<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 30, 2006

Djammhelgi

Á háskólaárunum gat maður tekið margar svona helgar í röð - en það verða þó nokkrar vikur, jafnvel mánuðir, í að maður taki svona helgi eins og þá sem nú er liðin.

Það var semsagt djamm bæði á föstudag og laugardag. Á föstudagskvöld var partí í vinnunni og var tilefnið 40 ára afmæli Sjónvarpsins. Þar var mikið hlegið og drukkið, nokkrir kollegar slógu mismikið í gegn á tískusýningu og Páll Óskar sýndi af hverju hann er vinsæll plötusnúður. En stuðið var mikið og stemningin góð. Rósa fór með mér og kom þar með í fyrsta sinn í Útvarpshúsið. Hefði af þeim sökum viljað að fleiri hefðu komið frá fréttastofunni. En það koma fleiri partý eftir þetta.

Á laugardag var svo 50 ára afmæli Samtaka íþróttafréttamanna, sem ég skellti mér á af sérstöku tilefni þrátt fyrir að ég sé ekki lengur í samtökunum. En þar var upplýst að mér hefur verið falið að skrifa sögu samtakanna, sem verður þá að stórum hluta saga kjörsins á íþróttamanni ársins. Þetta verkefni er búið að hafa óheyrilega langan meðgöngutíma og átti upphaflega að vinnast á síðasta ári, en það frestaðist af óviðráðanlegum orsökum. Nú get ég hins vegar farið að hefjast handa og hlakka ég mikið til að takast á við þetta. Bókin á að koma út næsta haust þannig að góður tími gefst til að gera hlutina vel. Þetta verður áskorun fyrir mig þar sem ég hef aldrei unnið svona verk áður, en ég ætla mér að standast hana.

Þarna var líka afhjúpaður nýi verðlaunagripurinn sem veittur verður næsta íþróttamanni ársins. Og sá gripur er sko ekkert slor!

***

Nú er fæðingarorlof að nálgast hjá mér. Það verður fínt að fá svona smáfrí, sérstaklega þar sem ég fékk sama og ekkert sumarfrí í sumar þannig að þetta kemur í staðinn. Það verður þó líklega eitthvað hugað að bókinni á meðan á þessu fríi stendur.

5 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?