<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 05, 2006

Undarleg tilfinning

Nú eru alveg að koma kvöldfréttir og ég er ekki búinn að vera í neinu stressi í dag. Það er undarlegt. Náði að klára eitt mál, sem úr kom fín frétt, en komst ekki áfram með annað sem ég var með. Finnst þessi dagur í vinnunni einhvern veginn hafa verið full rólegur fyrir minn smekk.

***

Er reyndar á aukavöktum núna og í gær, þar sem ég er að vinna af mér fimmtudaginn og föstudaginn, þegar ég átti að vera á vakt. Þá er nefnilega Rósa að fara til Kaupmannahafnar í vinkonuferð og ég verð því heimavinnandi húsfaðir í fjóra daga. Sem verður fínt...við börnin eigum örugglega eftir að hafa það skemmtilegt saman.

***

Ég ætla samt að láta það eftir mér að horfa á Magna í nótt. Ég skil eiginlega ekki fólk sem er að tala gott gengi hans í þáttunum niður eins og mér finnst ansi margir vera að gera. Ég hef alltaf verið það mikill Íslendingur í mér að ég gleðst þergar þeir ná langt á alþjóðavettvangi og ég geri það líka núna. Menn geta hins vegar haft alls konar skoðanir á því hvort þessi þáttur sé eitthvað gott sjónvarpsefni og hvort þessi hljómsveit eigi eftir að gera góða hluti. En ég er allavega stoltur af því að Íslendingur skuli hafa náð svona langt í keppninni.

***

Ég tek restina af fæðingarorlofi mínu í nóvember og janúar. Var feginn að þetta komst í höfn þar sem mér fannst ég ekki geta gert miklar kröfur um að taka orlofið nú þegar ég er að festa mig í sessi á nýjum vinnustað. En lausn fannst á þessu sem báðir aðilar eru sáttir við og ég er ánægður með það. Ég er eiginlega sérstaklega ánægður með að fá janúarmánuð...þá get ég tekið aðlögunina þegar Sif byrjar hjá dagmömmu (þ.e. ef hún fær pláss einhvers staðar, sem ekki er komið á hreint).

0 comments
Undarleg tilfinning

Nú eru alveg að koma kvöldfréttir og ég er ekki búinn að vera í neinu stressi í dag. Það er undarlegt. Náði að klára eitt mál, sem úr kom fín frétt, en komst ekki áfram með annað sem ég var með. Finnst þessi dagur í vinnunni einhvern veginn hafa verið full rólegur fyrir minn smekk.

***

Er reyndar á aukavöktum núna og í gær, þar sem ég er að vinna af mér fimmtudaginn og föstudaginn, þegar ég átti að vera á vakt. Þá er nefnilega Rósa að fara til Kaupmannahafnar í vinkonuferð og ég verð því heimavinnandi húsfaðir í fjóra daga. Sem verður fínt...við börnin eigum örugglega eftir að hafa það skemmtilegt saman.

***

Ég ætla samt að láta það eftir mér að horfa á Magna í nótt. Ég skil eiginlega ekki fólk sem er að tala gott gengi hans í þáttunum niður eins og mér finnst ansi margir vera að gera. Ég hef alltaf verið það mikill Íslendingur í mér að ég gleðst þergar þeir ná langt á alþjóðavettvangi og ég geri það líka núna. Menn geta hins vegar haft alls konar skoðanir á því hvort þessi þáttur sé eitthvað gott sjónvarpsefni og hvort þessi hljómsveit eigi eftir að gera góða hluti. En ég er allavega stoltur af því að Íslendingur skuli hafa náð svona langt í keppninni.

***

Ég tek restina af fæðingarorlofi mínu í nóvember og janúar. Var feginn að þetta komst í höfn þar sem mér fannst ég ekki geta gert miklar kröfur um að taka orlofið nú þegar ég er að festa mig í sessi á nýjum vinnustað. En lausn fannst á þessu sem báðir aðilar eru sáttir við og ég er ánægður með það. Ég er eiginlega sérstaklega ánægður með að fá janúarmánuð...þá get ég tekið aðlögunina þegar Sif byrjar hjá dagmömmu (þ.e. ef hún fær pláss einhvers staðar, sem ekki er komið á hreint).

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?