<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Tölvuhljóð

Ég hef verið að velta tölvuhljóðum fyrir mér eftir að ég ákvað að ná mér í ný hljóð sem heyrast þegar tölvan ræsir sig, slekkur á sér eða þegar nýr póstur kemur. Ég ákvað að reyna að vera frumlegur, þó að ég sé ekki viss um að það hafi tekist. Þessi hljóð, eða allavega eitt þeirra, kom sér afar illa þegar ég var með tölvuna á bæjarstjórnarfundi í gær.

Þannig var að ég hafði gleymt rafmagnssnúrunni og gat því ekki haft hana tengda við rafmagn. Ég var þó að vonast til að hleðslan myndi endast út fundinn, en það gekk hins vegar ekki eftir. Þegar hún kláraðist byrjað tölvan að pípa í miðri ræðu eins bæjarfulltrúans og pípið hætti ekki. Ég ákvað því að setja ferli í gang og slökkva á tölvunni, en hafði þá gleymt því að ég hafði skipt um hljóð þegar vélin slekkur á sér. Þegar það gerðist heyrðist nefnilega Clint Eastwood segja: "You dudes get lost now, you hear?!" Ekki kannski skilaboðin sem eiga að heyrast í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ég varð var við að einhverjir bæjarfulltrúar horfðu skringilega á mig en veit ekki hversu víða þessi vafasömu skilaboð heyrðust.

Boðskapur: Aldrei vera með fartölvu án rafmagnssúru!

Hlaup og bolti

Ég stóð loksins við stóru orðin og fór út að hlaupa á sunnudaginn. Ætla að reyna að gera það reglulega og hluti af aðhaldinu er að greina frá hlaupaferðunum hér á þessari síðu. Á sunnudaginn hljóp ég smá hring og kom sjálfum mér á óvart með því að ná að halda út að hlaupa stanslaust í 13 mínútur. Hvað ætli gerist næst??

Hvort sem það var þessu hlaupi að þakka eða saltkjötinu og baununum sem Rósa eldaði í gærkvöldi átti ég minn besta leik á tímabilinu í fótboltanum í gær. Ég var að vísu orðinn móður eftir fimm mínútur, slakaði þá aðeins á en tók síðan við mér og gekk prýðilega eftir það. Bara að blaðið hefði gengið jafn vel...ég þurfti að fara í vinnuna eftir boltann og vera þar til hálf þrjú.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?