<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 22, 2006

Vinnuvandamál

Nú er ég nánast búinn með mitt síðasta blað hjá Víkurfréttum sem ég sé um að fullu. Mun samt örugglega eitthvað þurfa að aðstoða við skrif fram eftir mánuðinum en á fimmtudaginn er hins vegar mín fyrsta vakt hjá RÚV.

Þessi vinnuskipti hafa hins vegar kallað á nýtt vandamál í heimilislífinu - þegar ég hætti hjá Víkurfréttum missi ég bíl sem ég hafði til umráða og þar með er aðeins einn bíll á heimilinu. Þetta kallar á svolítið púsl vegna vaktanna sem ég er að vinna.

Á föstudaginn er ég t.d. á vakt frá 8:30-18:30. Þennan dag er Líf hins vegar í tónlistarskólanum og það þarf að skutla henni þangað. Eðlilegasta lausnin á þessu máli er auðvitað sú að ég taki strætó. Ég fór því að stúdera heimasíðu strætó til að komast að því hvernig best væri að snúa sér í þessu. Langar að gamni að birta tvær leiðir sem komu upp þar um hvernig best væri að koma sér að heiman og upp í útvarpshús.

Tillaga 1: Vagnar 22 og 1 54 mínútur Sýna Kort
Frá:
Þrastarás 71
07:31
Gengið 380 metra

Vörðutorg
07:37
Leið 22

Fjörður (bið 12 mínútur)
07:56
Leið 1

Kringlumýrabraut v/Kringluna
08:15
Gengið 640 metra
Til:
Efstaleiti 1
08:25

Tillaga 2: Vagnar 22, 1 og 13 43 mínútur Sýna Kort

Frá:
Þrastarás 71
07:31
Gengið 380 metra

Vörðutorg
07:37
Leið 22

Fjörður (bið 2 mínútur)
07:46
Leið 1

Kringlumýrabraut v/Kringluna
08:05
Gengið 320 metra

Kringlan
08:10
Leið 13

Háaleitisbraut v/RÚV
08:11
Gengið 200 metra
Til:
Efstaleiti 1
08:14


Semsagt, ef ég er svo heppinn að þurfa bara að bíða í tvær mínútur í Firði eftir leið 1 á ég að taka aukastrætó frá Kringlunni að RÚV. Magnað. Stysta leiðin sem sýnd er á þessari hugmynd strætó er 43 mínútur, með þremur strætisvögnum, sem ég myndi auðvitað aldrei taka því að ég myndi labba beint frá Kringlumýrarbraut.

Í næstu viku fer svo málið að vandast fyrir alvöru, því þá er ég á kvöldvöktum alla vikuna og er að vinna þá frá 13 til 22:30.

Líklega munum við reyna að púsla þessu saman þannig að ég fer á bílnum þegar Rósa þarf ekki á honum að halda, annars tek ég strætó. En líklega munum við þurfa að fjárfesta í öðrum bíl þegar Rósa fer að vinna aftur. Svona er maður nú háður þessum blessaða einkabíl.

2 comments

mánudagur, mars 20, 2006

Ég hef…
(X) drukkið áfengi
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(X) verið ástfangin
(X) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(X) faðmað einhvern ókunnugann
( ) verið rekin/n
(X) lent í slagsmálum
(X) læðst út meðan ég bjó ennþá heima hjá foreldrunum
(X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(X) farið á blint stefnumót
(X) logið að vini/vinkonu
(X) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
(X) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(X) ferðast í flugvél
( ) kveikt í mér viljandi
( ) liðið yfir þig
(X) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(X) farið á skíði
(X) hitt einhvern sem ég kynntist á internetinu
(X) farið á tónleika
(X) tekið verkjalyf
(X) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(X) legið á bakinu úti og horft á skýin
(X) búið til snjóengil
(X) haldið kaffiboð
(X) flogið flugdreka
( ) byggt sandkastala
(X) hoppað í pollum
( ) farið í “tískuleik” (dress up)
(X) hoppað í laufblaðahrúgu
(X) rennt mér á sleða
(X) grátið
(X) svindlað í leik
(X) verið einmana
(X) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(X) horft á sólarlagið
(X) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(X) verið kitlaður
(X) verið rændur
(X) verið misskilinn
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
(X) verið með spangir/góm
(X) liðið eins og ég passaði ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(X) borðað líter af ís á einu kvöldi
(X) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
(X) fundist þú líta vel út
(X) verið vitni að glæp
(X) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekinn af post-it miðum
(X) leikið mér berfættur í drullunni
( ) verið týndur
(X) synt í sjónum
( ) fundist ég vera að deyja
(X) grátið þig í svefn
(X) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(X) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(X) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(X) hringt símahrekk
( ) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(X) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(X) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(X) blásið sápukúlur
(X) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý..
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(X) farið á rúlluskauta/línuskauta
(X) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(X) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
( ) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
(X) logið fyrir vini þína
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna

1 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?