<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 30, 2004

Þá veit maður það!!create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Maður á eftir að bæta nokkrum löndum í safnið einhvern tíma...vonandi.

0 comments

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Sjónvarpið

Þegar maður er heima hjá sér á kvöldin er rétti tíminn til að horfa á sjónvarpið. Miðvikudagskvöldin eru eiginlega orðin bestu sjómvarpskvöldin þar sem ég horfi á bráðavaktina og Smack the Pony. Bráðavaktinn klikkar aldrei en mér fannst Smack the pony óvenju slakur í gær, eins og þetta eru nú yfirleitt frábærir þættir. Ég gafst hins vegar upp á að horfa á Ástþór í 70 mínútum enda fannst mér það ekki eins krassandi og efni stæðu til. Maður vaknaði aðeins þegar hann fór að tala um Davíð Oddsson sem rassasleikju Ameríkananna en síðan fjaraði það út.

Annars bíða mín núna að gera blaðið léttara....og ekki seinna vænna en að byrja á því strax.

0 comments

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Eftirblaðablogg

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir verður alltaf spennufall þegar blaði hefur verið skila. Þetta blað er engin undantekning. Það sem háir blaðinu mínu núna eru þrjár aðsendar greinar, sérstaklega þar sem tvær þeirra eru í lengri kantinum. Þar sem önnur þeirra fjallar um hitamál og hin er frá bæjarfulltrúa sem er að svara fullyrðingum þar sem honum finnst að sér vegið, lét ég það standa. En næsta blað verður að vera léttara.

Bæjarstjórnarfundir í Hafnarfirði...

...eru oft athyglisverðar samkundur. Fundurinn í gær stóð t.d. í tæpa fjóra tíma (með matarhléi) en samt voru engin sérstök átök um nein mál og flestir voru sammála um allt sem rætt var um. Það vantaði meira að segja Magnús Gunnarsson á fundinn en hann er sá sem hefur yfirleitt hvað mest að segja á fundunum. En það er greinilegt að menn þurfa ekki á hjálp hans að halda til að hafa bæjarstjórnarfundi langa.

Ég hef þó einhverra hluta vegna merkilega lúmskt gaman af þessum fundum...eða kannski er það frekar spjallið við þessa bæjarfulltrúa sem ég hef gaman af. Svo er alltaf svo gott að borða í Hafnarborg þegar er matarhlé!

0 comments

mánudagur, janúar 26, 2004

Helv., andsk., djö.

Jæja, EM-draumurinn úti. Gummi klúðraði leiknum gegn Ungverjum, leikmennirnir sáu um það sjálfir gegn Tékkum. Af hverju í ósköpunum tók Gummi upp á því að setja Dag og Patrek inn á fyrir Garcia og Snorra Stein á meðan þeira voru að spila vel. það var fíflaskapurinn í þessum tveimur leikmönnum sem varð til þess að við töpuðum Ungverjaleiknum. Tékkaleikurinn var svo þannig að við náðum aldrei að leysa almennilega þá stöðu þegar Ólafur var tekinn úr umferð. Af hverju datt Gumma t.d. ekki í hug að prófa að setja Ásgeir í skyttustöðuna og Óla í hornið? Merkilegt hvað þessi annars frábæri þjálfari hefur frosið á bekknum og ekki tekið leikhlé þegar ástæða var til þess.

Eins gott að hann nái betri árarngri á Ólympíuleikunum.

Parketmál...sögulok

Nú er heimilið nánast komið í það horf sem það á að vera komið í...allavega settum við bækurnar aftur í bókahillurnar um helgina og settum hillurnar í stofunni saman aftur. Í gær fengum við svo Daníel mág til að hjálpa okkur að setja upp aðrar þvottasnúrur og hengja upp myndir. Þetta er semsagt allt að koma...og ég er hér með hættur að blogga um parket.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?