<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 04, 2006

Taka 3

Þetta er þriðja tilraunin sem ég geri til að setja inn færslu á jafn mörgum dögum. en í fyrri skiptin hefur verið eitthvað sambandsleysi í bloggernum. Ef þetta gengur ekki núna, flyt ég mig yfir á Moggabloggið.

***

Í kvöld tók ég þátt í rýnihóp sem Gallup hafði stofnað til vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Það var gaman að taka þátt í þessu og upphófust mikil skoðanaskipti þar, sem var skemmtilegt. Það sem vakti athygli mína var að í hópnum voru fimm karlmenn og þrjár konur, og voru karlmennirnir fylgjandi stækkun en konurnar á móti! Ekki veit ég hvort þetta er svona almennt en mér fannst þetta skemmtilegt. Ætli sé einhver vísindaleg skýring til á þessu?

***

Rósa hefur verið á fullu að lesa undir próf síðustu daga, en prófið er í fyrramálið. Enn verð ég að dást að þessum dugnaði í henni. Ég myndi ekki nenna þessu fyrir mitt litla líf. Ég fæ ennþá hroll þegar ég hugsa um skóla, en ég fékk svo heiftarlegan námsleiða undir lok háskólagöngu minnar að ég hélt að ég þyrfti að fá sálfræðihjálp. Þetta situr ennþá í mér, en kannski lagast það. En allavega, vona að Rósa rúlli þessu upp.

***

Gerði langa færslu í gær sem misfórst um hótanir Jóns Ásgeirs um að leggja niður fréttastofuna ef RÚV-frumvarpið verður að lögum. Sé svo að Sigmar hefur sagt það sem segja þarf um málið og geri hans orð að mínum.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?