<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 13, 2006

Börnin, já börnin

Þessi færsla verður tileinkuð börnunum mínum fjórum. Tveimur sem ég á með konunni og tveimur vinnutengdnum.

***

Sif er búin að ganga í gegnum mikla þrautagöngu þennan mánuðinnn sem ég vonast til að sé nú á enda. Eins og fram kom hér hefur hún verið á pensilínkúr vegna eyrnabólgu. Afleiðingar kúrsins meðan á honum stóð var heiftarlegur niðurgangur því að pensilínið drepur víst ekki bara óæskilegar bakteríur heldur líka bakteríur sem líkaminn þarf á að halda (þessar upplýsingar komu ekki frá lækninum heldur fékk Rósa þær frá mæðrum sem hafa reynslu á þessum sviði). Þetta lagaðist reyndar eftir að var farið að gefa henni LGG (að ráði sömu mæðra).

Þegar pensilínkúrnum sleppti fór hún síðan að fá rauð útbrot um allan líkamann. Aftur var drifið með hana til læknis sem sagði þetta bara vera lokastig veirusjúkdómsins og að þetta ætti að fara á 4-5 dögum. Nóttin á eftir var hins vegar mjög erfið fyrir Sif, hún svaf nánast ekkert fyrir kvölum og ég bölvaði lækninum í hljóði sem var að ljúga svona að mér. Daginn eftir fékk hún svo heiftarlegan niðurgang, en eftir það var hún hin hressasta. Þar með dró ég þá ályktun að kvalir næturinnar hafi verið vegna magakveisu og að ég hefði bölvað lækninum til einskis. Gaman að því!

En allaveg er Sif búin að vera eins og hún á að sér, síbrosandi og skríðandi upp um alla veggi með látum. Vonandi er þetta þá að baki.

***

Líf var að keppa á sínu fyrsta handboltamóti í dag (sunnudag) með Haukum. Þetta var vinamót, Haukar kepptu við þrjú önnur lið en ekki var verið að leggja mikið upp úr því að telja mörkin.

Þó að síðustu leikirnir hafi farið fram fullseint, þ.e. staðið til hálf níu um kvöldið, er ekki hægt annað en taka ofan fyrir því fólki sem tekur þátt í svona móti, hvort sem það eru skipuleggjendur mótsins sjálfs eða þjálfaranir. Þetta starf fær oft ekki mikla athygli en það er ekki sjálfsagt að menn eyði heilum sunnudegi í að halda utan um svona lagað eins og einhverjir gerðu þennan dag. Takk fyrir það.

Líf gekk prýðlega og kom heim með verðlaunapening. Sérstök tilfinning að horfa á barnið sitt keppa í íþróttum, en mjög ánægjuleg.

***

Svo er það bók og Liverpoolblað. Allt mjakast þetta áfram. Annars hafa fæst orð minnsta ábyrgð í þeim efnum.

***

Pælingar um prófkjörsúrslit koma síðar, þegar þetta hefur allt saman verið melt.

2 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?