<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 15, 2004

Zzzzzzzzz

Svaf í tvo tíma í nótt. Dembdi mér í að ganga frá blaðinu þegar ég var búinn í fótboltanum og var að til kl. 3. Þegar ég svo var búinn að senda blaðið frá mér fæ ég skilaboð um bruna í Dalshrauni. Þangað þurfti ég því að skokka (þriggja mínútna labb frá vinnustaðnum) og mynda, og setja svo inn á vefinn. Var kominn heim rétt fyrir fjögur og það tók mig smá tíma að sofna. Vonandi get ég lagt mig í dag.

Ég er hins vegar farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af forminu hjá mér eftir þessar þrjá fótboltatíma í KR-heimilinu. Hraðinn er töluvert meiri í þessum bolta en á Nesinu og það kostar meiri hlaup, auk þess sem salurinn er aðeins stærri. Ég er stundum alveg búinn eftir 10 mínútur og það er ekki eðlilegt. Ég ber alltaf við tímaleysi þegar ég reyni að afsaka það að ég sé ekki að hlaupa reglulega eins og ég gerði á tímabili í fyrra og hafði góð áhrif á mig. En það er auðvitað engin afsökun, ég á að geta fundið tíma ef ég virkilega legg mig fram um það. Verð að fara að gera eitthvað í þessu svo að ég hafi aðeins meira úthald í þessum fótbolta.


0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?