<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 20, 2006

Meira Eurovision

Ég hef verið illa svikinn og það er eitthvað mikið að, miðað við fyrri komment mín um lögin. Hvorki Belgía né Slóvenía komust áfram á sama tíma og Litháen og Tyrkland komust áfram. Alltaf kemur eitthvað óvænt upp í þessari blessuðu keppni. Silvía virtist eiga í vandræðum með sitt atriði og það voru þreytumerki í söngnum. Álagið sennilega búið að vera mikið.

***

Nú er hins vegar endanlega orðið ljóst að grínið hefur gengið of langt og er hætt að vera fyndið. Menn verða að vita hvenær menn eiga að hætta en ef marka má þetta þá kunna menn sér ekki hóf. Þetta er alltof langt gengið.

***

Ég mun halda með Finnum í þessari keppni. Það er alveg kominn tími á að þeir vinni þetta og þá veitir ekkert af að hrista aðeins upp í hefðunum. Held mig samt við þá spá að Spánn taki þetta í ár. En ég hef nánast aldrei verið sannspár um sigurvegara keppninnar þannig að...

0 comments
Meira Eurovision

Ég hef verið illa svikinn og það er eitthvað mikið að, miðað við fyrri komment mín um lögin. Hvorki Belgía né Slóvenía komust áfram á sama tíma og Litháen og Tyrkland komust áfram. Alltaf kemur eitthvað óvænt upp í þessari blessuðu keppni. Silvía virtist eiga í vandræðum með sitt atriði og það voru þreytumerki í söngnum. Álagið sennilega búið að vera mikið.

***

Nú er hins vegar endanlega orðið ljóst að grínið hefur gengið of langt og er hætt að vera fyndið. Menn verða að vita hvenær menn eiga að hætta en ef marka má þetta þá kunna menn sér ekki hóf. Þetta er alltof langt gengið.

***

Ég mun halda með Finnum í þessari keppni. Það er alveg kominn tími á að þeir vinni þetta og þá veitir ekkert af að hrista aðeins upp í hefðunum. Held mig samt við þá spá að Spánn taki þetta í ár. En ég hef nánast aldrei verið sannspár um sigurvegara keppninnar þannig að...

0 comments

þriðjudagur, maí 16, 2006

Eurovision, 2. hluti.

Þá eru það lögin sem eru komin í úrslit.

Sviss: Friðar-á-jörðu klisja sem ekkert er á bak við. Væmið og einhvern veginn líflaust.

Moldavía: Þeir sendu frumlegt lag síðast. En það er ekkert frumlegt, skemmtilegt eða líflegt við þetta lag. Þetta er bara algjör hörmung.

Ísrael: Hvurslags er þetta? Hætta lönd að leggja sig fram þegar þau komast beint í úrslit? Næstum því jafn mikil hörmung og Moldavía. Væmið og hundleiðinlegt.

Lettland: Þetta ku vera fyrsta lagið í sögu keppninnar sem sungið er án undirleiks. En þá er lágmark að menn haldi lagi og það gera menn alls ekki allan tímann. Það dregur þetta mikið niður. Lagið sjálft er líka ekkert spes.

Noregur: Ekkert ósvipað dæmi og með Svía. Frábær söngkona með lag sem er mjög þunnur þrettándi. Ef lagið nær einhverjum árangri verður það fyrst og fremst söngnum að þakka.

Spánn: Þær frægu Las Ketchup flytja lagið og það gæti alveg lyft því upp á hæsta stall. Lagið er líka alveg skítsæmilegt og mun njóta þess að vera fyrsta almennilega lagið í úrslitunum. Þó að mér finnist þetta ekki besta lagið í keppninni ætla ég að gerast svo djarfur að spá því sigri í keppninni.

Malta: Lagið er alveg sæmilegt og gæti mögulega gert ágæta hluti. Viðlagið er líka grípandi, sem hefur nokkuð að segja.

Þýskaland: Jájá menn skella sér bara í kántríið. Mér fannst kántrílagið í undankeppninni sem var með rapparanum betra en þetta lag. Vantar eitthvað upp á þetta.

Danmörk: Skemmtilegt afturhvarf til sjötta áratugarins. Ekkert frumlegt við þetta lag en ágætis skemmtun af því. Held samt að það sé of þunnt til að ná topp tíu.

Rúmenía: Lag sem maður er búinn að gleyma um leið og það er búið. Frekar slappt.

