<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 06, 2005

Eftir Liverpool

Já, ég var í Liverpool um helgina og sá stærsta tap míns liðs á heimavelli síðan árið 1969. Liverpool átti alveg skilið að tapa leiknum, en ekki svona stórt. Ekki orð um það meira.

Ferðin sjálf var hins vegar hin skemmtilegasta að öðru leyti eins og aðrar ferðir til Liverpool eru. Ég kom auðvitað raddlaus heim eins og vera ber og er rétt að fá hana til baka aftur núna. Félagsskapurinn var skemmtilegur og ófáar ölkrúsir teygðar. Svoleiðis ferðir eru alltaf skemmtilegastar!

***

Tíminn hefur ekki leyft mikið blogg upp á síðkastið. Enn er ég að bíða endanlegs svars yfir aukaverkefninu mínu en ef af þessu verður má búast við fáum færslum fram að mánaðamótum. Það verður örugglega það mikið að gera hjá mér.

***

Meðan ég var úti setti sýslumaðurinn lögbann á birtingar tölvupóstanna sem Fréttablaðið hefur verið að birta, væntanlega á þeim forsendum að þau hafi verið stolin. Ég hef í það minnsta ekki séð nein önnur rök. Mér sýnist hlutverk dómstólanna nú vera að meta það hvort birting þessara gagna sé réttlætanleg í ljósi almannahagsmuna og verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna af því. Ég held reyndar að það væri alvarlegt áfall ef dómstólarnir komast að því að svo hafi ekki verið. Ef menn eiga gögn sem krefjast þess að þau verði birt á grundvelli almannahagsmuna á það ekki að draga úr gildi þeirra að þau séu stolin. Þess vegna finnst mér það ekki hafa verið góð pólitík hjá Styrmi ritstjóra Morgunblaðsins að tala um að ekki séu birt þjófstolin gögn á síðum blaðsins.

Þetta verður spennandi, og ýtir auðvitað frekar undir umræður um stöðu fjölmiðla á Íslandi og setningu fjölmiðlalaga.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?