<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 23, 2004

Enn um parketmál

Nú er næstum því búið að leggja parketið heima hjá mér. Rótið er þó meira en það hefur nokkru sinni verið því að í gærkvöldi þurftum við Rósa að taka sundur hillurnar í stofunni, eða öllu heldur taka eininguna í sundur, og taka allt úr hillun til að hægt værið að klára síðasta hlutann. Einhver frágangur dregst fram yfir helgi en annars er maður að mestu leyti farinn að sjá fyrir endann á þessu. Það verður mikið gaman.

Evrópumótið í handbolta...

Helv., andsk., djö. Það er fátt sem ég lifi mig meira inn í en stórmót í handbolta í sjónvarpinu. Ég var líka að verða brjálaður á þessum kafla þegar sjö mörk í röð komu frá Slóvenunum. Fyrst brjálaðist ég út í dómarana þar sem mér fannst tvær af þessum þremur brottvísunum óréttmætar, og síðan brjálaðist ég út í Dag og Patta fyrir að spila eins og hálfvitar á þessum kafla með því að fara að skjóta eftir 10 sekúndur þegar við vorum þremur færri í stað þess að vinna aukaköstin eins og Slóvenarnir gerðu svo vel þegar þeir voru fjórir í fyrri hálfleik (þetta er orðin ansi löng setning). Ég hafði svo fyrirfram áhyggjur af markvörslunni og þær áhyggjur staðfestust í seinni hálfleik þrátt fyrir að Gummi hafi staðið sig ágætlega í fyrri hálfleik.

Það er hætt við að leikurinn gegn Ungverjum verði erfiður í dag, en vonandi rífa menn sig upp og ná betri aga á sóknarleiknum.


0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?