<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 01, 2003

Fram kaldir menn...
Það var í raun og veru miklu frekar þema dagsins. Það var fáránlega kalt miðað við hvað sólin skein glatt. Fylgdist bæði með göngunni sjálfri, opnun skrifstofu ungra Sjálfstæðismanna í skemmunni og svo 1. maí fundinum, sem menn voru svo skynsamir að halda innanhúss, nánar tiltekið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Ég ákvað að sleppa því að fara á tónleika kórs eldri borgara í dag, og kannski spilaði það eitthvað inn í að þeir höfðu ekki sjálfir óskað eftir því að ég myndi mæta á staðinn. Þar að auki var ég með myndir af dansandi eldri borgurum í síðasta blaði.

Sumarbústaðir
Spurning hvort að það sé gott að blogga um málefni til að eitthvað fari að gerast í þeim. Fékk hringingu frá framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins sem sagði mér að ég hefði fengið úthlutað sumarbústað í viku seinni partinn í júlí. Ægilega gott. Þá getur maður bókað þessa viku sem sumarfríið manns. Verður allavega ljúft að vera í bústað með heitum potti í heila viku!!

Bachelorette
Bíð nú spenntur eftir Bachelorette, sem reyndar lýkur ekki fyrr en eftir 2 eða 3 vikur. Ég er einn af þeim sem horfi alltaf á þetta þó að ég sé að vissu leyti hneykslaður yfir þessu efni. Frétti hins vegar að parið úr síðasta Bachelor-þætti hefði hætt saman. Sýnir kannski að þetta er ekki rétta leiðin til að leita sér að maka.

Vantar leigjanda
Svona í framhjáhlaupi, þá vantar mig leigjanda í íbúðina í kjallarann á húsinu mínu. Þetta er stúdíóíbúð, kannski 35-45 m2 (semsagt ágæt fyrir einstakling en ekki mikið meira en það). Hún er aðeins í 100 m fjarlægð frá Flensborg (Sævar, veist þú ekki um einhvern sem er að leita?). Áhugasamir sendir mér póst, lif@heimsnet.is.

0 comments
Fram þjáðir menn...
Nei, ég er ekki orðinn svona gríðarlega verkalýðssinnaður. En þessi dagur minnir auðvitað mikið á það þegar ég var að spila með Lúðrasveit verkalýðsins á þessum degi. Nú verð ég hins vegar í hlutverki fjölmiðlamannsins þar sem ég mun mynda gönguna í Hafnarfirði og útifundinn sem á eftir fylgir. Það er reyndar skítakuldi úti núna þannig að það er spurning hvernig stemningin verður í göngunni.

Velgengni VF
Blaðið gengu mjög vel. Fólk er gríðarlega ánægt og það er stórmerkilegt hvað ég fæ viðbrögð við því sem ég skrifa og set í blaðið. En það sem mér finnst kannski sýna hvað mest virðinguna sem við erum að öðlast er að formaður verkalýðsfélagsins Hlífar skuli hringja í mig og taka það fram að sú stefna sem félagið tók í auglýsingum fyrir 1. maí hafi verið tekin að sér forspurðum. Hlíf nær nefnilega líka yfir Garðabæ og Álftanes, þar sem við erum líka með dreifingu, en samt sem áður kom aðeins kvartsíðukveðja frá Hlíf hjá okkur meðan þeir auglýstu 1. maí dagskrána í heilsíðu í hinu Hafnarfjarðarblaðinu. Gaman að sjá að formaðurinn hafi ekki verið sáttur við þetta og maður getur ekki tekið þetta öðruvísi en svo að virðingin fyrir okkur sé að aukast og er það vel. Aðalvandamálið núna er að það vita ekki nógu margir af okkur, en það mun lagast á næstu mánuðum. Þá verða okkur allir vegir færir.

Sumarbústaðamál
Sótti um bústað hjá Blaðamannafélaginu þegar ég frétti að verið væri að setja heita potta í bústaðina. Hjálmar sem var þá formaður en er nú bara framkvæmdastjóri taldi mig eiga ágætis möguleika á að fá bústað og ég vona bara að það sé rétt. Annars fengum við kennarabústað í Munaðarnesi en hann er ekki með pott þannig að vonandi fæ ég bústaðinn frá BÍ.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?