegt. Ísraelska lagið fannst mér líka ekkert spes. Það kom mér hins vegar ekki svo mjög á óvart að Danir kæmust áfram. Ég var reyndar ekki hrifinn af laginu til að byrja með en það hefur unnið á hjá mér, þó að ég sé ekki á því að það sé sigurstranglegt.

Ég var heldur ekki hrifinn af rúmenska laginu fyrst en það kom prýðilega út á sviðinu í gærkvöldi. Söngkonan sýndi af sér mun meiri sjarma en í myndbandinu og ég held að það hafi fleytt þeim langt.

Fyrir utan þetta komust ágætis lög áfram, og það voru líka fleiri ágæt lög sem sátu eftir en lagið hennar Selmu. Þar nefni ég sem dæmi Hvíta-Rússland og Holland. Innkoma Makedóníu er hins vegar mjög svartur blettur á þessari keppni og í raun algjör skandall.

Ég á hins vegar bágt með að skilja þessa panikk sem virðist vera farin að grípa fólk sem hefur í það minnsta talað í útvarpi. Ef þetta er svona mikið baktjaldamakk, af hverju komust þá Danir og Norðmenn áfram á kostnað t.d. Hvíta-Rússlands og Slóveníu? Og af hverju eru menn farnir að draga svona víðtækar ályktanir áður en úrslit atkvæðagreiðslunnar eru í raun ljós? Hvað ef t.d. Selma var aðeins örfáum stigum frá því að komast áfram? Myndi þetta þá ekki flokkast undir helbera óheppni?

Ég held mig hins vegar við þá spá að Svisslendingar muni vinna þessa keppni. Svo kemur það bara í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér. Það verður allaveg svakalegt Eurovisionpartý á laugardaginn.

0 comments

þriðjudagur, maí 17, 2005

Getraun dagsins

Ég hef áður bloggað um plötuna "Undir áhrifum" með Trúbrot. Hér kemur uppáhaldstextinn minn af þeirri plötu. Spurt er: Hvað er óvenjulegt við þennan texta?

In the Country

I was born in the promised land
many moons ago
my father named me C.O.P.
I never liked that name.

I lived in a concrete jungle
on the nineteenth floor.
The house had no elevator
hardly any stairs.

It was a big house in a big city
a big house in a big city
big country in a small world.

Now I wanna live in the country
where the grass is green
and the air is clean
og sólin skín, all day long.
That's where I wanna be.

I got so tired, of the empty city life,
I left the streets, left the noise,
left the smokie sky, and bought ahouse in the country.

Lived in country for twenty years
watched the city grow.
It's getting closer to my farm
I feel that nineteenth floor
in the big house in the big city.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?