<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 09, 2006

Vaknað til lífsins

Nú er blogghlé orðið meira en góðu hófi gegnir...en það er svosem ekki í fyrsta sinn sem það gerist á þessari síðu.

Ég er nú á helgarvakt á fréttastofunni og hálftími í næsta verkefni. Dagurinn í dag er sá fimmti í sjö daga vinnutörn en ég var áður búinn að vera í fjögurra daga vaktafríi (sem átti að vera fimm dagar, en ég var kallaður í vinnu síðasta daginn af því fríi. Svo er ég í fríi á miðvikudag en vinn fimmtudag og föstudag. Maður hefur því nóg að gera...sem er gott.

***

Líf fór til Danmerkur með afa sínum og ömmu í gær og verður í viku. Við verðum því aðeins þrjú í heimili á þessum tíma. Rósa hafði orð á því í gær að henni hefði hundleiðst eftir að Líf fór í gær...og ég er ekki hissa á því. Ég verð trúlega minnst var við þessa breytingu, ég verð hvort sem er að vinna mikið þessa daga...kannski ágætt að það skildi hittast á á þessum tíma. En svo kemst ég í vikufrí eftir 21. júlí og þá erum við búin að bóka sumarbústað í Skorradal. Það verður ljúft...og fínt að komast í þetta smáfrí, þó að það sé ekki langt.

***

Líf veiddi fjóra fiska í dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar. Samt hefur hún aldrei prófað nýju veiðistöngina sína. Stefnt er að því að vígja hana í skorradalsvatni í fríinu. Ég hef aldrei veitt neitt svo heitið geti en hlakka samt til að prófa það með Líf. Það verður fróðlegt að sjá hvort hún verður jafn fiskin áfram.

***

Já, ég hef greinilega ekkert að segja.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?