<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Gleði, gleði, gleði

Mikil var gleði mín á sunnudaginn. Stefán Gettu betur dómari og fótboltafélagi færði mér á sunnudag eintak af Íslenskri knattspyrnu 1981, eina bókin sem ég á ekki í þessum bókaflokki. Hafði Stefán rekist á þessa bók í Góða hirðinum á 150 krónur. Ég var eiginlega orðinn úrkula vonar um að fá þessa bók nokkurn tíma en Stefán bjargaði mér um þetta og kann ég honum bestu þakkir fyrir það.

Vestfjarðarferð

Er á leið á Ísafjörð í fyrramálið og verð fram á laugardagsmorgun. Tilgangurinn er að afla efnis fyrir blað Rauða krossins, Hjálpina. Ég hef ekki áður komið á Ísafjörð frekar en á Vestfirði almennt og því verður þetta örugglega skemmtilegt. Spurning hvernig pöbbamenningin er þarna, hvort að það sé eitthvað þess virði að kíkja á annað kvöld.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?