<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 07, 2005

Reiði

Í gær gerðist það í fyrsta sinn í mörg ár að ég reiddist, og það heiftarlega. Þetta er ekki góð tilfinning, sérstaklega ekki hjá manni eins og mér sem reiðist ekki nema á nokkurra ára fresti. Ég fer ekki út í ástæðurnar fyrir því hér.

Það sem kom sér hins vegar vel var að þennan sama dag var fótboltatíminn sem var um kvöldið. Það að hlaupa um eins og vitleysingur þegar maður er með svona spennu inni í sér og fá þannig útrás er svakalega gott og mér leið miklu betur eftir á, enda náði ég m.a. að skora sigurmark með skalla en ég hef aldrei verið sérstaklega góður í því. Þetta var hins vegar kannski ekki alveg nógu gott fyrir alla því að seint í tímanum tók ég fast skot að marki sem hitti einn andstæðing á versta stað. Sá var óleikfær á eftir...já, þetta er alltaf vont.

2 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?