<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 10, 2004

Brjáluð vika

Fyrir utan vinnuna við blaðið er nú verið að vinna í að harka inn síðustu greinunum í Rauða kross blaðið. Ég hef því verið við vinnu nánast allan sólarhringinn upp á síðkastið og einstaka sinnum hefur maður efast um að allt þetta puð sé þess virði. Það verður kannski smá huggun þegar ég skrifa reikninginn fyrir Rauða kross blaðið og enn meiri huggun þegar við verðum farin til sólarlanda næsta fyrir peninginn sem ég er að vinna inn fyrir þessu...mmmmmmmm.

En best að vera ekki að tapa sér í of mikilli draumsýn. Sérstaklega þar sem ég mun ekki sitja auðum höndum eftir að Rauða kross blaðið er frá. Þá þarf ég að vinna í bókinni sem Liverpool-klúbburinn er að fara að senda frá sér í tilefni 10 ára afmælisins og þegar það verður búið fer í að taka við verkefni fyrir Bændablaðið, sem mun standa í tvo mánuði. Og allt er þetta fyrir þessari blessuðu utanlandsferð. Ef ég verð lagður inn á heilsuhælið í Hveragerði fyrir jól þá vitið þið af hverju!

Fótbolti

Maður gekk í gegnum allan tilfinningaskalann yfir Ungverjaleiknum á miðvikudag. "Jessss, við erum að vinna." "Andsk, af hverju þurfum við alltaf að klúðra svona í vörninni." "Árni Gautur, þú átt að verja þetta!" "Þessir helv. nojarar kunna ekki reglurnar í fótboltanum!" "Jess, við náðum að jafna." "Díese, Kristján, þú gerir aldrei svona mistök hjá KR!" En þetta var leikur sem við áttum ekki skilið að tapa. Baráttuandinn sem vantaði gegn Búlgaríu var til staðar þarna. Ég hugsa að ég muni skella mér á völlinn þegar Svíarnir mæta.

Liverpool spilar á morgun gegn WBA. Í fyrra hefði manni ekki komið á óvart að þessi leikur myndi enda með markalausu jafntefli eða jafnvel 0-1 tapi. Og reyndar gæti það alveg eins gerst núna miðað við hvernig liðið hefur byrjað. En ég tippa samt á 2-0 sigur og held að Baros skori bæði mörkin.

Löggubílar tefja umferð

Ég dauðsá eftir því í gær að hafa ekki notað myndavélasímann í gær og tekið mynd af því þegar löggan tafði umferðina svo um munaði. Eða kannski hefði löggan sagt að þetta hefði allt verið mér að kenna.

Ég fór semsagt á Kaffibrennsluna að taka viðtal fyrir Rauða kross blaðið. Sá bílastæði skammt frá og lagði í það vel og vandlega. Stæðið var nánast beint fyrir framan brennsluna. Ég varð síðan var við það að lögreglubíll var uppi á gangstéttinni hinum megin við götuna, samsíða mér. Ég reyndi því að vanda mig eins og ég gæti að hafa bílinn réttan og eins innarlega í stæðinu og ég gat. Breiðu jepparnir áttu samt í mestu vandræðum með að komast fram hjá mér og lögreglubílnum og lúsuðust hreinlega í gegnum þrönga gatið á milli bílanna.

Það virðist vera einhver sérstök árátta lögreglubílar þegar þeir eru á vettvangi að tefja umferðina sem mest. Það bregst t.d. ekki að ef það er aftanákeyrsla á götu þar sem eru þrjár akreinar þarf löggan alltaf að planta sér VIÐ HLIÐINA á bílunum og teppa þannig eina akrein til viðbótar. Ég skil ekki þessa áráttu.

Nýr auglýsingastjóri

Nýr auglýsingastjóri hefur hafið störf hjá Víkurfréttum. Það er gamla handboltahetjan úr FH, Hans Guðmundsson, en hann hefur mikla reynslu í sölumennsku. Ég hef mikla trú á honum og hugsa að hann eigi eftir að koma sterkur í djobbið. Hann hefur í það minnsta nógu margar góðar hyugmyndir fyrir blaðið. Í næstu viku kemur svo Ingi aftur til starfa. Það verður gott að fá aftur einhvern í vinnuna sem maður getur rætt við um Liverpool!

