miðvikudagur, mars 24, 2004
Bloggfall
Jæja, þá setur maður loksins eitthvað á blogg. Miklar annir og það að ég sé að taka yfir verkefni sem ég hef varla tíma til að inna af hendi (en geri samt) hefur sett mark sitt á bloggfærslur mínar...en af hverju ætti það að vera afsökun...það tekur nú ekki nema 10 mínútur að setja eitthvað inn.
Ég er hins vegar nýkominn frá Liverpool þar sem ég sá þá leika gegn Wolves. Sigur vannst á síðustu mínútu og er það að verða landlægt þegar ég er á vellinum. Ég hef séð þrjá sigurleiki með Liverpool á Anfield, og allir hafa þeir unnist á lokamínútunum. Það fylgir mér greinilega einhver spenna :) Leikurinn sem slíkur var ekki merkilegur en markið setti punktinn yfir i-ið á frábærri ferð. Mikil snilld!
Nú er ég aukreitis búinn að taka að mér að setja saman fjögurra síðna blað fyrir Hauka og síðan 20 síðna blað fyrir Rauða krossinn (sem verður reyndar helmingurinn auglýsingar). Ég hef viku fyrir Haukana, mánuð fyrir Rauða krossinn. Síðan er ég líka að vinna í því að koma út bók sem Liverpool-klúbburinn er að gefa út í tilefni af tíu ára afmæli klúbbsins. Ég get því ekki kvartað yfir aðgerðarleysi og vonandi hef ég einhvern tíma fyrir fjölskylduna líka í öllu þessu ati.
Húsfundur í kvöld, sá fyrsti síðan við fluttum í húsið. Það verður gaman að sjá hvort það verður eitthvað karp!!
0 comments
Jæja, þá setur maður loksins eitthvað á blogg. Miklar annir og það að ég sé að taka yfir verkefni sem ég hef varla tíma til að inna af hendi (en geri samt) hefur sett mark sitt á bloggfærslur mínar...en af hverju ætti það að vera afsökun...það tekur nú ekki nema 10 mínútur að setja eitthvað inn.
Ég er hins vegar nýkominn frá Liverpool þar sem ég sá þá leika gegn Wolves. Sigur vannst á síðustu mínútu og er það að verða landlægt þegar ég er á vellinum. Ég hef séð þrjá sigurleiki með Liverpool á Anfield, og allir hafa þeir unnist á lokamínútunum. Það fylgir mér greinilega einhver spenna :) Leikurinn sem slíkur var ekki merkilegur en markið setti punktinn yfir i-ið á frábærri ferð. Mikil snilld!
Nú er ég aukreitis búinn að taka að mér að setja saman fjögurra síðna blað fyrir Hauka og síðan 20 síðna blað fyrir Rauða krossinn (sem verður reyndar helmingurinn auglýsingar). Ég hef viku fyrir Haukana, mánuð fyrir Rauða krossinn. Síðan er ég líka að vinna í því að koma út bók sem Liverpool-klúbburinn er að gefa út í tilefni af tíu ára afmæli klúbbsins. Ég get því ekki kvartað yfir aðgerðarleysi og vonandi hef ég einhvern tíma fyrir fjölskylduna líka í öllu þessu ati.
Húsfundur í kvöld, sá fyrsti síðan við fluttum í húsið. Það verður gaman að sjá hvort það verður eitthvað karp!!