<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 10, 2006

Morgunvakt

Er á morgunvakt þessa viku. Er feginn að þetta sé bara ein vika. Það er hreinlega ekki minn tebolli að mæta klukkan sex á morgnana í vinnuna og prísa mig sælan að þurfa aðeins að gera þetta á sjö vikna fresti.

Þetta hafði þó þann kost í gær að ég gat fengið að fara fyrr heim þar sem Sif er með hita og Rósa þurfti að fara í skólann. Þannig að þetta hafði sína kosti þessa vikuna. Þetta er líka hentugt þar sem halda á upp á átta ára afmæli Lífar á föstudaginn. Þar verður slegið upp náttfatapartýi þar sem 10 sjö og átta ára stelpur munu væntanlega skrækja í tvo tíma. Ég hlakka mikið til....þegar það verður búið!

***

En talandi um Sif, þá er alveg með ólíkindum hvað sú stelpa er hress þrátt fyrir að vera með 38 stiga hita. Hún er alveg jafn öflug í að hreyfa sig, standa upp við allt sem fyrir verður og helst reyna að klifra upp á það. Krafturinn í þessari stelpu er ótrúlegur. Set hér með fram þann spádóm að hún eigi eftir að verða hörku íþróttamaður. Líf verði hins vegar sú listræna af þeim systrum.

***

Setti google analytics upp á þessa síðu. Þar komu þegar fram ýmsar athyglisverðar niðurstöður. Til dæmis er hægt að sjá hvar menn eru sem skoða síðuna, þó að ég teljist reyndar vera í Reykjavík þegar ég skoða hana. T.d. er ég að fá reglulegar heimsóknir frá einhverjum í Vestmannaeyjum - eða er hann bara tengdur þar? Spyr sá sem ekki veit.´

Í gær kom svo einn inn á síðuna frá Kaupmannahöfn. Þekki ég einhvern þar?

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?