Grikkland: Óvenjulegt grískt framlag að því leyti að þeir hafa yfirleitt komið með keim af einhverju sem er einkennandi við gríska tónlist. Lagið er ágætt og verður eiginlega frábært þegar það kemst á flug. Þetta er samt ekki lag sem ég sé fyrir mér sem sigurlag.

Frakkland: Ferlega máttlaust lag og leiðinlegt.

Króatía: Stundum getur það verið góð hugmynd að blanda einhverju þjóðlegu við framlag sitt til Eurovision. Ekki í þessu tilviki. Þetta verður einn allsherjar hrærigrautur. Ekkert spes.

Í heild finnst mér lögin í ár ekki eins góð og í fyrra. Nokkrar perlur og nokkur skelfileg lög eins og gengur en það er óvenju mikið um meðalmennsku núna.

0 comments

mánudagur, maí 15, 2006

Eurovision

Jæja, þá verða lögin greind þetta árið og kominn tími til.

Armenía: Þjóðlegur keimur af versunum, en viðlagið er hugmyndasnautt og engan veginn grípandi. Slefar rétt í meðallagi að gæðum.

Búlgaría: Algjörlega öfugt við Armeníu. Versin eru mjög auðgleymanleg og illa samin en viðlagið grípandi og góð söngkona gefur því vigt. Tilraunin seint í laginu til að gefa því einhvern þjóðlagakeim mistekst hins vegar gjörsamlega. Skítsæmilegt lag.

Slóvenía: Ég verð illa svikinn ef þetta lag kemst ekki í úrslitin. Góður söngvari, fínasta laglína og lagið með góðan takt og grípandi laglínu. Held að þetta lag lendi nokkuð ofarlega þó að ég eigi ekki von á því að það vinni keppnina.

Andorra: Í öllu myndbandinu beið ég eftir því að brjóstin myndu skoppa út úr kjólnum á söngkonunni. Reyndar notaði söngkonan það trikk sem breskar konur nota gjarnan, að flíka öllu til að leyna því hversu ljóta þær eru. En já, lagið, það er ekkert spes. Ekki kannski beint leiðinlegt, en alls ekki skemmtilegt heldur.

Hvíta-Rússland: Eightees glysrokk, enda þetta er ekki nærri því eins gott og hjá Wig Wam í fyrra. Samt þokkalegasta lag og þar sem ég er svolítið svag fyrir eightees glysrokki og held því að þetta fari áfram.

Albanía: Slæm vers, en ágætis viðlag. Gæti slefað í gegn í úrslitin en ég held samt að það vanti aðeins að komast á meira flug til þess.

Belgía: Ótrúlega grípandi lag og ef þetta kemst ekki í úrslitin er eitthvað mikið að. Allt sem þarf að prýða gott Eurovisionlag prýðir þetta lag.

Írland: Aumingja Írar! Hvað hefur komið fyrir þá eftir sigurgöngu síðasta áratugar? Ekki nóg með að lagið sé ömurlegt, heldur þarf það að koma á eftir frábæru belgísku lagi. Maður fer fram í eldhús og nær sér í meira nammi meðan þetta lag hljómar.

Kýpur: Nokkuð flott ballaða og ætti að mínu mati að komast áfram. Gallinn við lagið er kannski að það virðist kannski ekki almennilega vita hvert það stefnir og miðjan verður hálf kaótísk. En lagið er alveg ágætt.

Mónakó: Það er eitthvað sjarmerandi við þetta lag, þó að mér hafi reyndar á tímabili fundist þetta eitthvað stolið. En stelpan er sæt og sjarmerandi og syngur ágætlega, og lagið er alveg nothæft í keppnina.

Makedónía: Enn eitt lagið með ömurlegum versum en grípandi viðlagi. Þetta lag er samt ekki neitt neitt og virðist hafa verið hent saman í einhverjum flýti.

Pólland: Þetta er einhver undarlegasti hræringur sem ég hef séð. Rappari, rauðhærður maður með viskírödd (sem reyndar hefur tekið þátt áður) og íðilfögur söngkona. Mér fannst lagið lofa góðu á fyrstu tónunum en um leið og þessi hörmulegi rappari byrjaði var þetta dæmt til að mistakast. Seinni hlutinn er þó skárri en sá fyrri.

Rússland: Mjög gott og öflugt Eurovisionlag. Myndarlegur söngvari, sem syngur líka ágætlega. Svínvirkar og ætti að eiga greiða leið í úrslitin.