0 comments

mánudagur, september 06, 2004

Skemmtanir og vinna...

...voru kjörorð helgarinnar. Á föstudagskvöld fórum við hjónin út að borða á afar athyglisverðum stað og fórum svo í þrítugsafmæli til Jóa. Laugardagurinn fór í að mynda ýmsa viðburði, svo sem hundasýningu, fjölskyldudag hjá FH og tónleika með Flensborgarkórnum og Eyjólfi Eyjólfssyni, og sunnudagurinn fór í brjálaða vinnu fyrir Rauða krossinn og Hauka sem hafði safnast upp.

Við Rósa fórum út að borða og fundum eftir mikla leit stað sem tók Viðskiptanetið um helgar, en ég er semsagt kominn með úttekt í því í boði vinnunnar. Sá staður heitir Café Vilnius og býður upp á austurevrópskan mat. Sá matur var reyndar prýðilegur fyrir utan einn stóran galla; það var myglublettur í brauðinu sem ég fékk með súpunni. Margir hefðu eflaust gengið út við þetta, en ég ákvað bara að fjarlægja mygluna og halda áfram að borða, enda er ég nú yfirleitt duglegur að borða.

Partýið hjá Jóa var prýðilegt og endaði auðvitað á einu góðu viskístaupi, enda gott safn eðalviskís hjá Jóa. Ég er alltaf með það á stefnuskránni að bæta mitt safn, sem er frekar bágborið.

Mikil viðburðaeltingaleikur á laugardag. Helst ber að minnast á fjölskyldudaginn hjá FH, en hann eiginlega drukknaði í bleytu því mikið rigndi. Ég sá þó Audda og Huga í 70 mínútum blanda ógeðisdrykki og í þeim síðasta, sem var ætlaður fullorðnum, var m.a. mjólk, lýsi og pússý kattarmatur. Hugmyndaflugið er ótrúlegt hjá þessum drengjum.

Sunnudagurinn var svo vinna dauðans þangað til farið var í 95 ára afmæli Sigurveigar ömmu hennar Rósu (sem er reyndar eitthvað sem ég get notað í blaðið líka, þar sem Sigurveig er þekkt kvenréttindakona í Hafnarfirði).

Nú er ég semsagt búinn með skyndiverkefnið hjá Haukum og er búinn að fá deadline þangað til í lok vikunnar til að skila efninu í Rauða kross blaðið...bwahh!!! Þessi vika verður snarklikkuð. En vinnualkinn ég hef eitthvað lúmskt gaman af þessu samt.

Landsliðið

Mikið svakalega var landsliðið andlaust á laugardaginn gegn Búlgörum. En eitt í þessu er þó umhugsunarvert.

Af hverju var púðrinu sem eytt var í vináttuleik við Ítalíu sem skipti okkur engu máli (nema að KSÍ vildi slá aðsóknarmetið) ekki eytt í leikinn gegn Búlgaríu sem skipti máli. Það var ekkert gert til að byggja upp stemningu fyrir þennan leik. KSÍ þarf verulega að hugsa sinn gang með kynningar á leikjunum. Á sama tíma eru íþróttafréttamenn Stöðvar 2, einkum Gaupi, að sleikja KSÍ svoleiðis upp og hrósa því hvað þeir séu frábærir og hvað Eggert Magnússon sé frábært. ekki misskilja mig, Eggert er búinn að gera marga frábæra hluti, en þarna er hann og KSÍ ekki að standa sig og á þessum tímapunkti á hann ekki hrós skilið.

Spurning hvað gerist gegn Ungverjunum...ég hef einhverja slæma tilfinningu fyrir þeim leik (sem þýðir reyndar yfirleitt að þá nær landsliðið góðum úrslitum :))

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?