Tyrkland: Hrikalega hallærislegt lag, myndband og söngkona. Það er hins vegar kraftur í þessu og það gæti farið langt á því. Lagið er hins vegar eiginlega algjör hörmung.

Úkraína: Mér finnst eitthvað skemmtilegt við þetta lag. Grípandi, hresst og skemmtilegt. Eitthvað sem maður fær auðveldlega á heilann.

Finnland: Hvað er hægt að segja um þetta annað en algjör gargandi snilld? Finnarnir hljóta að fara nálægt því að slá met í árangri í Eurovision með þessu. Kröftugt rokk og bara helvíti fínt lag.

Holland: Þrjár mínútur af bongótrommum, óskiljanlegu tungumáli og mjög flatri laglínu. Ekki alveg minn tebolli þó að þetta sé vissulega hressilegt.

Litháen: Ætlar Litháum aldrei að takast að gera neitt almennilegt Eurovisionlag? Meira að segja þegar þeir syngja "we are the winners" tekst þeim ekki að sannfæra nokkurn mann um það. Ömurlegt!

Portúgal: Fjörugt en ófrumlegt. Stelpurnar fjórar virðast hafa fæðst tuttugu árum of seint auk þess sem þær kunna varla að syngja. Frekar skelfilegt.

Svíþjóð: Carola stendur náttúrulega alltaf fyrir sínu og er frábær söngkona. Lagið er hins vegar alls ekki gott. Í raun ekkert ósvipað og þegar Jónsi fór út fyrir okkur...hann gerði það sem hann gat við slæmt lag og það gerir Carola þarna líka. Spurning hvort það dugar hins vegar í úrslitin.

Eistland: Fínasta Eurovision-lag. Ekkert meistarastykki, en ágætis lag sem ætti að komast áfram í úrslitin.

Bosnía: Þó að lagið sem slíkt sé kannski ekkert slæmt er þetta ekki eitthvað sem menn komast langt með í Eurovision. Hefði sennilega notið sín betur á öðrum vettvangi.

Ísland: Og þá vandast málið. En því miður hef ég enga trú á að lagið komist áfram. Hinn almenni Evrópubúi fattar ekki þetta grín og þess vegna á þetta eftir að fara fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Lagið sem slíkt er líka ekki gott. En ég er auvitað ánægður með hvernig Silvíu Nótt hefur tekist að hrista upp í Eurovision-liðinu.

Tek svo fljótlega lögin sem komin eru í úrslitin.

0 comments
Martröð fréttamannsins

Aðfararnótt föstudags fékk ég martröð. Spurningin er hvort svona martraðir eigi eftir að vera reglulegur fylgifiskur fréttamannastarfsins.

Þannig var að ég hafði fengið það verkefni á fimmtudeginum að fara á fund um frumkvöðlastarfsemi í Háskólanum í Reykjavík. Aðfararnótt föstudags dreymdi mig að ég hefði farið á fundinn en gleymt mér síðan og farið beint heim í stað þess að fara upp í Útvarp og vinna úr efni fundarins. Draumurinn endaði á því að klukkan var orðin hálf sjö að kvöldi þegar ég uppgötvaði hvað hefði gerst og var í algjöru sjokki. Ég æsti mig við mann og annan í draumnum, svo mikið að ég vaknaði með andköfum og róaðist ekki fyrr en ég uppgötvaði að klukkan var hálf sex að morgni og ég ekki búinn að missa af neinu.

Það er langt síðan mig hefur dreymt eitthvað sem var svona svakalega raunverulegt.

***

Liverpool er bikarmeistari. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta séu klassískir úrslitaleikir sem við spilum. Ótrúlegur spennuleikur sem hvorugt liðið átti í raun skilið að tapa. Ég hef alltaf haft nettar taugar til West Ham liðsins og auðvitað hefur maður smá samúð með því. Það er hins vegar ekki annað hægt en að dást að þeim karakter sem Liverpool-liðið sýndi...nokkuð sem var ekki til í liðinu áður en Benítez kom til sögunnar.

Heyrði fyrir slysni í Hemma Gunn í gær þar sem hann talaði um að Liverpool hefði verið heppnir. En auðvitað fannst honum það engin heppni þegar United vann meistaradeildina með því að skora tvö mörk á lokamínútunum. Þetta er náttúrulega bara öfund enda United ekki unnið titil í tvö eða þrjú ár.

***

Nú er runninn upp þriðji dagurinn í fimm daga vaktafríi. En hver er að telja? ;)

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?